Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 41

Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 41
Þó að starfsemin hafi farið fram í Orkuhúsinu frá árinu 2003 á hún sér lengri sögu. „Upphafið má rekja til Lækna- stöðvarinnar, sem var stofnuð árið 1997 af þremur bæklunarlæknum og svæfingarlækni. Læknarnir höfðu áður gert stoðkerfis aðgerðir á Landakoti en þegar sjúkrahús- inu var breytt í öldrunarsjúkrahús þurfti að finna aðgerðunum annan farveg,“ segir Sigurður Ásgeir Kristinsson bæklunarlæknir, sem er framkvæmdastjóri Orkuhúss- ins og Læknastöðvarinnar. „Þetta voru svokallaðar dagaðgerðir, sem ómögulegt var að leggja af. Þörfin Samhæfð og skilvirk þjónusta LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2013 Orkuhúsið að Suðurlandsbraut 34 fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir. Það er stærsta sérhæfða meðferðarstöð landsins en þjónustan snýr fyrst og fremst að þeim sem glíma við stoðkerfisvandamál. Þar starfar fjöldi sérfræðinga á sviði bæklunarlækninga, myndgreininga, sjúkraþjálfunar og stoðtækjaþjónustu þannig að viðskiptavinir hússins fá skjóta, samhæfða greiningu og meðferð. var brýn og biðlistarnir voru fljótir að hrannast upp. Þá varð úr að menn keyptu gamla læknastöð í Álftamýri. Byrjað var með fimm læknastofur og tvær skurðstofur í kjallara. Fljótlega bættust fleiri bæklunarlæknar, sem höfðu verið með stofur annars staðar, í hópinn og innan tíðar þurfti stærra rými utan um starfsemina,“ segir Sig- urður og heldur áfram: „Við stóð- um þá frammi fyrir því að kaupa allt húsið þar sem meðal annars var starfrækt apótek eða fá ekk- ert og varð því úr að við keyptum allt húsið. Í kjölfarið fórum við að púsla inn í það alls konar starfsemi í sama geira og fengum Íslenska myndgreiningu, sem sér um rönt- genþjónustuna, og Sjúkraþjálfun Íslands til liðs við okkur. Í apótek- inu var síðan byrjað að markaðs- setja stoðtækjavörur í samvinnu við Stoðtækni,“ upplýsir Sigurður, en þarna var kominn vísir að Orku- húsinu eins og það er rekið í dag. Starfsemin var hins vegar fljót að sprengja þá 1.700 fermetra sem hún hafði til umráða í Álftamýrinni utan af sér. „Einhverjar hug myndir voru um að byggja við Álftamýr- ina, eins og búið er að gera í dag, en á sama tíma fengum við fréttir af því að fasteignin að Suður- landsbraut 34, þar sem Orkuveita Reykja víkur hafði verið til húsa, stæði auð, en hér er um rúma 4.000 fermetra að ræða.“ Á vormánuðum 2003 var að sögn Sigurðar ákveðið að flytja starfsemina þangað. „Við tók nokkurra mánaða vinna við að gjörbreyta húsnæðinu til að það hentaði starfseminni. Íslensk myndgreining tók yfir matsalinn og skurðstofan er nú í gömlu funda- álmunni, svo dæmi séu nefnd. Þetta var þó allt gert af miklum myndug- leika og við opnuðum laust eftir verslunarmannahelgi sama ár.“ Sigurður segir nafnið hafa komið af sjálfu sér. „Hér hafði Orku veitan áður verið en orka er ekki eingöngu hiti og rafmagn heldur allt eins starfsorka og lífsorka. Í húsinu voru áfram sömu fyrir- tæki og verið höfðu í Álftamýri; Læknastöðin, Íslensk myndgrein- ing og Sjúkraþjálfun Íslands. Við verslunarrekstrinum tók hins vegar innanlandsdeild Össurar. Starfsemi innanlands deildarinnar fór fram á fyrstu hæð og hluta ann- arrar hæðar en þegar Össur hætti innanlandsrekstri í þeirri mynd sem þá var tók Lyf og heilsa yfir verslunarreksturinn og rekur nú verslunina Flexor á fyrstu hæð. Stoðtækjafyrirtækið Stoð tók svo við stoðtækjaþjónustu á annarri hæð.“ Nýverið hefur Stoð þó að sögn Sigurðar minnkað móttöku sína í Orkuhúsinu. „Stoð verður áfram með móttöku hjá okkur en starf- semin mun framvegis að mestu fara fram í höfuðstöðvum fyrir- tækisins í Hafnarfirði.“ Lækna- stöðin og Sjúkraþjálfunin hafa tekið við plássi Stoðar og er að sögn Sig- urðar verið að opna fjórðu skurð- stofuna þar um þessar mundir. Þar verða gerðar minni aðgerðir í stað- deyfingu en sú stofa er líka hugsuð fyrir verkjameðferðir þegar fram líða stundir. Orkuhúsið er sem fyrr segir stærsta sérhæfða meðferðarstöð landsins. „Læknastöðvar á Íslandi hafa í auknum mæli verið að sér- hæfast; sumar leggja áherslu á háls-, nef- og eyrnalækningar og aðrar meltingar-, húð- eða lyf- lækningar svo dæmi séu nefnd. Orkuhúsið er þó annað og meira en læknastöð enda boðið upp á rönt gen- og skurðþjónustu ásamt sjúkraþjálfun, stoðtækjaþjónustu og verslun. Þjónustan er því gríðar- lega vel samhæfð og það kunna við- skiptavinir okkar að meta, enda yfir hundrað þúsund komur í húsið árlega,“ segir Sigurður. Í tilefni af tíu ára afmæli starf- seminnar í Orkuhúsinu verður efnt til starfsmannagleði í lystigarði hússins í dag. „Þá verður ráðist í að bæta merkingar í húsinu til upplýs- ingar fyrir þá sem hingað koma.“ 10 ÁRA Læknastöðin 3.700 stoðkerfis- aðgerðir á ári. BLS. 2 Orkuhúsið fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir. Þar er rekin stærsta sérhæfða meðferðarstöð landsins. Sjúkraþjálfun Íslands Alhliða sjúkraþjálfun. BLS.3 Röntgendeild Sérhæfð í stoðkerfis- sjúkdómum. BLS . 3 Flexor Göngugreining og fleira. BLS. 4 „Nafnið kom af sjálfu sér. Hér hafði Orkuveitan áður verið en orka er ekki eingöngu hiti og rafmagn heldur allt eins starfsorka og lífsorka.“ Sigurður Ásgeir Kristinsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.