Fréttablaðið - 19.09.2013, Page 10

Fréttablaðið - 19.09.2013, Page 10
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | Frábærar McCain franskar á 5 mínútum Franskar kartöflur í sérflokki sem þú töfrar fram á augabragði. Einföld og fljótleg matreiðsla og algjör sæla fyrir bragðlaukana. Prófaðu núna! „Ég er búinn að lifa og hrærast í þessum félagsmálum í 28 ár og það er sama hversu þróttmikill og ákafur maður er, það kemur alltaf sá tími þegar það er betra að aðrir taki við og haldi barátt- unni áfram,“ segir Arthur Boga- son, formaður Landssambands smábátaeigenda. Hann tilkynnti á sunnudag að hann hygðist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku en Arthur hefur verið formaður sambandsins frá stofnun þess 5. desember 1985. Arthur hefur á þeim tíma einnig komið að stofnun Samtaka strandveiði- manna í Norður-Atlantshafi og setið sem formaður Alþjóðasam- taka strandveiðimanna frá árinu 2004 til 2012. Samstaðan skilað mestu Arthur var aðalhvatamaður að stofnun Landssambands smá- bátaeigenda. Hann kallaði saman undirbúningsfund í Reykjavík á þrítugsafmæli sínu þann 21. ágúst 1985, sem lagði grunninn að stofnun sambandsins. Þá hafði hann sjálfur verið til sjós meira og minna frá 14 ára aldri. „Ég fór út í þessi félagsmál í þeim tilgangi að gera starfs- umhverfi mitt og annarra trillu- karla á Íslandi bærilegra. Á þeim tíma hefur sambandið unnið alveg ótrúlega sigra. Ég get nefnt sem dæmi að þegar við hófum þessa baráttu þá gaf þáverandi sjávar- útvegsráðherra, Halldór Ásgríms- son, út reglugerð sem hljóðaði á þann veg að smábátaflotinn mætti einungis veiða um tíund af því sem hann veiðir í dag,“ segir Arthur. Hann bendir einnig á að pottur inn sem nú er ætlaður strandveiðum er í dag stærri en heildaraflaheimildir smábáta- flotans voru árið 1985. „Að auki hefur smábátaflotinn undanfarið tekið þátt í uppsjávar- veiðum, með veiðum á makríl og síld, sem skila nokkrum þúsundum tonna á ári. Það er hrein viðbót við okkar veiðar. Þetta eru staðreyndir sem félagið er vonandi stolt af og að mínu mati hvatning fyrir félagsmenn til að halda áfram að vinna saman. Samstaðan hefur ævinlega skilað langmestu.“ Arthur segir Landssambandið í flestum tilfellum hafa talað fyrir almennum réttindum smábáta- eigenda og látið allt sérhagsmuna- pot í friði. „Við kröfðumst frjálsra veiða á stofnfundi sambandsins og gerðum þá almennu kröfu að smá- bátaveiðar yrðu látnar í friði frá öllu kvótaharki og niðurskurði þess tíma, sem hafði ekkert með smábátaflotann að gera. Þessi aðferðafræði sambandsins, að tala fyrir almennum réttindum, bjó til þessa sigra að mínu mati. Mér hefur hins vegar þótt draga úr samstöðunni á síðustu misser- um og að menn innan sambands- ins tali of mikið fyrir sérhags- munum. Það er ekki mín stefna og hefur aldrei verið, þó ég hafi skilning á því að menn tali svona,“ segir Arthur. Langar að skrifa meira Spurður um hvað taki við þegar hann lætur af störfum sem for- maður segir Arthur að hann langi til að skrifa meira. „Ég hef mjög gaman af því að setja saman texta og það er löngu ákveðið af minni hálfu að ég ætla að minnsta kosti að skrifa eina bók um laxveiði. Fiskar hafa heillað mig frá því ég man eftir mér og af einhverjum undarlegum ástæð- um hefur þessi töframáttur þeirra aldrei runnið af mér. Ég hef tekið ástfóstri við laxinn, enda er hann einstaklega áhugaverð lífvera.“ Arthur segir einnig að sig langi að skrifa bók um fiskveiðar og fiskveiðistjórnun. Hann er sann- færður um að nálgun manna á nýtingu fiskistofna í dag sé röng. „Mér er það algjört undrunar- efni að margt prýðilega gefið fólk skuli hanga eins og hundar á roði á aðferðafræði og kenningum sem að mínu viti standast enga skoðun. Það er til dæmis mjög undarlegt að heyra aftur og aftur hvernig fiski- fræðingar blanda vangaveltum um það hvað markaðurinn þolir við sínar ráðleggingar. Þorskurinn er ekkert að pæla í þessum fjandans markaði. Hann fer eftir allt öðrum lögmálum.“ segir Arthur. Hann segir einnig að sig langi til að stunda þá trillusjómennsku sem hann þurfti að leggja til hliðar þegar hann hóf störf sem formaður. Arthur á 25 ára gamla trillu, Dagbjörtu, sem heitir eftir þrettán ára gamalli dóttur hans. „Þegar þessi félagsmálavinna framlengdist alltaf hjá mér þá þurfti ég fyrir rest að taka ákvörð- un um hvort ég vildi sinna henni eða vera á sjó. Ég var það galinn að halda að ég gæti alltaf hoppað aftur út á sjó ef félagsmálin yrðu leiðinleg eða misstu tilgang sinn í mínum augum. Það reyndist mikill misskilningur því það er ekki hlaupið inn í sjávar útveginn, hvorki fyrir mig né aðra. En nú ætla ég að fara í fleiri róðra en ég hef gert undanfarin ár og vera eins og sannur smábátaeigandi, kóngur í mínu ríki.“ Ætlar aftur á sjó og skrifa um lax Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku eftir 28 ára starf. Hann segir sambandið hafa unnið ótrúlega sigra á síðustu þremur áratugum og að samstaða félagsmanna þess hafi þar skilað mestu. KÓNGUR Í RÍKI SÍNU Arthur Bogason er spenntur fyrir því að geta aftur stundað þá trillusjómennsku sem hann lagði til hliðar fyrir um þremur áratugum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Arthur Bogason fæddist á Akureyri þann 21. ágúst 1955. Hann fór snemma til sjós og var bæði á smábátum og stærri skipum þangað til hann var kjörinn for- maður Lands- sambands smábátaeigenda þrítugur að aldri. Arthur keppti áður í kraftlyftingum og bjó um tíma í Dayton í Ohio þar sem hann æfði íþróttina. Hann setti meðal annars tvö Evrópumet í kraftlyftingum. Fyrrverandi kraftlyftingakappi STERKUR Arthur setti á sínum tíma tvö Evrópumet í kraftlyftingum. AVIÐTAL | 10 ARTHUR BOGASON HÆTTIR SEM FORMAÐUR LANDSSAMBANDS SMÁBÁTAEIGENDA Haraldur Guðmundsson haraldur@frettabladid.is Það er til dæmis mjög undarlegt að heyra aftur og aftur hvernig fiski fræðingar blanda vangaveltum um það hvað markaðurinn þolir við sínar ráðleggingar. Þorskur inn er ekkert að pæla í þessum fjandans markaði. Hann fer eftir allt öðrum lögmálum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.