Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 70
19. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 62 Uppáhaldsþættirnir mínir eru True Blood og Breaking Bad. Erla Hlín Hilmarsdóttir verslunarstjóri. SJÓNVARPSÞÁTTURINN Rapparinn Ólvin hefur gefið út sitt fyrsta lag. Það heitir Lokasvar og syngur hafnfirska söngkonan Aníta la Scar viðlagið. Rapparinn Sesar A smíðaði takt lagsins og stjórnaði upptökum. Ólvin samdi sjálfur viðlagið og erindin sín. „Ég er að tala um ákveðna manneskju sem ég nafn- greini ekkert. Þetta eru bara gamlir, erfiðir tímar sem ég er að syngja um. Ég er að stíga svolítið upp og skilja þetta eftir,“ segir Ólvin, eða Ólafur Hannesson, spurður út í textann. Myndband við Lokasvar var frumsýnt nýlega á Visí. Þar fær náttúrufegurð Reykjaness og þá sérstaklega Reykjanestáar og Gunnuhvers að njóta sín. - fb Gamlir, erfi ðir tímar Ólvin rappar um gamla, erfi ða tíma í sínu fyrsta lagi. ÓLVIN Rapparinn Ólvin hefur gefið út sitt fyrsta lag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta var nú búið að blunda í mér í einhvern tíma en ég ákvað svo bara að kýla á þetta og pantaði tíma í janúar,“ segir hinn 23 ára gamli Ólafur Hrannar Kristjánsson, starfsmaður í Seljaskóla, um aðdrag- anda húðflúrs á kálfa hans af David Hasselhoff. Ólafur Hrannar skartar nokkrum af skemmti- legustu húðflúrum sem sést hafa á Íslandi. Á kálf- anum er hann einnig með húðflúr af teiknimynda- persónunum Svampi Sveinssyni og Óðríki algaula úr teiknimyndaflokknum um Ástrík og Steinrík. „Þegar ég var í 9. til 10. bekk áttaði ég mig á því hversu mikill snillingur þessi maður er, sérstaklega þegar ég sá tónlistamyndbandið við lagið Jump In My Car,“ segir hann um álit sitt á sjarmörnum. Ólafur Hrannar kveðst mikill áhugamaður um húðflúr. „Ég er með fimm önnur tattú, ég skoða síður og reyni að uppgötva nýja flúrara,“ segir Ólafur Hrannar og bætir við: „Gunnar á Íslensku húðflúrstofunni gerði þetta.“ Ólafur Hrannar við en hann segir að fólk sé almennt mjög hrifið af þessu athyglisverða flúri, enda fjölmargir Hasselhoff-aðdáendur á Íslandi. - glp Elísabet Ronaldsdóttir klippari kemur til með að klippa nýjustu kvikmynd leikstjóranna Davids Leitch og Chads Stahelski, sem ber nafnið John Wick. Þeir félagar hafa áður unnið að myndum eins og The Hunger Games og The Expendables, þó ekki sem leikstjórar. Með aðal- hlutverk í myndinni fara Keanu Reeves og Willem Dafoe. Elísabet er enginn nýgræð- ingur í Hollywood, en hún hefur áður klippt erlendar myndir á borð við Contraband og Inhale, ásamt fjölda annarra kvik- mynda. Elísabet er á mála hjá Willams Morris Endeavor, einni virtustu umboðsskrifstofu í Bandaríkjunum. Aðspurð vildi Elísabet lítið segja um ráðninguna. „Það er búið að ganga frá samningum en ég á eftir að skrifa undir,“ segir Elísabet. „En einhver sagði mér að samningur væri ekki full- tryggður fyrr en maður væri búinn að vinna vinnuna, fá borg- að, kaupa mat og skíta honum,“ bætir hún við létt í bragði. Elísabet má ekkert gefa upp um söguþráð myndarinnar en samkvæmt slúðurmiðlum vestan hafs fjallar myndin um fyrrverandi leigumorðingja hvers drápshvöt kemur upp að nýju eftir að þjófur stelur af honum bílnum og drepur hund- inn hans um leið. - ósk Elísabet aft ur til Hollywood Elísabet Ronaldsdóttir klippir bíómynd með Keanu Reeves í aðalhlutverki. ENGINN NÝGRÆÐINGUR Elísabet er á mála hjá einni virtustu umboðs- skrifstofu Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Reykjavíkurmærin Kristína Mekkín Haraldsdóttir söng bak- raddir á tónleikum ofurgrúppunnar Tired Pony í Barbican Centre í London fyrir skömmu. Í hljómsveitinni eru meðal ann- arra Peter Buck, fyrrum gítar- leikari R.E.M., tveir liðsmenn Snow Patrol, og trommari Belle & Sebastian. „Ég og einn af stofn- endunum, Gary Lightbody úr Snow Patrol, eigum sameiginlegan kunn- ingja. Þannig gerðist þetta,“ segir Kristina, spurð út í þátttöku sína í tónleikunum. Áhorfendur voru um tvö þúsund talsins. Hin 22 ára Kristína flutti til London fyrir fimm mánuðum og er að búa til tónlist með vini sínum. Hún vonast til að fá að vinna aftur með Tired Pony þegar sveitin spilar aftur í London. „Þetta eru miklir fagmenn og allir mjög almennilegir. Það var engin tilgerð í kringum þá og manni leið aldrei eins og nýgræðingi.“ Hún viðurkennir að um mikla og góða reynslu sé að ræða fyrir sig sem upprennandi tónlistar- konu. „Já, reynsla og sambönd líka,“ segir Kristína, sem fékk heimboð til Los Angeles frá Peter Buck og eiginkonu hans. Hún var ein af sex bak- raddasöng- konum á tónleik- unum. Leik- konurnar Kim Topper og Bro- nagh Gallager, sem lék í The Commitments, voru einnig á meðal þeirra. - fb Söng bakraddir hjá ofurgrúppu í London Kristina Mekkin Haraldsdóttir söng bakraddir á tónleikum Peters Buck og félaga í Tired Pony í London. KRISTINA MEKKIN Kristína söng á tónleikum Peters Buck og félaga Tired Pony. PETER BUCK er fyrrum gítarleikari R.E.M. og núverandi meðlimur Tired Pony. ➜ Kristína hitti Harry Styles úr strákabandinu One Direction baksviðs eftir tónleikana og spjallaði við hann. „Það er mjög fínn strákur.“ Skartar skemmti- legum fl úrum Mynd af David Hasselhoff prýðir annan kálfa Ólafs Hrannars Kristjánssonar. MEÐ MÖGNUÐ HÚÐFLÚR Ólafur Hrannar Kristjánsson skartar skemmti- legum flúrum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TILFINNINGARÍK ÁRIÐ SEM TVÆR SEKÚNDUR BÆTTUST VIÐ TÍMANN EFTIR RACHEL JOYCE Líkt og fyrri bók Rachel Joyce, Hin ótrúlega pílagrímsganga Horolds Fry, fer þessi beint á metsölulista. Eftir Rachel Joyce, höfund bókarinnar Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Þýðing: Ingunn Snædal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.