Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 27

Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 27
LAUGARDAGUR 14. september 2013 | HELGIN | 27 Lagerbäck verður í Svíþjóð næstu tvær vikur áður en hann snýr til Íslands fyrir leikinn gegn Kýpur á Laugardalsvelli. Þá munu þeir Heimir Hallgríms- son, aðstoðarmaður hans, leggjast yfir leikina í fjóra daga áður en leikmennirnir mæta til æfinga. Þangað til mun hann fylgjast með leikjum íslensku strákanna, aðallega í gegnum sjónvarpið og á netinu, auk þess að greina leiki Íslands gegn Sviss og Albaníu í þaula. Þá ætlar hann að skoða síðustu þrjá til fjóra landsleiki Kýpverja og Norðmanna. Svíinn hefur verið gagnrýndur fyrir að mæta lítið á leiki íslenskra leikmanna í Evrópu. Hann tekur undir að betra sé að sjá leikina með berum augum en það hafi einnig sína galla. „Ef einhver nýr leikmaður slær í gegn þá fer ég auðvitað og skoða hann,“ segir Lagerbäck. Hann bendir um leið á að á ferðalagi sjái hann kannski þrjá til fjóra leiki en geti séð mun fleiri haldi hann kyrru fyrir og horfi á þá á skjánum. Svo sé auð- vitað dýrt að vera á stöðugu ferðalagi. Þá nefnir hann sem dæmi að Sölvi Geir Ottesen sé kominn til Rússlands og væri gott að geta séð hann spila með berum augum. „Ef ég færi að horfa á hann tæki ferðalagið fjóra daga og á þeim tíma sæi ég leik með einum lands- liðsmanni.“ Hann skilur þó gagnrýnina og kann almennt að meta að leikmenn sendi þau skila- boð að þeir vilji spila með landsliðinu. Það gerði Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður Randers í Danmörku, á dögunum. „Elmar hefur staðið sig vel Staðreyndin er hins vegar sú að hann á í samkeppni við leikmenn á borð við Gylfa Þór, Eið Smára og Aron Einar. Ég tel þá standa honum framar í augnablikinu.“ Fjögurra daga verkefni að sjá Sölva spila í Rússlandi NÆR TIL LEIKMANNA Strákarnir í landsliðinu hafa verið óhræddir við að lýsa yfir ánægju sinni með störf Svíans. Við tökum inn nokkra leikmenn úr 21 árs lands- liðinu með tímanum og verðum meðal þeirra bestu í Evrópu eftir nokkur ár. Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Þau fyrirtæki sem þegar hafa öðlast jafn- launavottun eru: Íslenska gámafélagið, IKEA, ISS, Parlogis, Johan Rönning, Land- mælingar Íslands, Deloitte, KPMG, Logos og Ölgerðin. Óútskýrður launamunur kynjanna innan VR er nú 9,4%. Með Jafnlaunavottun VR geta framsækin fyrirtæki látið gera faglega úttekt á því hvort innan veggja þeirra séu greidd mishá laun fyrir jafnverðmæt störf. jafnlaunavottun.vr.is Jafnlaunavottun VR er fyrir öll fyrirtæki og opinberar stofnanir. Hún staðfestir að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Leiðréttum launamun kynjanna þúsund krónur í mánaðarlaun árið 2010 en ljóst er að laun Svíans eru töluvert hærri. Lagerbäck seg- ist sáttur við samning sinn, annars hefði hann ekki skrifað undir, en segir peninga ekki skipta öllu. „Auðvitað vil ég góð laun en þau skipta minna máli. Ég vil fyrst og fremst vera í skemmtilegri vinnu sem ég nýt mín í,“ segir Lager- bäck. Hann hefur áður bent á að honum hafi staðið til boða fleiri en eitt þjálfarastarf í olíulöndunum auk Nígeríustarfsins. Þar séu laun- in af annarri stærðargráðu. Stoltið skiptir máli Íslenska liðið er í öðru sæti riðils síns sem stendur. Liðið hefur unnið fjóra leiki af átta í riðlinum sem er jöfnun á besta árangri lands- liðsins. Enn eru tveir leikir eftir. Fæstir skilja hvernig landslið svo fámennrar þjóðar geti staðið sig svo vel í langvinsælustu íþrótta- grein í heimi. Sá sænski hefur sínar hugmyndir. Gott starf félag- anna og KSÍ sé auðvitað grunn- atriði en auk þess séu aðstæður mjög góðar. Sjö keppnishallir innanhúss geri það að verkum að hægt sé að spila allt árið. „Stærstu félögin spila bæði í deildarkeppni utan- og innanhúss. Keppnistímabilið er í raun lengra en til dæmis í Svíþjóð,“ segir Lager bäck. Fyrir vikið fái liðin keppnisleiki árið um kring. Hann dáist líka að viðhorfi landsmanna. „Íslendingar eru vanir ábyrgð. Þeir standa ekki og bíða eftir hjálp. Þetta viðhorf sést hjá strákunum í landsliðinu sem klæðast landsliðs- búningnum stoltir. Það hefur líka áhrif,“ segir Svíinn. Skemmst er að minnast orða hans eftir sigurinn á Albaníu um Gylfa Þór Sigurðsson sem átti stórleik. „Það besta við Gylfa er að þótt hann sé leikmaður í hæsta gæða- flokki þá leggur hann afar hart að sér í níutíu mínútur. Það sér maður ekki oft hjá leikmönnum með svo mikla hæfileika.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Lagerbäck haldi áfram í starfi eftir yfirstandandi undan- keppni. Þó er ljóst að samningur- inn verður sjálfkrafa framlengdur um sex mánuði takist liðinu hið ótrúlega og komist í lokakeppnina í Brasilíu. Liðið gæti þó verið enn sterkara í undankeppni Evrópu- mótsins árið 2016 en góður árang- ur núverandi 21 árs landsliðs hefur vakið athygli. „Það eru margir hæfileikaríkir leikmenn í 21 árs liðinu. Þeir þurfa hins vegar að komast í eins góð lið og deildir og mögulegt er. Þar er lykilatriði að þeir fái að spila til að geta þróast sem leikmenn,“ segir Svíinn sem hefur lýst sér sem bjartsýnum raunsæismanni. Hann leyfði sér að horfa fram á veginn í kjallaraherberginu á Laugardals- velli á þriðjudaginn. „Við tökum inn nokkra leikmenn úr 21 árs landsliðinu með tímanum og verðum meðal þeirra bestu í Evrópu eftir nokkur ár.“ Úttekt á stöðu landsliðsins er að finna á síðu 72
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.