Fréttablaðið - 17.10.2013, Síða 10

Fréttablaðið - 17.10.2013, Síða 10
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 www.volkswagen.is A uk ab ún að ur á m yn d: 1 6“ á lfl eg ur , þ ok ul jó s Volkswagen Polo Sparar sig vel Meðaleyðsla aðeins 5,5 lítrar á hverja 100 km Polo Trendline 1.2 bensín, 70 hestafla, beinskiptur Polo 1.2 bensín kostar aðeins: 2.460.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði REYKJAVÍKURBORG Sameina á Minjasafn Reykjavíkur, Ljós- myndasafn Reykjavíkur, Víkina- Sjóminjasafn og Viðey. Í menningar- og ferðamála- ráði var jafnframt samþykkt að leggja til við borgarráð Reykja- víkur að rekstur og starfsemi sjálfseignarstofnunarinnar Vík- urinnar – Sjóminjasafns Reykja- víkur á Grandagarði yrði yfir- tekin með eignum og skuldum stofnunarinnar og safnið gert að borgarsafni. Breytingin á að taka gildi um næstu áramót. Fulltrú- ar minnihluta Sjálfstæðisflokks í menningar- og ferðamálaráði lýstu sig sammála sameiningunni sem ætlað sé að skila öflugra safni. Ekki sé gert ráð fyrir hag- ræðingu, að minnsta kosti ekki til að byrja með. - gar Samstaða á milli flokkanna: Sameina fjögur söfn í borginni VÍKIN Sjálfseignarstofnunin Sjóminja- safn Reykjavíkur er á leiðinni að verða yfirtekin af borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BANDARÍKIN Leiðtogar demókrata og repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa náð sam- komulagi í harðvítugri fjárlaga- deilu sem nærri var búin að gera ríkissjóð Bandaríkjanna gjald- þrota. Samkomulagið felst í því að ríkið fær heimild til fjármögn- unar til 15. janúar og þar með er tryggt að ekki verður greiðslufall á afborgunum ríkisskulda fyrr en í fyrsta lagi 7. febrúar. Þetta er því aðeins bráða- birgðalausn. Báðar þingdeildir eiga enn eftir að greiða atkvæði um samkomulagið og er talið að nægilega margir repúblikanar hyggist samþykkja það í full- trúadeild til að hægt verði að afhenda Barack Obama lögin til undirritunar í tæka tíð áður en ríkissjóður yrði gjaldþrota, sem myndi annars gerast í kvöld. Þá rennur nefnilega út frestur til að hækka skuldaþak Bandaríkj- anna, sem hefði verið nauðsyn- legt til að ríkissjóður gæti greitt af skuldunum. Ekki er hróflað við heilbrigðis- löggjöf Obama, sem repúblikan- ar höfðu gert kröfur um að yrði afnumin eða í það minnsta frest- að. Þó var samþykkt að bæta ákvæði við heilbrigðislöggjöfina um að kanna þurfi sérstaklega hvort þiggjendur bóta muni í raun þurfa á fé úr ríkissjóði að halda. Obama Bandaríkjaforseti hefur fagnað samkomulaginu og segist treysta því að geta undir- ritað lögin fljótlega. Það voru demókratinn Harry Reid, leiðtogi meirihlutans í öld- ungadeildinni, og repúblikaninn Mitch McConnell, leiðtogi minni- hlutans, sem kynntu samkomu- lagið í gær eftir langar og strang- ar samningaviðræður. „Nú er tími til sátta,“ sagði Reid. Strax er þó komið í ljós að enn er mikill ágreiningur innan Repúblikanaflokksins um málið. Búast má við því að sams konar deilur upphefjist á ný þegar þessi stutti viðbótarfrestur rennur út snemma á næsta ári. gudsteinn@frettabladid.is Gjaldþroti Bandaríkjanna frestað þangað til í febrúar Leiðtogar repúblikana og demókrata í öldungadeild Bandaríkjanna kynntu í gær samkomulag um að fram- lengja greiðsluheimild ríkissjóðs. Þar með getur ríkið greitt afborganir af skuldum sínum nokkra mánuði í viðbót. Engin allsherjarsátt hefur þó tekist innan Repúblikanaflokksins og búast má við deilum áfram. PITSUR Í ÞINGHÚSIÐ Þingmenn jafnt sem starfsfólk þingsins hefur varla getað gefið sér tíma til að matast undanfarið en sá vandi hefur verið leystur með ýmsum hætti. NORDICPHOTOS/AFP SPURNINGUM SVARAÐ Öldungadeildarþingmað- urinn Ted Cruz, repúblik- ani frá Texas, reyndi að svara fjölmiðlum þegar fyrstu fréttir af sam- komulaginu voru teknar að berast. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL „Samfélagslegt tjón vegna kennitöluflakks fyrirtækja skiptir tugum milljarða á ári þannig að það er svo sannarlega mikið vandamál,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmda- stjóri ASÍ, sem segir flakkið bitna á launafólki, heiðarlegum fyrir- tækjum og samfélagslegum sjóð- um. „Við höfum sýnt fram á að það má áætla að tjón af kennitölu- flakki sé yfir 50 milljarðar á ári, sem er 10 milljörðum meira en árlegur rekstur Landspítalans,“ segir Halldór. Sambandið lagði í gær fram til- lögu í sextán liðum um aðgerðir til að sporna við þessu. ASÍ telur nauðsynlegt að taka upp strangari reglur varðandi hæfi einstaklinga til að vera í forsvari fyrir félög með takmarkaða ábyrgð. Tak- mörk verði sett á nafnabreytingar félaga og þá er lagt til að þeir sem ítrekað gerast sekir um kennitölu- flakk missi hæfi tímabundið til að stofna eða vera í forsvari fyrir hlutafélög eða einkahlutafélög. Halldór segir kennitöluflakk meira vandamál hér á landi en annars staðar, sem endurspeglist meðal annars í þeim fjárhæðum sem um ræðir sem og þeirri stað- reynd að á Íslandi eru skráð um 30 þúsund einkahlutafélög en í Danmörku, sem er mun fjölmenn- ari þjóð, séu þau 80 þúsund. Halldór segir mikilvægt að stjórnvöld grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir kennitöluflakk. -fbj Alþýðusamband Íslands lagði fram tillögur í sextán liðum um hvernig mætti vinna gegn kennitöluflakki: Kennitöluflakk kostar tugi milljarða á ári HALLDÓR GRÖNVOLD Aðstoðarfram- kvæmdastjóri ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJARSKIPTI Símaskrá næsta árs verður helguð Rauða krossinum á Íslandi. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, og Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða kross- ins á Íslandi, skrifuðu undir sam- komulag þess efnis í höfuðstöðvum Rauða krossins á Íslandi í gær. Í tilkynningu sem Já sendi frá sér vegna samkomulagsins segir að símaskráin verði meðal annars notuð til að miðla upplýsingum um skyndihjálp til landsmanna. -hg Efla skyndihjálparkunnáttu: Rauði krossinn á símaskránni SKAGAFJÖRÐUR Fimm milljónir í refaveiði Á tímabilinu 1. september í fyrra og út ágúst á þessu ári voru unnir 317 refir og 125 minkar í sveitarfélaginu Skagafirði. Útlagður kostnaður vegna refaveiðanna var fimm milljónir króna og átta hundruð þúsund vegna minkaveiðanna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.