Fréttablaðið - 19.09.2013, Page 64

Fréttablaðið - 19.09.2013, Page 64
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 56 Þeir verða kannski ekki allir atvinnumenn í handbolta en vonandi verða þeir að betri mönnum. Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals HANDBOLTI Olís-deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Valsmönnum er spáð Íslands- meistaratitlinum en liðið hefur fengið gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi átök í karladeildinni. Ólafur Stefánsson tók við Val fyrir tímabilið en fáir hafa meiri reynslu og þekkingu á íþróttinni en þessi ótrúlegi karakter. Þjálfarahlutverkið er samt sem áður óreynt og spurning hvernig Valsmenn fara af stað í kvöld þegar þeir mæta Haukum á Hlíðar enda. „Þetta er allt að byrja og við eigum erfiðan leik fyrir höndum í kvöld,“ segir Ólafur Stefánsson. Valsmenn börðust ötullega fyrir sæti sínu í efstu deild undir lok síðustu leiktíðar en liðinu er spáð góðu gengi á þessu tímabili. „Haukar eru með dúndurlið eins og svo mörg önnur í þessari deild. Ég býst í raun og veru við því að við Valsarar verðum jafn- vel í smá vandræðum til að byrja með en vonandi á liðið síðan eftir að slípast saman þegar líður á mótið. Ég er bara sáttur við þessa spá og það er fínt fyrir okkur Valsara að fá þessa pressu. Strákarnir eiga að vita að þeir eiga möguleika á því að ná langt.“ Ólafur Stefánsson hefur ávallt verið nokkuð heimspekilegur í sinni nálgun á íþróttinni en eins og alþjóð á að vita hefur hann verið einn allra besti handknatt- leiksmaður heimsins undan- farinn áratug. „Það hefur alltaf verið mín skoðun að þegar mikils er vænst af manni í íþróttum fara menn að spyrja sig hvað þarf að gera til þess að það verði að veruleika. Ef þú lætur þig ekki dreyma spyrðu þig ekki einu sinni þessara spurn- inga. Þessi spá mun bara ýta við leikmönnum liðsins að finna leið- ina.“ Uppskrift að góðu liði Valsliðið var skipað ungum og efnilegum leikmönnum á síðasta tímabili en Ólafur hefur náð að efla hópinn. Elvar Friðriksson er kominn á ný heim á Hlíðarenda úr atvinnumennsku. Varnar tröllið Ægir Jónsson gekk í raðir félags- ins á ný frá Fram í sumar og síðan komu norðanmennirnir Geir Guð- mundsson og Guðmundur Hólm- ar frá Akureyri. Í Valsliðinu eru núna ungir og efnilegir leik- menn í bland við reynslubolta sem þekkja vel til inni á vellinum. „Fyrst og fremst eru þetta allt saman mjög góðir strákar og flottir karakt- erar sem gerir þennan hóp virkilega þéttan. Svona lítur þetta út í dag en auð- vitað eigum við eftir að lenda í mótbyr í vetur, eins og öll lið, og þá er spurning hvernig strákarnir bregðast við. Karakter leikmanns sést fyrst fyrir alvöru þegar hann tapar leik en ég hef ekki miklar áhyggjur af leikmönnum Vals, þeir kom- ast í gegnum þennan mót- byr þegar að honum kemur. Þú ert í raun loksins orðinn þjálfari þegar þú tapar þínum fyrsta leik. Ég er gríðarlega sáttur við þá leikmenn sem komu til okkar í sumar og runnu þeir mjög smurt inn í liðið. Þ a ð e r síðan mitt hlutverk sem þjálfari að allir leikmenn fái sinn tíma inni á vellinum og að ég vinni sem mest að hag heildarinnar, ásamt því að leikmenn séu sáttir með það sem þeir eru að gera.“ Ólafur hóf sinn feril með Val áður en hann fór út í atvinnu- mennsku. Sem leikmaður lék hann með þýsku liðunum Wup- pertal og Magdeburg en með því síðarnefnda vann hann allt sem hægt er að vinna. Þaðan var ferð- inni heitið til Spánar en hann lék með Ciudad Real á árunum 2003 ti l 2009 þar sem hann lék líklega sinn besta handbolta. Á Spáni vann Ólafur einnig allt sem hægt er að vinna með félags- liði. Árið 2009 gekk þessi vinstri handar skytta til liðs við læri- sveina Guðmundur Guðmunds- sonar í Rhein-Neckar Löwen og fór þaðan í mikið ævintýri til Kaup- mannahafnar og lék eitt tímabil með AG København. Ólafur end- aði síðan í Katar á síðustu leiktíð og á að baki ótrúlegan feril sem handknattleiksmaður. Með lands- liðinu lék Ólafur 330 leiki og vann meðal annars til silfurverðlauna á Ólympíu leikum og til bronsverð- launa á Evrópumóti. Á þessari leið sinni hefur leikmaðurinn leik- ið undir mörgum þjálfurum sem ættu að hafa mótað hann sem þjálfara, en prófið er fram undan og spurning hvernig til tekst. Sigurmenning í Val „Það hefur alltaf verið menningin í Val að liðið á að vinna alla þá leiki sem það spilar og ef það hefur eitt- hvað glatast á undan förnum árum þá er það mitt hlut- verk að endurvekja þá hugsun. Þótt liðið sé með sex mark- verði inni á vell- inum í einu er það alltaf skylda Vals að vinna hvern leik. Það sem gerir íþróttir svona auð- veldar er að maður getur alltaf dæmt árangur út frá sigri eða tapi, vissu- lega eru hlutirnir flóknari en svo. Ég vil sem þjálfari láta öllum leik- mönnum liðsins líða vel á þeim stað sem þeir eru. Það sem er fallegast við Valsliðið er að við erum allir áhugamenn og ég hef alltaf sagt að það sé skemmtilegra að vinna með mönnum sem hafa áhuga á því sem þeir eru að gera en mönnum sem eru bara að stimpla sig inn í og út úr vinnu.“ En hver eru markmið Ólafs Stefáns sonar sem þjálfari? „Ég þarf að læra að koma því sem hefur verið í hausnum á mér í mörg ár frá mér og að það þurfi ekki alltaf einhvern túlk til að þýða það allt. Ég er í ákveðnari mótun og er að þroskast sem einstaklingur. Maður þarf að læra hvernig á að standa fyrir framan menn, vera með ákveðnar hugmyndir og kunna síðan skýringar á þeim. Þannig geta þessar hugmyndir síðan flætt inn í þá hausa sem við á. Maður vill einnig gera allt til þess að leikmenn liðsins verði betri handboltaspilar- ar og einfaldlega betri menn. Þeir verða kannski ekki allir atvinnu- menn en draumurinn er samt alltaf sá að leikmenn liðsins geti litið til baka á þennan tíma og nýtt það sem þeir lærðu í lífinu.“ stefanp@365.is Valshugsunin er að vinna allt Ólafur Stefánsson hefur leik sem þjálfari Vals í kvöld þegar liðið tekur á móti Haukum í Olís-deild karla. Þessi magnaði karakter vill ná til baka sigurmenningunni sem þekktist á árum áður í Val. Leikmenn verða að trúa að þeir geti unnið alla leiki. Þjálfarinn leggur upp með að öllum líði vel í liðinu og fái sinn tíma. ÞJÁLFARI Í MÓTUN Ólafur Stefánsson stýrir Val í sínum fyrsta deildarleik í kvöld er liðið tekur á móti Haukum í Vodafone- höllinni. Liðinu er spáð Íslandsmeistaratitlinum og Ólafur fagnar pressunni sem því fylgir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KAPPAKSTUR Felipe Massa er búinn að missa sæti sitt hjá Ferrari-liðinu í Formúlunni en Kimi Raikkonen hefur verið ráðinn til liðsins í hans stað. Forseti Ferrari, Luca Di Montezemolo, segir að óstöðug- leiki Massa hafi kostað hann sætið hjá Ferrari. Alonso var á sínum tíma ráðinn til Ferrari á kostnað Raikkonen en þeir munu núna þurfa að vinna saman.„Alonso fagnar því að Kimi sé að koma til okkar,“ sagði Di Montezemolo. En hvað með Massa? „Staða Massa var alltaf á hreinu. Hann þurfti að ná árangri rétt eins og liðið. Hann náði því stundum en var mjög óstöðugur. Það verður gott fyrir hann að breyta um umhverfi.“ - hbg Fagnar komu Raikkonen LIÐSFÉLAGAR Alonso og Raikkonen aka báðir fyrir Ferrari. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Gareth Bale spilaði sinn fyrsta leik fyrir Real Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudags- kvöld. Hann kom þá af bekknum og átti þátt í tveimur mörkum Ronaldo, sem skoraði þrennu í 6-1 sigri Galatasaray. Bale skoraði í fyrsta leik sínum fyrir félagið í deildinni um síðustu helgi og hann er hæst- ánægður með byrjun sína hjá félaginu. „Það var frábært að spila í Meistaradeildinni og ein stærsta ástæðan fyrir því að ég kom hingað. Ég kom meðal annars til þess að spila í stærstu keppni heims,“ sagði Bale eftir leikinn gegn Galatasaray en honum fannst allt í lagi að byrja á bekknum. „Undirbúningstímabilið hjá mér var ekki til staðar og ég ræddi þetta við þjálfarann. Ég er bara búinn að æfa í rúma viku og búinn að spila í heildina 90 mínútur í tveimur leikjum. Ég þarf smá tíma til þess að komast í gang.“ „Strákarnir í liðinu hafa annars tekið vel á móti mér og mér líður strax mjög vel hjá félaginu. Ég nýt þess að vera farinn að spila á ný og nú er bara að koma sér í stand og eiga gott tímabil.“ - hbg Bale ánægður með byrjunina SÁTTUR Gareth Bale líður greinilega vel hjá Real Madrid. NORDICPHOTOS/GETTY Akureyri - Fram 19:00 Höllin Akureyri HK - FH 19:30 Digranes Valur - Haukar 20:00 Vodafone-höllin Leikir kvöldsins í Olís-deild karla

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.