Fréttablaðið - 19.09.2013, Síða 49

Fréttablaðið - 19.09.2013, Síða 49
FIMMTUDAGUR 19. september 2013 | MENNING | 41 S Ú R M J Ó L K NÝJAR UMBÚÐIR SAMA GÓÐA INNIHALDIÐ Súrmjólkin skipar sígildan sess í matarmenningu Íslendinga og er sjálfsagður hluti af morgunverðarborðinu. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / 1 3 -2 4 9 0 Leikarinn og hjartaknúsarinn Zac Efron, sem varð frægur fyrir leik sinn í High School Musical-myndunum, fór í með- ferð vegna kókaínfíknar sinnar fyrr á þessu ári. Leikarinn var við tökur á myndinni Neighbors í apríl síð- astliðinn þegar aðstandendum myndarinnar fór að gruna að ekki væri allt með felldu. Efron hætti að mæta í tökur og viðurkenndi að hann væri háður kókaíni og fór í meðferð stuttu síðar. Myndin Neighbors er væntanleg í kvikmyndahús vestan hafs í maí á næsta ári. Fór í meðferð Í MEÐFERÐ Leikarinn Zac Efron fór í meðferð fyrr á þessu ári vegna kókaín- fíknar sinnar. NORDICPHOTOS/GETTY Nótnabókin Íslensk söng- lög – með undirleik er komin út. Bókin inniheldur sautján íslenskar söngperlur í útsetn- ingum Einars Scheving og er hún ætluð öllum laglínuhljóð- færum. Einnig getur hún nýst söngvurum, þeim sem leika á hljómahljóðfæri og þeim sem vilja æfa spuna. Hvert lag er prentað í fjórum útgáfum; fyrir C-, Bb- og Eb- hljóðfæri og fyrir hljóðfæri skrifuð í F-lykli. Bókinni fylgir geisladiskur þar sem lögin eru leikin bæði með og án laglínu. Óhætt er að segja að bókin sé skyldueign fyrir alla tónlistar- unnendur, hvort sem þeir spila á hljóðfæri, syngja eða eru áhuga- menn. Bókin er gefin út af Forlaginu. - glp Íslensk tónlist fyrir þjóðina GEFUR ÚT BÓK Einar Scheving tónlistarmaður sér um útsetningar á sautján söngperlum fyrir bókina Íslensk sönglög. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Óskarsverðlaunaleikkonan Kate Winslet og eiginmaður hennar, við- skiptajöfurinn Ned Rocknroll, giftu sig í desember á síðasta ári. Í viðtali við breska dagblaðið The Telegraph var Winslet spurð hvort hún ætli sér að taka upp eftirnafn eiginmanns síns og svaraði hún því neitandi og sagði jafnramt að það hljómaði frekar einkennilega að heita Kate Rocknroll. „Ég hef verið gift tvisvar áður og aldrei breytt nafninu mínu. Mér finnst nafnið mitt vera mjög fallegt og ég vil halda mínu ættarnafni,“ sagði hún. Rocknroll var skírður Ned Abel Smith en lét breyta nafninu sínu fyrir nokkrum árum. Winslet og Rocknroll kynnstust í ágúst árið 2011 þegar þau voru í fríi á bresku paradísareyjunni Necker. Winslet gengur með fyrsta barn þeirra hjóna og er komin rúmlega sjö mánuði á leið. Hún kveðst aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. „Mér líður alveg stórkostlega. Ég dái mæður og allt sem þær gera. Það er mikil breyting að verða foreldri og lífið breytist meira en maður gerir sér grein fyrir. Börnin þín eru þér allt og allt annað skiptir minna máli,“ segir Winslet í viðtalinu. Leikkonan flaug nýverið til Toronto með eiginmanni sínum þar sem hún kynnti nýjustu mynd sína, Labor Day, en hún fjallar um þung- lynda, einstæða móður. Kate Winslet sátt með eft irnafn sitt Breska leikkonan Kate Winslet vill ekki taka upp eft irnafn eiginmanns síns, Ned Rocknroll. HELDUR NAFNINU Breska leik- konan Kate Winslet ætlar ekki taka upp eftirnafn eiginmanns síns, Ned Rocknroll. NORDICPHOTOS/GETTY ➜ Winslet var áður gift Jim Threapleton frá 1998 til ársins 2001 og leikstjóranum Sam Mendes frá 2003 til 2010.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.