Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 57
| ATVINNA |
Kjötiðnaðarmaður
Norðlenska óskar eftir að ráða kjötiðnaðarmann í kjötvinnslu
fyrirtækisins á Akureyri. Um er að ræða fjölbreytt starf í vinnslusal,
m.a. umsjón með reyk- og suðuklefum, söltun, skinkugerð,
afleysing í lögun og fleira sem verkstjóri felur viðkomandi.
Hæfniskröfur:
• Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og frumkvæði
• Góð samskiptahæfni og jákvæðni
• Fagmennska og geta til að vinna undir álagi
• Góð tölvu- og íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar veitir Eggert H. Sigmundsson vinnslustjóri
í síma 840 8858 eða netfang eggerts@nordlenska.is.
Áhugasamir geta sent ferilskrá á netfangið jona@nordlenska.is
eða fyllt út eyðublað á www.nordlenska.is.
Umsóknarfrestur er til 27. september 2013.
Öllum umsækjendum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.
Norðlenska er eitt öflugasta matvælaframleiðslufyrirtæki landsins,
með stórgripasláturhús og kjötvinnslu á Akureyri, sauðfjársláturhús og
kjötvinnslu á Húsavík, sauðfjársláturhús á Höfn og söluskrifstofu í
Reykjavík. Starfsmenn eru um 180 talsins og um 320 meðan á
sauðfjársláturtíð stendur. Meðal þekktustu vörumerkja Norðlenska eru
Goði, KEA, Húsavíkur hangikjöt og Bautabúrið.
Toppfiskur ehf. óskar eftir
Rafvirkja í viðhaldsdeild
Starfssvið
Rafvirki starfar við uppsetningu véla og tækja, viðhald, við-
gerðir og eftirlit með raftækjum, rafkerfum og rafbúnaði til
vinnslu. Rafvirki ber ábyrgð á að öll tæki séu í besta ástandi
sem mögulegt er.
Hæfniskröfur
• Menntun: Rafvirkjamenntun, Vélskólamenntun eða
Iðnaðarmenntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla: Reynsla úr sjávarútvegi eða fiskvinnslu. Þekking
á kælikerfum.
• Sérstakar hæfniskröfur: Almenn tölvukunnátta.
Sjálfstæði, skipulögð og vönduð vinnubrögð. Lipurð í
mannlegum samskiptum, frumkvæði, áhugi, þjónustulund,
snyrtimennska og stundvísi.
Umsóknarfrestur er til og með 21. september nk. Umsóknir
með ferilsskrá og afritum af prófskírteinum óskast sendar á
netfangið: annamarta@toppfiskur.is
VILT ÞÚ STARFA Í
BANKA
ATVINNULÍFSINS?
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Hildur Þórisdóttir, hildur@mp.is, forstöðumaður
markaðs- og mannauðssviðs. Umsóknarfrestur
er til og með 27. september n.k.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um
starfið á heimasíðu MP banka, www.mp.is eða sendið
umsóknir á starf@mp.is. Með umsókn skal fylgja
greinargóð ferilskrá og kynningarbréf. Farið er með allar
umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Um MP banka
MP banki hf. á rætur sínar að rekja til ársins 1999
og starfa 130 starfsmenn í samstæðu bankans.
Forstjóri er Sigurður Atli Jónsson og formaður
stjórnar er Þorsteinn Pálsson. Eignarhald MP banka
er gagnsætt og er eini bankinn sem er að fullu
í eigu einkaaðila, s.s. lífeyrissjóða, fyrirtækja og
einstaklinga.
MP banki sérhæfir sig í að veita íslensku atvinnulífi,
athafnafólki, árfestum og spariáreigendum
úrvals bankaþjónustu, auk alhliða þjónustu á sviði
árfestingabankastarfsemi og eignastýringar.
Starfsemi bankans skiptist í ögur meginsvið:
árfestingabankasvið, eignastýringarsvið,
viðskiptabankasvið og eignaleigusvið.
Starfssvið og ábyrgð
Móttaka viðskiptavina og gesta
Símsvörun og fundaumsjón
Umsjón með póstþjónustu og ýmsum
innkaupum
Skrifstofustörf og stuðningur við öll svið bankans
Ferðabókanir
Hæfni og þekking
Fáguð framkoma, gott viðmót og lipurð í samskiptum
Þjónustulund og vilji til að sinna þörfum viðskiptavina
Gott vald á íslensku og ensku, í rituðu og töluðu máli
Góð almenn tölvukunnátta
Sveigjanleiki og skipulagshæfni
Ármúli 13a / Borgartún 26 / +354 540 3200 / www.mp.is
Tekur þú vel á móti gestum?
Við hjá MP banka leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti viðskiptavinum okkar og gestum bankans.
Við óskum eftir að ráða starfsmann við móttöku viðskiptavina, símsvörun og fundaumsjón.
LAUGARDAGUR 14. september 2013 9