Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 4
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SJÁVARÚTVEGUR Síðustu vikur hafa tvö línuveiðiskip verið seld til Íslands frá sveitarfélaginu Vogsey (Vågsøy) í Noregi. Nú síðast var gengið frá sölu á skipinu Polarbris til Hraðfrystihúss Hellissands. Að sögn Ólafs Rögnvaldssonar, fram- kvæmdastjóra og eiganda Hrað- frystihússins, er von á skipinu um miðjan nóvember. Polarbris er smíðað árið 1999, 43 metra langt og 9 metra breitt. Skipið er aðeins minna og tveimur árum eldra en línuveiðiskipið Car- isma Star sem Samherji keypti í ágúst frá Vogsey. Það skip, sem nú hefur fengið nafnið Anna AE 305, er 52 metra langt og 11 metra breitt. Kaupverð skipanna hefur ekki verið gefið upp en gefa má sér að um allmikla fjárfestingu sé að ræða. Heimildir blaðsins herma þó að samanlagt geti kaupverð skipanna verið nálægt tveimur milljörðum króna. Verð á nýlegu vel til höldnu skipi af þessari stærð geti verið frá 8 til 900 hundruð milljónir og farið vel yfir milljarð króna. Seljendur skipanna eru norsku útgerðirnar Carisma Fish og Atlantic Seafish. Ólafur segir kaupin hafa gengið nokkuð hratt fyrir sig og að skipið komi í staðinn fyrir annað eldra sem hætt verði að nota. „Staðreyndin er sú að íslenski skipaflotinn er orðinn svo gamall að hann er að stórum hluta ekki á vetur setjandi,“ segir hann. „Og botnfiskveiðiskipin eru mörg mjög gömul.“ Meðalaldur stærri skipa íslenska flotans er talinn vera um og yfir 30 árum. Skipin frá Vogsey yngja því flotann, 12 og 14 ára gömul. „En auðvitað eru alltaf dálítil tímamót þegar það er endurnýjað. Síðast keypti ég skip frá Noregi árið 2008.“ Ólafur segir að áður en farið verði að gera nýja skipið út þurfi samt að gera á því nokkrar breytingar til að laga það að íslenskum aðstæðum og regluverki. „Það er svo merkilegt að ekki er sami björgunarbúnaðurinn í íslenskum skipum og norskum,“ segir hann. Jafnframt þurfi að upp- færa kælikerfi skipsins þannig að hætt verði að nota freon til kælingar og ammoníak notað í staðinn. Vogsey er um 80 kílómetra suð- vestur af Álasundi. Í umfjöllun NRK í Noregi er bent á að með skip- unum tveimur fari 64 störf. Í viðtali við NRK segist Kåre Furnes, einn eigenda Atlantic Seafish sem seldi Polarbris, vona að þeir 30 sem missa hjá þeim vinnuna finni störf annars staðar. „Þetta er fín áhöfn og alltaf vinnu að fá fyrir gott fólk,“ segir hann. Óráðið sé hvað gert verði við kvótann, eða hvort keyptur verði nýr bátur. olikr@frettabladid.is 1.082 fullgerðar íbúðir voru byggðar á landinu árið 2012. Árið 2011 voru þær 565 og árið þar á undan 1.148. Heimild: Hagstofa Íslands. Í NÝRRI HEIMAHÖFN Línuveiðiskipið Anna AE 305 í höfn á Akureyri. Í ágúst keypti Samherji skipið, sem þá hét Carisma Star, af útgerð í sveitarfélaginu Vogsey í Noregi. Nú hefur annað skip aðeins minna verið selt þaðan til Íslands. MYND/SAMHERJI STJÓRNMÁL Fulltrúaráð sjálfstæðismanna í Reykjavík ákveður í dag hvort farið verði í leið- togakjör í borginni eða hvort farið verði í hefð- bundið prófkjör. Formaður Varðar, stjórnar full- trúaráðsfélaganna, lagði fram tillögu þess efnis á fundi í gær og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, þrír sátu hjá. Leiðtogakjör er blönduð leið. Í henni felst að haldið er leiðtogaprófkjör, fulltrúarráðið kýs svo um hverjir eiga að skipa annað til tíunda sæti listans. Uppstillingarnefnd ákveður síðan hverjir skipa ellefta til þrítugasta sæti listans. Hin leiðin er prófkjör þar sem allir sem skráðir eru í Sjálfstæðisflokkinn taka þátt í valinu, en það er sú leið sem oftast hefur verið farin. Í fulltrúaráðinu eiga sæti um 1.400 full- trúar. Verði farið í leiðtogakjör verða tveir þriðju fundarmanna í dag að samþykkja það. Aftur á móti þarf aðeins helmingur fundar- manna að samþykkja prófkjörsleiðina. „Það er lýðræðislegt og gott að gera þetta svona. Það hefur alltaf verið opið fyrir báðar leiðir og okkur finnst eðlilegt að fulltrúaráð fái að velja um hvor leiðin verður farin,“ segir Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar. - jme, ebg Valið verður á milli leiðtogakjörs eða hefðbundins prófjörs hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík: Sjálfstæðismenn í borginni velja leið í dag VALHÖLL Skiptar skoðanir eru um hvaða leið skuli farin við val á framboðslista flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓLK „Mér fannst vanta eitthvað til að lífga upp á hvíta veggina – eitt- hvað sem börnin gætu haft ánægju af að horfa á,“ segir Sigurfinnur Sigurfinnsson, fyrrverandi myndmenntakennari í Vestmannaeyjum. Krakkakrókur var opnaður á biðstofunni á Heilsugæslustöðinni í Eyjum nýlega. Sigurfinnur hefur á tveimur dögum breytt króknum í sannkallaðan ævintýraheim. Þar hafa þekktar ævintýrapersónur lifnað við svo sem Litla hafmeyjan, Mikki mús og Aladdín og fleiri eiga eftir að bætast við. Myndirnar eru gjöf Sigurfinns til barnanna í Eyjum því hann gefur bæði efni og vinnu. „Það eru engin leikföng til á biðstofunni og ég skora á verslunareigendur í Vestmannaeyjum að bæta úr því,“ segir hann. - jme Sigurfinnur Sigurfinnsson málar myndir til að gleðja börn Biðstofu breytt í ævintýraland ÆVINTÝRIN LIFNA VIÐ Sigurfinnur kenndi myndmennt í 44 ár í Eyjum. Hann ákvað að mála ævintýramyndir á kuldalega veggi heilsugæslustöðvarinnar, börnum og fullorðnum til ánægju. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR AKUREYRI Nýr samningur verður undirritaður á þriðjudaginn kemur milli Akureyrarbæjar og Fallorku, um að hið síðarnefnda reisi og reki nýja 3,3 MW vatnsaflsvirkjun í Glerá ofan Akureyrar. Í tilkynningu segir að megin- markmiðið með framkvæmdinni sé að nýta endurnýjanlega nátt- úruauðlind til að framleiða raf- orku á hagstæðu verði fyrir við- skiptavini Fallorku. - bl Nýr samningur undirritaður: Reisa 3,3 MW virkjun í Glerá SVÍÞJÓÐ Hætta á að aldursgreina unga hælisleitendur í Svíþjóð með röntgenrannsókn á beinum og tönnum. Sænska útlendinga- stofnunin vill að barnalæknar sjái um aldursgreininguna en þeir hafa neitað. Lars Almroth yfirlæknir segir erfitt að meta aldurinn. Stúlka geti verið fullvaxta 15 ára auk þess sem kynþroski 16 ára pilts geti verið meiri en 19 ára pilts. - ibs Aldursgreining flóttamanna: Barnalæknar skorast undan AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ KEMUR HEILSUNNI Í LAG EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA Íslenskar útgerðir kaupa tvö norsk skip Norska ríkisútvarpið (NRK) bendir á að 64 störf tapist á norsku landsbyggðinni við sölu tveggja skipa til Íslands. Nú síðast keypti Hraðfrystihús Hellissands línuveiði- skipið Polarbris. Áður keypti Samherji skipið Carisma Star sem nú heitir Anna AE. Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Hæg breytileg en vaxandi SA-átt seint. VÆTA MEÐ KÖFLUM Gengur í suðaustanátt á landinu í dag með vætu sunnan og vestan til. Dregur úr vindi og úrkomu á morgun en víða skúrir. 7° 5 m/s 9° 6 m/s 8° 7 m/s 8° 12 m/s Á morgun 5-10 m/s. Gildistími korta er um hádegi 8° 5° 10° 6° 6° Alicante Basel Berlín 28° 16° 15° Billund Frankfurt Friedrichshafen 17° 16° 17° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 16° 16° 26° London Mallorca New York 17° 28° 23° Orlando Ósló París 29° 17° 19° San Francisco Stokkhólmur 21° 11° 8° 4 m/s 8° 5 m/s 7° 5 m/s 10° 4 m/s 9° 2 m/s 8° 2 m/s 4° 6 m/s 9° 7° 10° 9° 8° Það er svo merkilegt að ekki er sami björgunar- búnaðurinn í íslenskum skipum og norskum. Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.