Fréttablaðið - 16.11.2013, Síða 28

Fréttablaðið - 16.11.2013, Síða 28
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Þetta eru orðin ansi mörg ár sem ég hef verið á leið-inni með þessa plötu. Ég hef í raun unnið örlítið í henni á hverju ári en ekki „trukkað“ henni í gegn fyrr en núna. Í byrjun árs fékk ég styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans og menningarmála- ráðuneytinu gegn því að platan kæmi út á ákveðnum tíma og síðan þá hef ég nýtt hverja sekúndu í að vinna í henni. Það er auðvitað heil- mikil vinna að vera í fullri vinnu og með fjölskyldu að gera sólóplötu, en þetta er líka rosalega gaman. Ann- ars væri ég nú ekki að þessu,“ segir Ragna Kjartansdóttir sem er ef til vill betur þekkt undir listamanns- nafninu Cell 7. Ragna er ein af stofnmeðlimum hipphopp-sveitarinnar Subterran- ean sem sendi frá sér eina af fyrstu íslensku rappplötunum, Central Magnetizm, árið 1997, en sendir nú frá sér sína fyrstu sólóplötu sem heitir CELLF. Vorkenndi upptökustjóranum Ragna starfar sem hljóðmaður í Stúdíó Sýrlandi og rekur meðal annars ástæðuna fyrir biðinni löngu eftir sólóplötu til námsins í þeim fræðum, en hún nam til hljóðmanns í New York, fæðingarborg hipphopp- tónlistarinnar. „Eftir að Subterranean lagði upp laupana rétt fyrir aldamótin flutti ég til New York til að mennta mig og var þar í fjögur ár. Þegar ég kom aftur til Íslands þurfti ég strax að einbeita mér að ferlinum sem hljóð- maður. Svo stofnaði ég til fjölskyldu og þar fram eftir götunum, en upp- götvaði svo eftir nokkur ár að ég var orðin svo upptekin af hvers- dagsleikanum að mig var farið að þyrsta í að svala sköpunarþörfinni. Maður getur alltaf unnið, ef maður er heppinn, en ég var búin að vera með plötuna í maganum svo lengi og hún var byrjuð að kalla ansi hátt til mín,“ segir Ragna og bætir við að vissulega geti verið erfitt fyrir skapandi einstaklinga, sem hafa eitthvað fram að færa í forgrunni, að starfa lengi bak við tjöldin, eða bak við upptökuborðið í hennar til- felli. „Ég hef aðeins verið að taka upp tónlist en hjá Latabæ, þar sem ég vann í mörg ár, vann ég aðallega við hljóðbrellur og svo með frétta- teyminu hjá Ríkisútvarpinu. Í Sýr- landi sé ég mikið til um hljóðupp- tökur á barnaefni og starfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt.“ Atvinnan getur líka skapað ákveðin vandamál, eins og Ragna komst að þegar hún hóf vinnu við lokahnykk plötunnar ásamt upp- tökustjóranum Gnúsa Yones, en þau störfuðu einmitt saman í Sub- terranean forðum daga. Ragna lýsir samstarfi þeirra sem afar góðu og náttúrulegu, en viðurkennir að hún hafi á köflum kennt í brjósti um hann við gerð plötunnar. „Gnúsi var ekki bara að fá rappara held- ur líka hljóðmann og afskiptasama manneskju sem vill helst hafa putt- ana í öllu,“ segir hún og hlær. „Sem betur fer gerði ég mér fljótlega grein fyrir því að ég þurfti að færa mig yfir í baksætið þegar kom að upptökustjórninni. Ef maður ætlar að gera eitthvað vel þarf maður að einbeita sér algjörlega að því og ég vildi vera hundrað prósent rappari á þessari plötu.“ Upptökustjórn flestra laga plöt- unnar er í höndum Gnúsa Yones sem hefur á síðustu árum snúið sér í ríkara mæli að reggítónlist, meðal annars með sveitinni Amaba Dama, en Ragna segir ekki hafa verið erf- itt að draga upp úr honum gömlu rapptaktana. Gnúsi og Ragna starfa náið saman, en aðrir sem koma mikið að plötunni eru upptökustjór- inn Introbeats úr Forgotten Lores, Andri Ólafsson, bassaleikari Moses Hightower, og söngkonurnar Sunna Ingólfsdóttir, Drífa Sigurðardótt- ir og Lori Wieper, en þeirri síðast- nefndu kynntist Ragna í náminu úti í Bandaríkjunum. Partígírinn eðlislægur Á CELLF kennir ýmissa grasa, enda leggur Ragna mikla áherslu á að hún hafi ólm viljað gera fjölbreytta plötu sem nái til margra, óháð því hvort sérstakur smekkur fyrir rapp- tónlist er fyrir hendi hjá hlustend- um eður ei. Ragna hafði þegar lagt grunninn að þorra laganna þegar hún hóf lokakeyrsluna í byrjun árs en tvö þeirra, upphafslagið Gal Pon Di Scene og I Endorse, sem skartar indversk-ættuðu „sampli“ og texta sem deilir á þörf ungs nútímafólks fyrir skjót- og auðfengna frægð, eru glæný. Þessum tveimur nýju lögum mætti einnig lýsa sem partílögum, hröðum og hressum, en slíkt er ekki upp á teningnum í öllum lögum plöt- unnar. „Ég þurfti markvisst að reyna að færa mig úr stuðgírnum og „frí- stæl“-textagerðinni í sumum lög- unum. Það eru nokkur róleg lög á plötunni, til dæmis Feel Somet- hing og Close to Me, sem eru öðru- vísi en ég hef áður gert. Þar tala Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is Vildi brjótast út úr kassanum Ragna Kjartansdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Cell 7, sló í gegn með Subterranean, einni fyrstu rappsveitinni á Íslandi á tíunda áratugnum. Hún hefur lengi gengið með sólóplötu í maganum og eftir að hafa lært til hljóðmanns í New York, stofnað til fjölskyldu og orðið Íslandsmeistari í karate er stóra stundin loks runnin upp. CELL 7 „Það kom fyrir að ég heyrði um skotbardaga í hverfinu, en í þannig aðstæðum verður maður að beita almennri skynsemi og passa sig að vera ekki að þvælast á hættulegum stöðum eftir að skyggja tekur,“ segir Ragna um dvöl sína í New York þar sem hún lærði til hljóðmanns. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ég um ástina á persónulegan hátt og þykir fyrir vikið mjög vænt um þessi lög. Partí gírinn er mér eðlis- lægur og mér finnst auðvelt að koma mér í hann, en ég vildi hafa eitthvað fyrir alla á plötunni og freista þess að brjótast út úr þess- um kassa sem rapparar eru alltaf settir í,“ útskýrir Ragna, en í text- unum á CELLF verður henni einnig tíðrætt um síðari hluta tíunda ára- tugarins, tímabilið þegar hún byrj- aði sjálf að rappa, Subter ranean hóf starfsemi og eins konar hipphopp- sprenging varð á Íslandi. Barnalegar deilur Í texta lagsins I Spit 90ies virðist Ragna horfa saknaðaraugum til þessa tíma, þegar hún var í raun eina stelpan á íslensku rappsenunni, smávaxin en risastór um leið, fylgin sér og staðráðin í frekari landvinn- ingum. Ragna kynntist Gnúsa Yones, sem rappaði með henni í Subterranean og sér að mestu leyti um upptökustjórn á nýju sólóplötunni hennar, í kringum fimmtán ára aldurinn. „Það voru svo fáir að rappa á þessum tíma en ég frétti af honum og fór ásamt liðinu mínu úr Vesturbænum á rappkvöld í Hólabrekkuskóla til að sjá hann stíga á svið. Vinir mínir vissu að ég var eitthvað að rappa og hentu mér inn í hringinn, þar sem ég fór með nokkrar rímur eftir þá í Mobb Deep, sem voru átrúnaðargoðin mín á þeim tíma. Þá sá hann mig fyrst, en svo hittumst við aftur nokkrum dögum síðar á McDo- nald‘s niðri á Lækjartorgi. Hann sagði mér að ég þyrfti að byrja að semja texta og svo urðum við eiginlega bara strax vinir og stofnuðum hljómsveit.“ TILDRÖGIN AÐ STOFNUN SUBTERRANEAN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.