Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 10
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 www.volkswagen.is A uk ab ún að ur á m yn d: 1 6“ á lfl eg ur , þ ok ul jó s Volkswagen Polo Sparar sig vel Meðaleyðsla aðeins 5,5 lítrar á hverja 100 km Polo Trendline 1.2 bensín, 70 hestafla, beinskiptur Polo 1.2 bensín kostar aðeins: 2.460.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði REYKJAVÍKURBORG Sameina á Minjasafn Reykjavíkur, Ljós- myndasafn Reykjavíkur, Víkina- Sjóminjasafn og Viðey. Í menningar- og ferðamála- ráði var jafnframt samþykkt að leggja til við borgarráð Reykja- víkur að rekstur og starfsemi sjálfseignarstofnunarinnar Vík- urinnar – Sjóminjasafns Reykja- víkur á Grandagarði yrði yfir- tekin með eignum og skuldum stofnunarinnar og safnið gert að borgarsafni. Breytingin á að taka gildi um næstu áramót. Fulltrú- ar minnihluta Sjálfstæðisflokks í menningar- og ferðamálaráði lýstu sig sammála sameiningunni sem ætlað sé að skila öflugra safni. Ekki sé gert ráð fyrir hag- ræðingu, að minnsta kosti ekki til að byrja með. - gar Samstaða á milli flokkanna: Sameina fjögur söfn í borginni VÍKIN Sjálfseignarstofnunin Sjóminja- safn Reykjavíkur er á leiðinni að verða yfirtekin af borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BANDARÍKIN Leiðtogar demókrata og repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa náð sam- komulagi í harðvítugri fjárlaga- deilu sem nærri var búin að gera ríkissjóð Bandaríkjanna gjald- þrota. Samkomulagið felst í því að ríkið fær heimild til fjármögn- unar til 15. janúar og þar með er tryggt að ekki verður greiðslufall á afborgunum ríkisskulda fyrr en í fyrsta lagi 7. febrúar. Þetta er því aðeins bráða- birgðalausn. Báðar þingdeildir eiga enn eftir að greiða atkvæði um samkomulagið og er talið að nægilega margir repúblikanar hyggist samþykkja það í full- trúadeild til að hægt verði að afhenda Barack Obama lögin til undirritunar í tæka tíð áður en ríkissjóður yrði gjaldþrota, sem myndi annars gerast í kvöld. Þá rennur nefnilega út frestur til að hækka skuldaþak Bandaríkj- anna, sem hefði verið nauðsyn- legt til að ríkissjóður gæti greitt af skuldunum. Ekki er hróflað við heilbrigðis- löggjöf Obama, sem repúblikan- ar höfðu gert kröfur um að yrði afnumin eða í það minnsta frest- að. Þó var samþykkt að bæta ákvæði við heilbrigðislöggjöfina um að kanna þurfi sérstaklega hvort þiggjendur bóta muni í raun þurfa á fé úr ríkissjóði að halda. Obama Bandaríkjaforseti hefur fagnað samkomulaginu og segist treysta því að geta undir- ritað lögin fljótlega. Það voru demókratinn Harry Reid, leiðtogi meirihlutans í öld- ungadeildinni, og repúblikaninn Mitch McConnell, leiðtogi minni- hlutans, sem kynntu samkomu- lagið í gær eftir langar og strang- ar samningaviðræður. „Nú er tími til sátta,“ sagði Reid. Strax er þó komið í ljós að enn er mikill ágreiningur innan Repúblikanaflokksins um málið. Búast má við því að sams konar deilur upphefjist á ný þegar þessi stutti viðbótarfrestur rennur út snemma á næsta ári. gudsteinn@frettabladid.is Gjaldþroti Bandaríkjanna frestað þangað til í febrúar Leiðtogar repúblikana og demókrata í öldungadeild Bandaríkjanna kynntu í gær samkomulag um að fram- lengja greiðsluheimild ríkissjóðs. Þar með getur ríkið greitt afborganir af skuldum sínum nokkra mánuði í viðbót. Engin allsherjarsátt hefur þó tekist innan Repúblikanaflokksins og búast má við deilum áfram. PITSUR Í ÞINGHÚSIÐ Þingmenn jafnt sem starfsfólk þingsins hefur varla getað gefið sér tíma til að matast undanfarið en sá vandi hefur verið leystur með ýmsum hætti. NORDICPHOTOS/AFP SPURNINGUM SVARAÐ Öldungadeildarþingmað- urinn Ted Cruz, repúblik- ani frá Texas, reyndi að svara fjölmiðlum þegar fyrstu fréttir af sam- komulaginu voru teknar að berast. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL „Samfélagslegt tjón vegna kennitöluflakks fyrirtækja skiptir tugum milljarða á ári þannig að það er svo sannarlega mikið vandamál,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmda- stjóri ASÍ, sem segir flakkið bitna á launafólki, heiðarlegum fyrir- tækjum og samfélagslegum sjóð- um. „Við höfum sýnt fram á að það má áætla að tjón af kennitölu- flakki sé yfir 50 milljarðar á ári, sem er 10 milljörðum meira en árlegur rekstur Landspítalans,“ segir Halldór. Sambandið lagði í gær fram til- lögu í sextán liðum um aðgerðir til að sporna við þessu. ASÍ telur nauðsynlegt að taka upp strangari reglur varðandi hæfi einstaklinga til að vera í forsvari fyrir félög með takmarkaða ábyrgð. Tak- mörk verði sett á nafnabreytingar félaga og þá er lagt til að þeir sem ítrekað gerast sekir um kennitölu- flakk missi hæfi tímabundið til að stofna eða vera í forsvari fyrir hlutafélög eða einkahlutafélög. Halldór segir kennitöluflakk meira vandamál hér á landi en annars staðar, sem endurspeglist meðal annars í þeim fjárhæðum sem um ræðir sem og þeirri stað- reynd að á Íslandi eru skráð um 30 þúsund einkahlutafélög en í Danmörku, sem er mun fjölmenn- ari þjóð, séu þau 80 þúsund. Halldór segir mikilvægt að stjórnvöld grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir kennitöluflakk. -fbj Alþýðusamband Íslands lagði fram tillögur í sextán liðum um hvernig mætti vinna gegn kennitöluflakki: Kennitöluflakk kostar tugi milljarða á ári HALLDÓR GRÖNVOLD Aðstoðarfram- kvæmdastjóri ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJARSKIPTI Símaskrá næsta árs verður helguð Rauða krossinum á Íslandi. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, og Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða kross- ins á Íslandi, skrifuðu undir sam- komulag þess efnis í höfuðstöðvum Rauða krossins á Íslandi í gær. Í tilkynningu sem Já sendi frá sér vegna samkomulagsins segir að símaskráin verði meðal annars notuð til að miðla upplýsingum um skyndihjálp til landsmanna. -hg Efla skyndihjálparkunnáttu: Rauði krossinn á símaskránni SKAGAFJÖRÐUR Fimm milljónir í refaveiði Á tímabilinu 1. september í fyrra og út ágúst á þessu ári voru unnir 317 refir og 125 minkar í sveitarfélaginu Skagafirði. Útlagður kostnaður vegna refaveiðanna var fimm milljónir króna og átta hundruð þúsund vegna minkaveiðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.