Fréttablaðið - 19.09.2013, Page 33

Fréttablaðið - 19.09.2013, Page 33
NEKTARMYND Fyrirsætan Kate Moss mun prýða forsíðu Playboy í janúar næstkomandi. Tilefnið er 60 ára afmæli tímaritsins og fertugsafmæli Moss. Við ákváðum að gera litlar útgáfur af sumum þeim flíkum sem við erum að hanna á fullorðna en ég var að búa til kjólalínu sem mér fannst að myndi líka passa vel í litla kjóla,“ útskýrir Hulda Dröfn Atladóttir en hún og Linda Ósk Guðmundsdóttir hafa sent frá sér barnafatalínu undir heitinu Leyniblómið. Hulda og Linda eru báðar fatahönnuðir og standa að Leynibúðinni á Laugavegi. Þær sauma allt sjálfar og eru með saumavélina uppi við í búðinni. „Við gerum allt í litlu upplagi og því er þróunin hröð hjá okkur,“ segir Hulda. „Hugmyndin fæðist og er fram- kvæmd strax, sem er skemmtilegt. Við erum með vinnustofu annars staðar en líka í búðinni. Þannig getum við haldið áfram að framleiða þegar við erum í búðinni og brugðist við séróskum, til dæmis í stærðum og litum,“ segir hún en fyrstu flíkurnar í Leyniblóminu eru væntanlegar á markaðinn á næstu dögum. „Þetta eru aðallega kjólar og peysur en einnig slaufur á stráka, hárbönd og fleira. Línan verður fáanleg í verslun- inni Fiðrildið.“ Hulda og Linda hafa haldið utan um Leyni búðina undanfarið ár. Hulda lærði fatahönnun við LHÍ en Linda í Kobenhavns mode og design skole í Danmörku. Hulda segir samvinnu þeirra tveggja hafa smám saman undið upp á sig, Leyniblómið sé þó fyrsta verkefnið sem þær vinna alveg í sam- einingu. Það sé öðru- vísi áskorun að hanna á börn en fullorðna. „Maður hugsar meira um praktíska hluti þegar hannað er á börn. Þau stækka hratt og þá þurfa efnin að þola þvotta og gefa vel eftir. Mér finnst mjög gaman að hanna á börn en ekki endilega skemmtilegra en að hanna á fullorðna. Ég mun allavega ekki hætta að hanna á full- orðna þó ég sé byrjuð á barna fatalínu, það er gaman að gera þetta í bland,“ segir Hulda. ■ heida@365.is LEYNIBLÓM Á BÖRN TÍSKA Hulda Dröfn Atladóttir og Linda Ósk Guðmundsdóttir, fatahönnuðir í Leynibúðinni, eru að hanna sína fyrstu barnafatalínu. Fyrstu flíkurnar koma á markaðinn á næstu dögum undir heitinu Leyniblómið. HANNA Á BÖRN Hulda Dröfn Atladóttir og Linda Ósk Guðmunds- dóttir, fata hönnuðir í Leynibúðinni, hafa sent frá sér barnafatalínuna Leyniblómið. MYND/VALLI ÚRVAL AF FALLEGUM YFIRHÖFNUM! ERUM MEÐ ÚLPUR Í MÖRGUM LITUM Opið laugardaga 12:00-15:00 Skipholti 29b • S. 551 0770 www.tk.is NÝTT MUNNBLÁSIÐ - HANDUNNIÐ Fæst eingöngu hjá IV V ha nd un ni ð fr á Íta líu Kanna kr. 7.900.- Glös frá kr. 2.400.- Diskar frá kr. 4.900.- Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 TÆKIFÆRISGJAFIR Frábært buxnaúrval! Stærðir 36-52 GARDEUR – GERKE – GINO - LINDON Bjóðum upp á extra síðar og stuttar buxur! Stretchbuxur, gallabuxur, ullarbuxur, sparibuxur, buxur með teygju allan hringinn… Verð frá 9.980.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.