Fréttablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 19. september 2013 | SKOÐUN |
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
11.09.13 - 17.09.13
1 2Heilsubók Jóhönnu Jóhanna Vilhjálmsdóttir Maður sem heitir Ove Frederik Backman
5 Bréfberinn Antonio Skarmeta 6 Lost in Iceland mini ensk Sigurgeir Sigurjónsson
7 Skapaðu þinn heimilisstíl Sesselja Thorberg 8 Efst á baugi Björgvin Guðmundsson
10 Iceland small worldSigurgeir Sigurjónsson9 Inferno Dan Brown
4 Árið sem 2 sekúndur bættust við tímann - Rachel Joyce3 Stígum framSheryl Sandberg
Á degi hverjum berast umheim-
inum fréttir af hryllilegum
glæpum úr borgarastríðinu í Sýr-
landi. Nú hafa Sameinuðu þjóðirnar
staðfest að nauðgunum er beitt þar
til að valda ógn og skelfingu og til
að refsa konum, körlum og börnum.
Þetta á sér stað þegar húsleitir eru
gerðar, við yfirheyrslur, þegar fólk
á leið um vegar tálma og í varðhaldi
og fangelsum víða um landið.
Nýjasta skýrsla Rannsóknar-
nefndar SÞ er átakanleg. Hún lýsir
því meðal annars hvernig móður er
nauðgað og hún þvinguð til að elda
ofan í og þrífa eftir kvalara sína,
undir hótunum um að annars verði
börn hennar myrt. Þar segir einnig
frá háskólanema sem var nauðgað
vegna þess að bróðir hennar var
eftir lýstur af stjórnarhernum.
Sögur sem þessar eru aðeins topp-
urinn á ísjakanum. Ótti, blygðun og
helber barátta um að komast lífs af
veldur því að margir þolendur þora
ekki að stíga fram og segja sögu
sína. Kynferðislegu ofbeldi hefur
verið beitt sem vopni í nánast öllum
stríðsátökum okkar tíma, frá Bos-
níu til Rúanda. Nauðgunum er vís-
vitandi beitt sem hernaðartækni,
í því skyni að ná fram pólitískum
markmiðum: að niðurlægja póli-
tíska andstæðinga, að flæma á brott
eða undir oka fólk af öðrum þjóð-
flokki eða þjóðerni, eða að hræða
heila samfélagshópa til undirgefni.
Í sumum tilvikum er nauðgunum
jafnvel beitt vísvitandi til þess að
smita konur af HIV-vírusnum, eða
slasa þær svo illa að þær geti ekki
alið börn.
Nauðgunum er beitt vegna þess
að það er auðvelt að breiða yfir þær
og hitta fyrir viðkvæmasta fólkið.
Þegar við heimsóttum Lýðveldið
Kongó hittum við móður sem átti
fimm ára dóttur sem hafði verið
nauðgað. Stúlkan sú er of ung til að
geta látið rödd sína heyrast en þján-
ingar hennar og milljóna annarra
fórnarlamba um víða veröld ættu
að vekja fólk til vitundar um nauð-
syn þess að grípa til aðgerða.
Heimsbyggðin hefur gert með
sér samninga um allsherjarbann
við notkun klasasprengja og jarð-
sprengja, eða til að hamla gegn
alþjóðlegu vopnasmygli. Allir þessir
alþjóðasáttmálar voru eitt sinn
álitnir vera draumórar einir. Upp-
spretta þeirra allra var réttlát reiði
fólks um allan heim yfir afleiðing-
unum af notkun þessara vopna sem
leiddi til alþjóðlegrar samstöðu. Það
er tími til kominn að heimsbyggðin
beiti sér með sama hætti gegn
nauðgunum og kynferðisofbeldi á
átakasvæðum.
Inngróin hefð refsileysis
Kjarni vandans er inngróin hefð
refsileysis, þar sem tugþúsundir
nauðgana hafa í hverju landi fyrir
sig ekki leitt til nema fáeinna
ákæra. Mennirnir sem nauðga
föngum í fangabúðum í Sýrlandi
þykjast vissir um að þeir komist
upp með það, enda bendir reynsla
sögunnar til þess að svo sé. Annar
mikilvægur þáttur er skorturinn á
félagslegri umönnun fórnarlamb-
anna, sem í mörgum tilvikum sæta
ævilangri útskúfun, heilsuleysi og
sálrænu áfalli, í ofanálag við þján-
ingarnar sem þau urðu fyrir af
hendi kvalara sinna.
Við höfum sameinast um að beita
okkur í þágu þessa málstaðar vegna
þess að við höfum bæði séð með
eigin augum hvernig kynferðis legt
ofbeldi eyðileggur líf fórnarlamb-
anna og fjölskyldna þeirra. Við
viljum vekja athygli á hinni brýnu
þörf fyrir aðgerðir. Og við skorum
á ríkisstjórnir heims að taka saman
höndum um að gera baráttuna fyrir
því að uppræta stríðssvæðanauðg-
anir að algjöru forgangsmáli.
Við hófum þessa baráttu í fyrra
og erum þakklát fyrir hve mörg
lönd hafa brugðist við henni. Á G8-
fundinum í London í apríl síðast-
liðnum skuldbundu ríkisstjórnir
átta mestu iðnvelda heims, þar á
meðal landa okkar beggja, sig til
að gera tímamótaátak í þessum
efnum. Í júní samþykkti öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna samhljóða
ályktun um að styrkja getu samtak-
anna til að takast á við vandann. 45
aðildarríki SÞ sýndu stuðning sinn
með því að gerast meðflytjendur að
tillögunni – sem er metfjöldi.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna fer fram í New York í næstu
viku, en það er stærsti leiðtoga-
fundur heims á ári hverju. Á þessu
þingi, nánar tiltekið 24. september
næstkomandi, verður lögð fram
ný „Yfirlýsing um skuldbindingu
til að binda enda á kynferðislegt
ofbeldi í stríðsátökum“. Hún hefur
verið samin í samstarfi sérstaks
fulltrúa framkvæmdastjóra SÞ um
kynferðis legt ofbeldi og fulltrúa
á annan tug ríkja frá Mið-Austur-
löndum, Evrópu, Afríku og Asíu,
en leiðtogar þeirra hafa fallist á að
taka upp þessa baráttu með okkur.
Yfirlýsingin mun gefa hverju ein-
asta ríki heims tækifæri til að sýna
afstöðu sína til þessa málstaðar.
Fyrirheit um nýjan
alþjóða sáttmála
Ríkin sem samþykkja yfirlýs-
inguna munu, í fyrsta sinn, lýsa
því yfir að alvarleg kynferðisbrot
í stríði jafngildi alvarlegu broti á
Genfarsáttmálunum og fyrsta við-
auka þeirra. Þetta þýðir að hand-
taka má hvern þann sem grunaður
er um slíka háttsemi, hvar sem
hann er staddur í heiminum.
Yfirlýsingin felur í sér heit um að
heimila ekki að ákvæði um sakar-
uppgjöf fyrir kynferðisbrot séu
sett inn í friðarsamninga, svo að
ekki verður unnt að sópa þessum
glæpum undir teppið og stríðs-
herrar læri að þeir verði dregnir
til ábyrgðar.
Yfirlýsingin gefur fyrirheit um
nýjan alþjóðasáttmála fyrir mitt
næsta ár, sem er til þess fallinn að
auka líkurnar á því að vitnisburður
um slíka glæpi sé viðurkenndur
fyrir rétti og að fleiri fórnarlömb
sjái réttlætinu fullnægt. Hún gefur
enn fremur fyrirheit um að öryggi
og mannvirðing fórnarlamba verði
í fyrirrúmi við rannsókn slíkra
mála á átakasvæðum.
Hún inniheldur einnig ákvæði
um þátttöku kvenna, vernd flótta-
manna og þjálfun fyrir her- og lög-
reglusveitir. Þau lönd sem skrifa
upp á yfirlýsinguna skuldbinda sig
til að setja vernd gegn kynferðis-
ofbeldi á oddann í mannúðar- og
hjálparstarfi á átakasvæðum og til
að aðstoða við að efla bjargir þeirra
ríkja þar sem hættan er mest á að
slíkt ofbeldi eigi sér stað.
Við trúum því að þetta séu allt
áfangar sem hver einasti meðlimur
alþjóðasamfélagsins ætti að geta
stutt. Við vonum því að meirihluti
ríkisstjórna heims muni skrifa
upp á þennan sáttmála og að í sam-
einingu getum við hrint þessum
skuldbindingum í framkvæmd.
Takist okkur það gæti það mark-
að þáttaskil í alþjóðlegu viðhorfi
til nauðgana og kynferðisofbeldis
og síðast en ekki síst markað upp-
hafið að endalokum refsileysis
gerendanna.
Það er margs konar annað órétt-
læti sem heimsbyggðin stendur
frammi fyrir en nauðgun og mis-
notkun hundraða þúsunda kvenna,
karla og barna er ekki lengur hægt
að líða. Við vonum að fólk um heim
allan muni leggjast á árarnar með
okkur.
William Hague
utanríkisráðherra Bretlands
Angelina Jolie
sérstakur sendiherra UNHCR
Upprætum nauðganir
á átakasvæðum
KYNFERÐISLEGT OFBELDI
➜ Nauðgunum er beitt
vegna þess að það er auðvelt
að breiða yfi r þær og hitta
fyrir viðkvæmasta fólkið.
Á VETTVANGI William Hague og Angelina Jolie á vettvangi í Afríku. MYND/BRESKA UTANRÍKISRÁÐUNETIÐ.