Fréttablaðið - 14.09.2013, Side 98

Fréttablaðið - 14.09.2013, Side 98
14. september 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 58 TÓNLIST: ★★★★ ★ Heimspíanistar í Hörpu Benedetto Lupo lék í Norðurljósasaln- um verk eftir Schumann og Brahms. „Hinn sæli úlfur“ væri íslenska þýðingin á nafni píanóleikarans Benedetto Lupo. Hann kom fram á tónleikaröðinni Heimspíanist- ar í Hörpu á miðvikudagskvöldið. En tónlistin var ekki neitt spangól! Fyrir hlé lék Lupo tvö verk eftir Schumann, lagaflokkana Fantasies- tücke og Nachtstücke. Hinn fyrri er hugleiðingar um sögur eftir E. T. A. Hoffmann. Í þá daga var hann afar vinsæll höfundur sagna um yfir- náttúrulega hluti. Ég má til með að skjóta hér að að Elexírar djöf- ulsins eftir Hoffmann er einhver skemmtilegasta bók sem ég hef lesið. Hún er afar lifandi, og það er svo mögnuð undiralda í henni að það er alveg dásamlegt. Skáldaheimurinn birtist manni ljóslifandi í leik Lupos. Tæknilega séð var spilamennskan óaðfinnan- leg. Píanóhljómurinn var tær og fallegur, sérlega mjúkur og litrík- ur. Litirnir sköpuðu mikla stemn- ingu og flæðið í túlkuninni var akk- úrat eins og það átti að vera. Alls konar atvik og persónur koma fyrir í verkinu; þær voru svo skýrar hér að maður gleymdi stund og stað. Hitt verkið eftir Schumann var ekki síðra, Nachtstücke eins og kom fram að ofan. Það er samið undir mun erfiðari kringumstæðum; Schumann hafði nýfrétt að bróð- ir sinn lægi banaleguna. Eftir því er tónsmíðin myrk og óróleg, líka þegar nánast ekkert er að gerast í henni. Einnig þá finnur maður fyrir einhverju óþægilegu. Aftur kom Lupo tónlistinni til skila af smekkvísi og tæknilegum yfir- burðum. Það var dáleiðandi. Eftir hlé var komið að Brahms. Þeir Schumann voru vinir, en Brahms og eiginkona Schumanns voru samt enn þá meiri vinir. Hversu langt það gekk er ekki vitað. Brahms kvæntist aldrei og sumir hafa reynt að skýra það með því að benda á þá staðreynd að tón- skáldið vann fyrir sér á tánings- aldri með því að vera píanóleikari í hóruhúsi. Hver veit? Í öllu falli er tónlist Brahms innhverfari en sú sem Schumann samdi. Lupo lék hér þrjú svoköll- uð Intermezzi (millispil) op 117, og gerði það af unaðslegri mýkt og tilfinningu. Fyrsta intermezzo- ið er vögguvísa, en það sem á eftir kemur einkennist af myrkri, en þó ljúfsárri, illskilgreinanlegri nostalgíu. Lupo túlkaði hana samt af hófsemi og fyrir vikið streymdi tónlistin alveg óheft í gegnum hann. Sömu sögu er að segja um marg- brotinn lagaflokk, fantasíur op. 116, sem Lupo spilaði stórglæsi- lega. Fantasíurnar einkennast af náttúrustemningum og almennt mögnuðum skáldskap sem ekki er hægt að koma orðum að. En hann var þarna í leik píanóleikarans, það var auðfundið. Komi hann fljótt aftur hingað til tónleika- halds. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Einkar hrífandi túlkun píanóleikarans Benedetto Lupo á verkum eftir Schumann og Brahms. Skáldaheimurinn birtist ljóslifandi HINN SÆLI ÚLFUR Benedetto Lupo heillaði gagnrýnanda Fréttablaðsins upp úr skónum. „Ég hef mikinn áhuga á fólki og reyni að hafa manneskju eða ein- hverja mjög sérstaka stemningu í hverri mynd,“ segir Svava Bjarna- dóttir ljósmyndari sem opnar ljós- myndasýningu í Gerðubergi í dag undir yfirskriftinni Hrópandi þögn. Hvaðan kemur sá titill? „Myndirnar á sýningunni urðu margar til á ferðum mínum um landið sumarið 2012 með góðri vin- konu, Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði. Hún var að vitja minja sem safnið á um allt land og þar fann ég mörg góð myndefni, bæði af húsakosti og fólki sem lifir fremur óhefðbundnu lífi. Þar eru líka eldri myndir frá Gríms- stöðum á Fjöllum. Það eru töfrar við þann stað. Bara á einu kvöldi og einni morgunstund tók ég þar magnaðar myndir. Ein landslags- mynd þaðan er til dæmis algerlega í anda titils sýningarinnar. Gríms- staðir eru ekki lengur við þjóðveg 1 en staðurinn hrópar á mann, víð- ernið er svo mikið og svo er Detti- foss í bakgarðinum.“ Svava átti heima á Gufuskál- um á Snæfellsnesi fyrstu ár ævi sinnar, var þar umvafin sterkri náttúru jökuls, hrauns og ólgandi úthafsöldu og því engin furða þótt fylgi henni kraftur. Hún starfaði sem fjármálastjóri fyrirtækja í mörg ár, síðast hjá Mannviti en hætti þar árið 2012 til að ljúka námi í ljósmyndun. Þurfti ekki hugrekki til? „Jú, en það var sköpunarþörf í mergnum sem fór hvergi,“ segir hún og kveðst hafa kynnst ljós- myndun ung gegnum kærastann sinn sem hún svo giftist. „Það var mjög rómantískt þegar við vorum í myrkraherberginu að vinna við framköllun og stækkun,“ rifjar hún upp. „Síðan hef ég alltaf verið veik fyrir svarthvítum myndum.“ Hún kveðst þó aldrei hafa hugs- að um sig sem listakonu. „Ég var eins og Karitas sem Kristín Marja skrifaði um. Stemningin þegar ég var að alast upp var: Þú þarft bara að vinna, vinkona. Ég var hvorki hvött né lött en hef alltaf málað og teiknað, skorti fyrst og fremst sjálfstraust og það var svo skrítið að þegar ég fór í viðskiptafræðina sofnaði listagenið þyrnirósar- svefni.“ Þar kom þó að Svava keypti sér góða myndavél og var boðið í ljósmyndahóp sem heitir Imagio. Þar kveðst hún hafa fengið hvatn- ingu og að lokum ákvað hún að ljúka námi í ljósmyndun frá New York Institute of Photography. Nú hefur hún líka lært markþjálfun, sem snýst um að ná til fólks og fá það til að virkja sína bestu kosti, og skiptir tíma sínum milli þess að starfa sem rekstrarráðgjafi, mark- þjálfi og ljósmyndari. „Ég vel mér sjálf verkefni í ljósmynduninni,“ segir hún, „og vil hafa það þannig til að halda frelsinu og gleðinni.“ Slóð inn á vef Svövu er www.svava.is gun@frettabladid.is Ég var eins og Karitas Svava Bjarnadóttir ljósmyndari opnar sýninguna Hrópandi þögn í dag klukkan 14 í Gerðubergi í Breiðholti. Þar eru magnaðar myndir af ferðum hennar um landið og allar með skýra tengingu við íslenskt þjóðlíf. SVAVA BJARNADÓTTIR „Ég var hvorki hvött né lött en hef alltaf málað og teiknað,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GRÍMSSTAÐIR Á FJÖLLUM „Það eru töfrar við þann stað,“ segir ljósmyndarinn Svava. MYND/SVAVA BJARNARDÓTTIR Save the Children á Íslandi Óskum eftir karlaröddum tenórum og bössum. Skemmtileg verkefni framundan. Blandaður kór Upplýsingar: 897-9595 Ingunn Email: ingunnsi@simnet.is FRÁBÆR LEIKLISTARNÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN OG UNGLINGA AÐ HEFJAST! SKÖPUNARKRAFTUR, SJÁLFSTRAUST OG GLEÐI! LEYNILEIKHÚSIÐ SKRÁNINGAR Á WWW.LEYNILEIKHUSID.IS www.tjarnarbio.is 20. og 21. sept. kl. 21:00 15. og 22. sept. kl.13:00 MENNING
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.