Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 66
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 58 Kolbeinn klúðraði víti á Nývangi en Lionel Messi var með þrennu fyrir Barcelona FÓTBOLTI Argentínumaðurinn Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri á Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Kolbeinn Sigþórsson átti ágætan leik með Ajax en lét verja frá sér víti í stöðunni 4-0. Kolbeinn stríddi Barcelona-mönnum ítrekað í fyrri hálfleiknum og átti svo sannarlega skilið að skora. Kolbeinn fór á punktinn á 76. mínútu þegar staðan var orðin 4-0 fyrir Barcelona en vítaspyrnan var ekki nógu góð og Victor Valdes varði vel í markinu. - óój SVEKKELSI Kolbeinn Sigþórsson fékk kjörið tækifæri til að opna markareikninginn í Meistaradeildinni en lét Victor Valdes, markvörð Barcelona, verja frá sér víti undir lokin. Kolbeinn átti annars góðan leik. NORDICPHOTOS/GETTY visir.is Frekari umfjöllun um Meistaradeildina MEISTARADEILDIN E-RIÐILL SCHALKE - STEAUA BÚKAREST 3-0 CHELSEA - BASEL 1-2 1-0 Oscar (45.), 1-1 Mohamed Salah (71.), 1-2 Marco Streller (82.) F-RIÐILL MARSEILLE - ARSENAL 1-2 0-1 Theo Walcott (64.), 0-2 Aaron Ramsey (84.), 1-2 Jordan Ayew, víti (90.+3). NAPOLI - DORTMUND 2-1 G-RIÐILL AUSTRIA VÍN - PORTO 0-1 ATLETICO MADRID - ZENIT 3-1 H-RIÐILL AC MILAN - CELTIC 2-0 BARCELONA - AJAX 4-0 1-0 Lionel Messi (21.), 2-0 Messi (55.), 0 Gerard Piqué (69.), 4-0 Messi (75.). Mörkin: 0-1 Antonio Mossi (17.), 0-2 Juanma Torres (19.), 0-3 Kiko Insa (43.), 0-4 Alfreð Már Hjaltalín (75.), 0-5 Guðmundur Magnússon (87.). ÍA (4-4-2): Páll Gísli Jónsson 4 - Einar Logi Einarsson 4, Ármann Smári Björnsson 5, Thomas Sörensen 4, Hector Pena Bustamante 6– Joakim Wrele 4, Jóhannes Karl Guðjónsson 5, Arnar Már Guðjónsson 3, Hallur Flosason 5 - Garðar Bergmann Gunnlaugsson 5, (73. Jorge Garcia 5), Eggert Kári Karlsson 4 (56. Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4). Víkingur (4-5-1): Einar Hjörleisson 7 - Emir Dokara 6, Insha Bohigues Fransisco 7, Damir Muminovic 7, Samuel Jimenez Hernandez 6 - Alfreð Már Hjaltalín 7, Abdel Farid Zato 7, Juan Manuel Torres 7 (67. Eldar Masic 6), *Björn Pálsson 8, Antonio Jose Espinosa Mossi 7(80. Eyþór Helgi Birgisson -) - Guðmundur Steinn Hafsteinsson 7 (80. Guðmundur Mágnússon -). Skot (á mark): 4-12 (1-6) Horn: 7-3 Varin skot: Páll Gísli 1 - Einar 1 0-5 Mörkin: 1-0 Chukwudi Chijindu (16.), 1-1 Bojan Stefán Ljubicic (44.), 1-2 Jóhann Birnir Guðmundsson (83.), 2-2 Mark Tubæk, víti (86.). Þór (4-5-1): Srdjan Rajkovic 5– Sveinn Elías Jónsson 6, Orri Freyr Hjaltalín 5 (46. Andri Hjörvar Albertsson 5) , Atli Jens Albertsson 5, Ingi Freyr Hilmarsson 5– Orri Sigurjónsson 6, Ármann Pétur Ævarsson 5, Jónas Björgvin Sigurbergsson 5 (66. Edin Besljia -), Jóhann Helgi Hannesson 6, Sigurður Marinó Kristjánsson 5 (77. Mark Tubæk -)– Chukwudi Chijindu 6. Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhansson 6– Endre Ove Brenne 5, Haraldur Freyr Guðmundsson 6, Halldór Kristinn Halldórsson 5, Magnús Þórir Matthíasson 5– Bojan Stefán Ljubicic 6, Einar Orri Einarsson 5, *Jóhann Birnir Guðmundsson 7, Andri Fannar Freysson 5 (53. Frans Elvarsson 5)– Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 (65. Elías Már Ómarsson -), Hörður Sveinsson 6. Skot (á mark): 12-10 (5-6) Horn: 9-3 Varin skot: Rajkovic 4 - Ómar 2 2-2 visir.is Allt um leiki gærkvöldsins PEPSI DEILDIN 2013 STAÐAN KR 18 15 1 2 45-19 46 FH 20 12 5 3 41-22 41 Stjarnan 20 12 4 4 31-19 40 Breiðablik 19 9 6 4 29-22 33 ÍBV 19 8 5 6 23-20 29 Valur 19 6 9 4 37-29 27 Fram 20 6 4 10 25-33 22 Fylkir 20 5 5 10 28-31 20 Keflavík 20 6 3 11 27-42 21 Þór 20 4 6 10 28-43 18 Víkingur 20 3 8 9 20-28 17 ÍA 19 2 2 15 25-51 8 - SKAGAMENN FALLNIR Í 1. DEILD. NÆSTU LEIKIR Fimmtudagur 19. september: 17.00 Breiðablik - KR, ÍBV - Valur Sunnudagur 22. september: 16.00 Valur - KR, Fram - FH, Fylkir - Víkingur, Keflavík - ÍBV, Stjarnan - Breiðablik og Þór - ÍA MARKAHÆSTIR Viðar Örn Kjartansson, Fylkir 11 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram 10 Atli Viðar Björnsson, FH 9 Gary Martin, KR 9 Björn Daníel Sverrisson, FH 9 Chukwudi Chijindu, Þór 8 Baldur Sigurðsson, KR 8 Hörður Sveinsson, Keflavík 8 FÓTBOLTI Þetta hefur verið magnað tímabil fyrir Stjörnukonuna Hörpu Þorsteinsdóttur. Hún varð lang- markahæsti leikmaður Pepsi- deildar kvenna þar sem lið hennar vann alla 18 leiki sína og setti nýtt stigamet. Mikilvægi hennar sést einnig á því að eina tap Stjörn- unnar á öllu tímabilinu var í leik þar sem Harpa var í leikbanni. Við þetta bætist að Harpa var með í sögulegum árangri kvenna- landsliðsins í Svíþjóð í sumar sem komst í fyrsta sinn í átta liða úrslit í úrslitakeppni EM. „Þetta sumar er búið að vera frábært í alla staði og klárlega besta fótboltasumar sem ég hef upplifað. Við erum búnar að spila svo vel að það er frábært að vera sóknarmaður í svona liði. Við erum með boltann nær allan tímann og það er mikið hægt að búa til,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir um sumarið 2013. Það er þó ein staðreynd sem gerir þetta sumar einkar sögu- legt fyrir væntanlegan leikmann ársins í Pepsi-deild kvenna því mörkin hennar 28 skipa henni í efsta sætið yfir markahæstu mömmurnar í sögu deildarinnar. Met Ástu stóð í 28 ár Harpa eignaðist Steinar Karl í apríl 2011 og sneri aftur í boltann í júlí. Harpa skoraði sex mörk í níu síðustu leikjunum sumarið 2011 og hjálpaði Stjörnunni að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Í fyrra skoraði Harpa 17 mörk í 18 leikjum sem var fimmti besti árangur mömmu frá upphafi en sumarið í sumar var engu öðru líkt. Met Ástu B. Gunnlaugsdóttur var búið að standa í 28 ár og frá því áður en Harpa fæddist. Ásta skoraði 20 mörk í 13 leikjum fyrir Breiðablik sumarið 1985 en árið áður eignaðist hún Hólmfríði Ósk Samúelsdóttur sem seinna varð Íslandsmeistari með Blikum eins og mamma hennar. Ásta getur huggað sig við það að hún á enn metið hjá tveggja barna mömmum því Ásta skoraði 12 mörk fyrir Blika sumarið 1992 eða fimm árum eftir að hún eignaðist landsliðskonuna Gretu Mjöll Samúelsdóttur. Saknaði fótboltans „Ég fann það að ég átti auðvelt með að komast í form eftir að ég átti hann og þegar maður er í formi þá getur maður spilað vel ef maður kann fótboltann,“ sagði Harpa og það kom ekkert annað til greina en að koma strax til baka. „Ég saknaði þess að spila fót- bolta þegar ég var ekki með. Ég var dugleg að hreyfa mig á með- göngunni og það hjálpaði mikið til. Maður er háður því að vera að æfa oft í viku og þá hættir maður því ekkert,“ rifjar Harpa upp og hún mærir liðsheildina í Stjörnuliðinu sem hefur nú unnið þrjá titla síðan hún kom til baka. En veit strákur- inn hennar hversu góð mamman er í fótbolta? „Ég held að hann fatti nú ekkert að ég sé eitthvað góð í fótbolta en hann er með það á hreinu að ég fer á æfingu þegar hann er búinn í leikskólanum og hann megi koma að horfa á þegar ég fer að keppa,“ segir Harpa létt. Harpa er alveg á því að mömmu- hlutverkið hafi breytt sér sem fót- boltakonu. „Ég þroskaðist mikið og mætti með annað viðhorf til æfinga. Maður er að fórna tíma frá fjölskyldu og frá honum og þá kannski breytist eitthvað. Þetta er eitthvað sem ég er að gera fyrir sjálfa mig og ég vil gera þetta vel fyrst ég er að setja svona mikinn tíma í þetta,“ segir Harpa. Það er líka alltaf að verða algengara að konur haldi áfram í fótbolta eftir barnsburð og Harpa vekur athygli á þeirri staðreynd. „Það er fullt af mömmum í deildinni núna og það er ekki eins og þetta sé einsdæmi. Það er frá- bært,“ segir Harpa að lokum. Hvort Harpa eða einhver önnur mamma eigi eftir að gera svona vel í markaskorun í deildinni á eftir að koma í ljós en það þarf ein- stakt sumar til þess. ooj@frettabladid.is Markahæsta mamman Harpa Þorsteinsdóttir bætti mömmu-markamet Ástu B. Gunnlaugsdóttur um átta mörk í sumar en engin móðir hefur skorað jafnmikið á einu tímabili í efstu deild á Íslandi. Harpa skoraði 28 mörk í 18 leikjum. Helena Ólafsdóttir ógnaði metinu hennar Ástu B. Gunnlaugsdóttur fyrir fjórtán árum þegar hún skoraði 19 mörk fyrir KR sumarið 1999. Tveimur árum síðar komst Helena upp fyrir Ástu á heildarmarkalistanum og er nú sú mamma hefur skorað flest mörk samtals í efstu deild. Hörpu vantar reyndar aðeins fimm mörk til að jafna met Helenu og það er líklegt til að falla á næsta ári verði Harpa ekki komin út í atvinnumennsku. „Ég hef voðalega lítið pælt í því og hef bara verið að einbeita mér að því að klára þetta tímabil vel. Svo eru landsliðsverkefni fram undan sem mig langar að standa mig vel í. Ef það kemur eitthvert tilboð sem ég get ekki hafnað þá skoða ég það en annars er ég mjög ánægð í Stjörnunni,“ segir Harpa en er von á fleiri börnum? „Það yrði allavega eitthvað óvænt en aldrei að segja aldrei,“ segir Harpa hlæjandi. Annað mömmu-met í sjónmáli Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan 2013 28 Ásta B. Gunnlaugsd. Breiðablik 1985 20 Hrefna Huld Jóhannesd., KR 2007 19 Hrefna Huld Jóhannesd., KR 2008 19 Helena Ólafsdóttir, KR 1999 19 Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan 2012 17 Helena Ólafsdóttir, KR 1997 15 Helena Ólafsdóttir, KR 1998 12 Ásta B. Gunnlaugsd., Breiðablik 1992 12 Íris Sæmundsdóttir, ÍBV 1998 11 Guðrún Jóna Kristjánsd., KR 1996 11 MARKAHÆSTA MAMMAN Á EINU TÍMABILI Í EFSTU DEILD Þórsvöllur Óuppgefið. Erlendur Eiríksson (7) Akranesvöllur 722 áhorfendur Vilhjálmur Alvar (6) STRÁKURINN OG ÍSLANDSBIKARINN Harpa Þorsteinsson sést hér með strákinn sinn Steinar Karl Jóhannesson og Íslandsbikarinn sem hún vann með Stjörnunni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.