Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 8
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 DÓMSMÁL Tekist verður á um það fyrir Hæstarétti í næsta mánuði hvort skuldsettar yfirtökur og öfugur samruni séu lögleg eða ekki. Það er hluti af mála tilbúnaði atvinnurekandans fyrrverandi Eyvindar Jóhannessonar í máli hans gegn endurskoðunarskrif- stofunni KPMG að svo sé ekki. Hæstiréttur hefur ákveðið að fimm dómarar skuli dæma málið. Í lögum um Hæstarétt segir að þrír dómarar geti skipað dóm í einkamáli „ef úrslit þess varða ekki mikilvæga hagsmuni“. Það hefur verið gert í miklum meiri- hluta einkamála undanfarin misseri. Í málinu sem um ræðir krefur Eyvindur Jóhannesson, ríf- lega sextugur fyrrverandi eig- andi fyrir tækisins Vinnulyfta, KPMG um 213 milljónir – um 300 milljónir með dráttarvöxtum – vegna aðildar fyrirtækisins að sölu Vinnulyfta árið 2007. Eyvindur sakar KPMG um óheilindi og að hafa snuðað sig um féð þegar endurskoðunarskrif- stofan hafði milligöngu um kaup annarra á fyrirtækinu. Fulltrúar KPMG höfðu samband við Eyvind og sögðust vera með áhugasama kaupendur að fyrir- tækinu. Sá kaupandi var fyrir- tækið FS21 ehf., skúffufyrirtæki stofnað af og í eigu KPMG. Síðar kom í ljós að á meðal þeirra ein- staklinga sem áttu eftir að eignast FS21 var einn af lykilstjórnendum Vinnulyfta. „Stefnandi telur að stefndu hafi á öllum stigum kaupferlis- ins bakað sér bótaskyldu,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar, þar sem KPMG og endurskoðendur þar voru sýknuð af kröfunum. „Þá hafi stefndu leynt stefnanda mikilsverðum upplýsingum, unnið með lykilstarfsmönnum stefn- anda á bak við hann, verið ófag- legir og óvandvirkir, virt að vett- ugi ákvæði laga og þá sérstaklega einkahlutafélagalaga og beinlínis unnið gegn hagsmunum hans eftir undirritun kaupsamnings,“ segir þar enn fremur. KPMG hafi „nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart honum og vitað að hann treysti leiðsögn þeirra við hagsmuna- gæslu fyrir sína hönd“. Eyvindur telur að KPMG hafi haft hlutverk löggilts fasteigna- og fyrirtækjasala í viðskiptunum og hafi því borið að gæta hagsmuna hans til jafns á við kaupandann. Þessu mótmæltu KPMG-menn – þeir hefðu eingöngu unnið fyrir kaupandann. Niðurstaða dómar- ans var að ósannað væri að lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa hefðu átt að gilda um KPMG í málinu. Þá telur Eyvindur einnig að hin skuldsetta yfirtaka hafi verið í ósamræmi við lög um einkahluta- félög, þar sem segir að fyrirtæki megi ekki lána fyrir kaupum í sjálfu sér, og gert það að verkum að fyrirtækið gat ekki staðið í skilum með greiðslur til hans þegar upp var staðið. Þessu mótmælti KPMG og sagði bankahrunið hafa leitt til gjaldþrots Vinnulyfta. Héraðs- dómurinn taldi annað ósannað. Hæstiréttur fjallar hins vegar um málið 23. október. stigur@frettabladid.is Skuldsett yfirtaka og öfugur samruni er það kallað þegar félag slær lán til kaupa á öðru félagi og móðurfélagið er síðan látið renna inn í dótturfélagið ásamt skuldinni fyrir kaupunum. Þar með hefur félagið skipt um hendur en staða þess ekki breyst að nokkru leyti nema því að það er orðið mun skuldsettara fyrir vikið. Viðskipti sem þessi hafa verið mjög umdeild og sögð hafa valdið íslensku efnahagslífi miklu tjóni. Ríkisskattstjóri og fleiri hafa lýst yfir efasemdum um lögmæti þeirra. Hvað er skuldsett yfirtaka? Tekist á um lögmæti skuld- settra yfirtakna í Hæstarétti Fimm hæstaréttardómarar fjalla um mál manns sem sakar KPMG um að hafa svikið sig um 213 milljónir. Hann tapaði málinu í héraðsdómi. Á meðal ágreiningsefnanna er hvort skuldsettar yfirtökur séu löglegar. HÆSTIRÉTTUR Deilan um söluna á Vinnulyftum er nú komin fyrir Hæsta- rétt. Þar verður tekist á um ýmis álitamál, meðal annars skuldsettar yfir- tökur. Viðskiptavinir VÍS með F plús fjölskyldutryggingu geta sótt flotta og hlýja húfu með endurskini á næstu þjónustuskrifstofu. Sjáumst með F plús VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS SÝRLAND Rússar segjast hafa fengið gögn sem sanna að uppreisnarmenn hafi beitt efnavopnum í Sýrlandi. Sergei Ríabkov, aðstoðarutan- ríkisráðherra Rússlands, fullyrti þetta í gær í Sýrlandi, þar sem hann hitti meðal annars Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Efnavopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest, með rann- sóknum á vettvangi, að efnavopnum hafi verið beitt gegn almenningi í úthverfum Damaskusborgar í síðasta mánuði. Í skýrslu rannsóknarteymisins er ekkert fullyrt um hvort stjórn- völd eða uppreisnarmenn hafi notað efnavopnin en stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakk- landi og Þýskalandi hafa fullyrt að allt bendi til þess að það hafi verið sýrlenski stjórnarherinn sem stóð að þeim árásum. Rússar hafa frá upphafi lýst miklum efasemdum um að Sýrlandsstjórn hafi átt hlut að máli og segja miklu meiri líkur á því að uppreisnarmenn hafi gert efnavopna árásir og þá líklega í þeim tilgangi að koma sökinni á stjórnarherinn. - gb Sýrlandsstjórn afhenti Rússum gögn um efnavopnanotkun: Segja uppreisnarmenn seka STRÍÐIÐ HELDUR ÁFRAM Uppreisnar- menn æfa sig í Aleppo. NORDICPHOTOS/AFP FERÐAÞJÓNUSTA Stjórn Faxaflóa- hafna vill stuðla að hafnsækinni ferðaþjónustu á Akranesi. Félagið á húseignir við Faxabraut. „Ef stuðla skal að ferðaþjón- ustu í Akraneshöfn er ljóst að breyta þarf notkun einhverra húsa á svæðinu, en sem stendur er ekki mikið líf í þeim bygging- um sem liggja með Faxabraut,“ segir í minnisblaði sem lagt var fyrir stjórn Faxaflóahafna. Sam- þykkt var að auglýsa svokallað hafnarhús til sölu eða leigu undir veitingastarfsemi eða annað sem styrkir ferðaþjónustu. - gar Faxaflóahafnir á Akranesi: Ferðaþjónusta styrkt í bænum GRIKKLAND, AP Lögregla réðst inn á skrifstofur Gylltrar dögunar í gær, eftir að liðsmaður þessa stjórnmálaflokks grískra ný- nasista hafði verið handtekinn. Hann er sakaður um morð á Pavlos Fyssas, rappara sem gagn- rýnt hefur nýnasista. Fyssas var stunginn á götu fyrir utan kaffi- hús í Aþenu og lést skömmu síðar. Vinstri jafnt sem hægri flokkar í Grikklandi hafa fordæmt morðið og efnt hefur verið til mótmæla í Aþenu og Þessalóníku. - gb Morð framið í Aþenu: Húsleit var gerð hjá nýnasistum LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fimm- tugsaldri var handtekinn nýverið eftir að tollverðir fundu tugi túss- penna sem höfðu verið fylltir með steradufti. Tússpennarnir komu með sendingu frá Hong Kong og var hún stíluð á íslenskan ein- stakling. Steraduftinu var komið fyrir í plastpokum sem faldir voru í pennunum. Lögreglan fór í hús- leit í Kópavogi í kjölfarið og var þar lagt hald á töluvert magn af sterum, allnokkuð af skotfærum og búnað til lyfjaframleiðslu. - bl Sterar í tússpennum: Fundu stera frá Hong Kong FALIÐ Í TÚSS Sterarnir sjást þarna gægjast út úr tússpennanum. KANADA Fimm fórust og sex slös- uðust þegar lest skall á strætis- vagni rétt fyrir utan Ottawa, höfuð borg Kanada, í gær. Farþegar eru sagðir hafa öskrað á vagnstjór- ann og skipað honum að stoppa þegar hann keyrði í gegn um lokað öryggishlið við lestarteinana. Að sögn farþega í vagninum nauðhemlaði vagnstjórinn þegar öskrað var á hann en þá var það um seinan. Fremsti hluti vagns- ins rifnaði af við höggið. Enginn lestarfarþeganna slasaðist. - hva Lestarslys í Kanada: Strætisvagn ók í veg fyrir lest
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.