Fréttablaðið - 14.09.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.09.2013, Blaðsíða 48
FÓLK| Hjólaskíðaiðkun er talsvert algeng í skíðabæjum á borð við Ísafjörð, Akureyri og Ólafsvík. Sportið hefur ekki verið eins áberandi hér í Reykjavík en hefur aðeins verið að ryðja sér til rúms hér, sérstaklega eftir að skíðagöngufélagið Ullur var stofnað,“ segir Óskar Ragnar Jakobsson, einn þeirra sem standa fyrir hjólaskíðamóti í Fossvogsdal um helgina. Hann segir raunar hvergi betra að stunda hjólaskíði en einmitt á höfuð- borgarsvæðinu. „Hér eru frábærir stígar sem henta mjög vel fyrir hjólaskíði,“ segir hann. Hann er inntur eftir því hve margir stundi hjólaskíði hér fyrir sunnan. „Hjóla- skíði er líklega að finna víða í Reykjavík en líklega eru þetta um tuttugu til þrjátíu manns sem stunda þetta reglulega,“ segir Óskar. Hann segir ekki mikinn tæknilegan mun vera á því að stunda hjólaskíði og göngu- skíði. „Enda voru hjólaskíðin þróuð til að líkja eftir hreyfingunum og til að viðhalda gönguskíðaþjálfuninni,“ segir Óskar sem finnst hjólaskíðaganga afar skemmtileg þótt hún jafnist ekki á við gönguskíðin. Hjólaskíðamótið hefst við Víkingsvöll- inn í Fossvoginum á morgun. Keppt er í nokkrum flokkum. Yngri flokkar, 12 til 16 ára, eru ræstir klukkan 10 en þeir keppa á hjólaskíðum eða línuskautum með stafi. Eldri hóparnir, 17-39 ára og 40 ára og eldri, fara af stað hálftíma síðar. Yngri hóparnir fara einn hring, 5 kílómetra, en þeir eldri tvo. Hægt að skrá sig til leiks á síðu Ullar www.ullur.is en einnig er mögulegt að skrá sig á staðnum. „Við fögnum því að fá áhorfendur og vonum að göngufólk í Fossvogsdalnum sýni hjólaskíðafólkinu þolinmæði,“ segir Ólafur glaðlega. ■ solveig@365.is SKÍÐAÐ Á MALBIKI HJÓLASKÍÐAMÓT Skíðagöngufélagið Ullur stendur fyrir árlegu hjólaskíða- móti í Fossvogsdal á morgun. Þar skíða ungir sem aldnir á malbikuðum göngustígum og búa sig undir gönguskíðavertíðina. Á FULLRI FERÐ Hjólaskíðin eru tækni- lega svipuð og göngu- skíðin. Á HJÓLASKÍÐUM Mótið verður að þessu sinni haldið í Fossvogs- dalnum. App sem þú þarft Nýtt í spjaldtölvuna og snjallsímann Nú er komið app fyrir Fréttablaðið: Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjall- símann með nýja Fréttablaðsappinu. Nú er hægt að nálgast Fréttablaðið hvar sem er, á hverjum morgni. Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play, Windows store eða í App store og náðu í appið. Undirþrýstingur í miðeyra með vökva. Eftir þrýstingsjöfnun með Otoventblöðru, miðeyrað opið og engin vökvi. Otovent meðferðin er til að létta á undirþrýsting í miðeyra. Getur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan með því að tryggja að loftflæði og vökvi eigi greiða leið frá miðeyra. Meðferð getur dregið úr eyrnabólgum, sýklalyfjanotkun, ástungum og rörísetningum. Læknar mæla með Otovent. Klínískar rannsóknir sýna gagnsemi við lokun í miðeyra, skertri heyrn eftir eyrnabólgur, óþægindum í eyrum við flug, sundferðir eða köfun. Otovent er einfalt og þægilegt fyrir börn og fullorðna. Rannsóknir sýna góðan árangur. CE merkt. Fæst í apótekum Fyrsta hjálp til að laga og fyrirbyggja eyrnabólgur Viðurkennd meðferð Umboð Celsus ehf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.