Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 106

Fréttablaðið - 14.09.2013, Page 106
14. september 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 66 Enn eitt áfallið hefur komið upp hjá Bon Jovi. Trommuleikari sveitarinnar var lagður inn á spítala á dögunum. Samkvæmt heimildum tímaritsins Rolling Stone þurfti að fjarlægja botn- langa trommuleikarans og hefur hljómsveitin þurft að fresta nokkrum tónleikum sökum þess. Söngvari sveitarinnar, Jon Bon Jovi, tilkynnti þetta á vefsíðu sveitarinnar og baðst afsök- unar á þeim óþægindum sem hafa skapast er varða tónleika- frestanir. Gítarleikarinn Richie Sam- bora yfirgaf sveitina ekki alls fyrir löngu eftir þrjátíu ára sam- starf. Enn eitt áfallið hjá Bon Jovi VEIKINDI INNANBORÐS Tico Torres, trommuleikari Bon Jovi, var lagður inn á spítala. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlistarmaðurinn Morrissey, fyrrverandi söngvari The Smiths, hefur hætt við að gefa út sjálfs- ævisögu sína. Ástæðan er ósætti við útgefandann Penguin sem kom upp „á síðustu stundu“. Bókin átti að fjalla um uppvöxt hans í Manchester og samband hans við hinn lagahöfund The Smiths, gítarleikarann Johnny Marr. Samkvæmt yfirlýsingu á aðdáendasíðu Morrissey er söngvarinn að leita sér að nýjum útgefanda fyrir bókina. Tals- maður Penguin vildi ekkert tjá sig um málið. Hættir við sjálfsævisögu MORRISSEY Fyrrum söngvari The Smiths er hættur við að gefa út sjálf- sævisögu sína. Enski leikarinn Colin Firth mun ljá Padding- ton rödd sína í nýrri kvikmynd um þennan fræga björn sem er í bígerð. Aðrir leikarar í kvikmyndinni verða Hugh Bonneville, Nicole Kidman, Julie Walters og Jim Broadbent. Padd- ington sjálfur verður tölvugerður. Paddington er þekktur fyrir ást sína á samlok- um með marmelaði og er nefndur eftir lestarstöðinni í London. Hann birtist lesendum fyrst í bók Michaels Bond, A Bear Called Paddington, sem kom út árið 1958. Barnabækurnar um Padding ton hafa selst í yfir 35 millj- ónum eintaka. Firth talar fyrir Paddington COLIN FIRTH Enski leikarinn talar fyrir björninn Padding- ton í nýrri kvikmynd. 10,2% Tekjur í miðasölunni í Bandaríkjunum og Kanada jukust um 10,2% frá því í fyrra. 408.600.000 Iron Man 3 var vinsælasta mynd sumarsins með tekjur upp á 408,6 milljónir dala. Samanlagt þénaði hún 1,2 milljarð dala á heimsvísu. Járnmaðurinn kostaði 200 milljónir dala í framleiðslu. 355.000.000 Teiknimyndin Despicable Me 2 var næst- vinsælust og halaði inn um 355 milljónir dala. Á heimsvísu nema tekjur hennar um 820 milljónum dala. Hagnaðurinn var mikill því myndin kostaði aðeins 76 milljónir dala. 6,6% Kvikmyndahúsagestum fj ölgaði um 6,6% og voru um 573 milljónir. 6 Sex vinsælustu myndirnar vestanhafs voru framhaldsmyndir, forsögur eða nýjar útgáfur af gömlum myndum. 88.400.000 The Lone Ranger olli gríðarlegum von- brigðum og afl aði aðeins 88,4 milljóna dala í N-Ameríku. Myndin var rándýr og kostaði rúmlega 215 milljónir dala í framleiðslu. 60.000.000 Aft er Earth með Will Smith og son hans Jaden í aðalhlutverkum kostaði 130 milljónir dala en þénaði aðeins 60 milljónir vestanhafs. 157.000.000 Gamanmyndin The Heat með Söndru Bullock og Melissu McCarthy fékk betri aðsókn en margir bjuggust við. Miðasölutekjur hennar námu um 157 milljónum dala. Járnmaðurinn var vinsælastur í sumar Tekjur af miðasölu í norður-amerískum kvikmyndahúsum í sumar jukust töluvert frá því árið áður og námu 4,7 milljörðum dala. Stærstan þátt í því áttu myndir á borð við Iron Man 3, Man Of Steel og Despicable Me 2 á meðan „fl oppin“ The Lone Ranger, Aft er Earth og The Wolverine ollu miklum vonbrigðum. Þetta er bara mjög jákvæð tilfinn- ing,“ segir Óskar Jónasson, leik- stjóri og einn handritshöfundur Pressu III, spurður hvernig þessi tilnefning leggist í hann. „Það hefur verið mín tilfinning að hver sería af Pressu hafi verið sterkari en sú á undan og mér finnst þetta vera staðfesting á því.“ Í ár bárust dómnefnd Prix Europa rúmlega 670 innsendingar frá 35 löndum í Evrópu og Óskar segir rjómann af evrópsku sjón- varpsefni vera tilnefndan til þess- ara virtu verðlauna. „Þetta eru nokkurs konar Emmy-verðlaun Evrópu, stór og virt hátíð og það er mikill heiður að vera meðal þeirra tilnefndu.“ Spurður hvort vinna sé hafin við fjórðu seríu Pressu segir Óskar að það séu farnar af stað vangaveltur og bollaleggingar en ekki sé búið að taka ákvörðun um framleiðslu. „Þessi tilnefning ýtir væntanlega undir það að hún verði framleidd og við stefnum auðvitað að því að hún verði enn betri en Pressa III,“ segir hann. Pressa III var framleidd af Sagafilm og frumsýnd á Stöð 2 haustið 2012. Serían var tilnefnd til tíu Edduverðlauna árið 2013 og hlaut verðlaun í flokknum Leikið sjónvarpsefni ársins. Þá fékk aðal- leikkonan Sara Dögg Ásgeirsdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aðalhlutverki. Óskar leikstýrði og skrif- aði jafnframt handritið ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni, Mar- gréti Örnólfs dóttur og Sigurjóni Kjartanssyni. - fsb Pressa III tilnefnd til Prix Europa 2013 Sjónvarpsserían Pressa III er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna Prix Europa 2013 sem besta evrópska dramaserían. Óskar Jónasson leikstýrði. LEIK- STJÓRINN ÓSKAR JÓNASSON leikstýrði Pressu III og var jafn- framt einn handrits- höfunda. Hann segir tilnefninguna staðfesta gæði seríunn- ar. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.