Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 4
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 25.460 nemendur stunduðu nám á framhaldsskólastigi haustið 2012. Nemendunum fækkaði um 2,6 pró- sent frá fyrra ári og því gekk fjölgun nemenda á framhaldsskólastigi, sem varð á milli áranna 2010 og 2011, að miklu leyti til baka. Formaður Félags grunn- skólakennara segir kenn- ara berskjaldaða og því nauðsynlegt að skýra verklagsferla í málefn- um þar sem kennarar eru ásakaðir um brot í starfi. Umræða hefur vaknað eftir að mál Ragnars Þórs Péturssonar, fyrrverandi kennara í Norðlinga- skóla, kom upp. Skólayfir- völdum í Reykjavík barst ábending í skjóli nafnleyndar þar sem Ragnar Þór var ásak- aður um að hafa brotið kynferðislega á barni meðan hann starfaði sem kennari en ásökunin var úr lausu lofti gripin. Ólafur Loftsson, for- maður Félags grunnskóla- kennara, segir auðvelt að koma í veg fyrir að lítil og saklaus mál verði risavax- in með tilheyrandi afleið- ingum. „Það vantar verk- lagsreglur um hvenær sé ástæða til að málin fari til fræðsluyfir- valda, til barnaverndaryfirvalda og jafnvel til lögreglu.“ Hann telur óeðlilegt að hægt sé að senda inn ábendingar um brot kennara í skjóli nafnleynd- ar. „Það er eitt að vera nafnlaus og annað að njóta nafnleyndar. Í svona máli virðist ekki vera hægt að rekja um hvað málið snýst, frá hverjum það kemur eða kanna sannleiksgildi þess. Við kenn- arar erum berskjaldaðir,“ segir Ólafur. - ebg Formaður Félags grunnskólakennara segir stéttina berskjaldaða: Verklag til verndar kennurum ÓLAFUR LOFTS- SON , Formaður Félags grunnskóla- kennara AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Veðurspá Föstudagur SV-átt 5-13m/s, hvessir með kvöldinu. LÆGÐAGANGUR NÆSTU DAGA Það verða él eða slydda allra syðst en bjartara norðan til á morgun. Úrkoma á öllu landinu á fimmtudaginn en síðan birtir til N- og A-lands á föstudag. Hiti er rétt undir frostmarki og það kólnar lítillega fram að helgi. 0° 11 m/s 1° 13 m/s 0° 10 m/s 3° 11 m/s Á morgun Norðlægar áttir, allhvass vindur víða á landinu. Gildistími korta er um hádegi -2° -1° -1° -2° -3° Alicante Basel Berlín 18° 11° 6° Billund Frankfurt Friedrichshafen 6° 7° 8° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 5° 5° 21° London Mallorca New York 11° 12° 2° Orlando Osló París 19° 3° 11° San Francisco Stokkhólmur 13° 4° -1° 6 m/s 1° 14 m/s 1° 8 m/s 1° 10 m/s -1° 8 m/s -1° 12 m/s -1° -2° 0° 1° -2° Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður FJÖLMIÐLAR Páll Magnússon sagði upp störfum sem útvarpsstjóri í gær. Í tilkynningu sem hann sendi frá sér sagði hann ástæðuna vera þá að hann nyti ekki lengur trausts stjórnarinnar. „Þrátt fyrir illnauðsynlegar nið- urskurðaraðgerðir fyrir skemmstu skil ég stoltur við Ríkisútvarpið á þessari stundu. Samkvæmt öllum þeim mælikvörðum sem við notum til að meta stöðu RÚV hefur hún sjaldan verið sterkari en nú,“ skrif- aði Páll í bréfi til starfsmanna RÚV og bætti við að tekist hefði að skila síðustu fjórum rekstrarárum Rík- isútvarpsins réttum megin við núll- ið. „Af hjartans einlægni þakka ég öllum þeim sem ég hef unnið með hjá Ríkisútvarpinu síðustu átta árin fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf. Saman hefur okkur tek- ist að sigla Ríkisútvarpinu í gegn- um bankahrun, niðurskurðarað- gerðir og almennan trúnaðarbrest í samfélaginu – með rekstur, traust og vinsældir í góðu horfi. Það var ekki sjálfgefið,“ skrifaði hann. Páll hafði verið gagnrýndur eftir að hann sagði upp tugum manns hjá RÚV á dögunum í hagræðingarað- gerðum vegna niðurskurðar stjórn- valda. Einhverjum þótti hann ekki hafa staðið vel að uppsögnunum og sumum þóttu áherslur hans í hag- ræðingaraðgerðunum ekki vera réttar. Ingvi Hrafn Óskarsson, for- maður stjórnar RÚV ohf., sagði ekki alls kostar rétt að Páll hefði ekki notið trausts stjórnarinnar. „Ný lög um Ríkisútvarpið fela í sér að stjórnin þarf nú að breyta ráðningarfyrirkomulagi útvarps- stjóra og festa ráðninguna til fimm ára. Stjórn hefur komist sameigin- lega að þeirri niðurstöðu að það sé óhjákvæmilegt að auglýsa stöðuna núna, af þessu tilefni. Þegar þessi afstaða stjórnar lá fyrir var það sameiginleg ákvörðun stjórnar og Páls að hann myndi láta af störf- um.“ Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra sagði ákvörðun Páls Magnússonar um að hætta sem útvarpsstjóri hafa verið skiljan- lega í ljósi aðstæðna. Hann þakkar Páli fyrir hans störf. „Það má ljóst vera að það er ekki auðvelt verk- efni að stýra Ríkisútvarpinu og ég tala nú ekki um á tímum niður- skurðar eins og hefur verið á und- anförnum árum, en þessi staða er komin upp og við henni þurfti að bregðast.“ Illugi sagði að nýs útvarpsstjóra, og stjórnar RÚV, biðu mikil verk- efni. „Ég er þess fullviss að Ríkis- útvarpið er í öllum færum til þess að sinna sínu lögboðna hlutverki af myndarskap. Það er þó ljóst að það þarf að hlusta eftir þeirri umræðu sem hefur verið í samfélaginu und- anfarnar vikur, sem hafa meðal annars snúið að þeim áherslum sem birtast með þeim uppsögnum sem hafa orðið hjá stofnuninni.“ Páll vildi ekkert tjá sig um uppsögn sína þegar leitað var eftir því í gær. jakob@frettabladid.is, samuel@frettabladid.is, Jólatilboð! HÁR OG SKEGG- SNYRTIR FRÁ OSTER VERÐ ÁÐUR 14.900,- NÚ 9.900,- 5.000 kr. Pfaff Grensásvegi 13 Sími 414 0400 www.pfaff.is SAMGÖNGUR Starfsmenn Póstsins standa í ströngu þessa dagana við að koma bréfum, pökkum og jóla- kortum til landsmanna, enda jólin á næsta leiti. Vegna færðar hafa margir bréfberar átt erfitt með að komast að húsum og póstkössum og aðstæður sums staðar sagðar hættulegar. Í tilkynningu sinni biðlar Póst- urinn til fólks um að bæta aðgengi að húsum sínum með því að moka frá snjó og klaka og létta þannig undir með bréfberum. -fb Tilkynning frá Póstinum: Íbúar hvattir til að moka snjó Taldi sig ekki lengur njóta trausts Páll Magnússon sagði upp sem útvarpsstjóri í gær eftir átta ára starf. Hann segist ekki hafa notið trausts stjórnarinnar. Formaður stjórnar RÚV ohf. segir að óhjákvæmilegt hafi verið að auglýsa stöðu útvarpsstjóra. Menntamálaráðherra segir ákvörðun Páls vera skiljanlega. SAGÐI UPP Páll Magnússon sagði upp sem útvarpsstjóri í gær. Hann þakkaði öllum þeim sem hann hefur unnið með á RÚV síðustu átta árin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Af hjartans einlægni þakka ég öllum þeim sem ég hef unnið með hjá Ríkisútvarpinu síðustu átta árin fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf. Páll Magnússon ➜ Með storminn í fangið mánuðum saman Ólafur Páll Gunnarsson, verkefnastjóri tónlistar á Rás 2, segir að uppsögnin hafi ekki komið sér á óvart eftir allt sem á undan er gengið. „Það þarf sterk bein til að standa með storminn í fangið mánuðum og árum saman án þess að bogna eða brotna og ég skil vel að Páll hafi hugsað sem svo: „Nei, nú nenni ég þessu ekki meir, maður lifir jú bara einu sinni og maður á ekki að eyða lífi sínu í endalaust þras og leiðindi.“ Ég ímynda mér a.m.k. að þetta sé ástæðan fyrir brotthvarfi hans,“ segir hann. Óli Palli telur að brotthvarf Páls auki óvissuástandið sem hefur ríkt á RÚV. „Það er auðvitað óþolandi og drepleiðinlegt. Nógu erfitt hefur ástandið verið undanfarið.“ ➜ Hann er soddan þrjóskuhaus „Þetta kom mér verulega á óvart af því að hann er soddan þrjóskuhaus. Ég hefði haldið að hann myndi ekki gera þetta,“ segir Lísa Pálsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 1. Aðspurð hvernig hafi verið að vinna með Páli segir Lísa: „Ég hef ósköp lítið um það að segja annað en að mér fannst þessar uppsagnir óþarflega ruddalegar. Ég skil ekki að menningarstofnun þurfi að beita sömu aðferð og lyfjafyrirtæki og fjármálastofnanir beita. Af hverju þurfti fólk að fara á þennan hátt?“ ➜ Hlakkar eflaust í mörgum „Mér þykir þetta ömurlegt, vægt til orða tekið. Fyrir utan þá stað- reynd að mér er hlýtt til Páls persónulega og að atburðir undan- farinna vikna hafa vafalaust verið honum jafn erfiðir og okkur, hefur hann reynst mér góður yfirmaður. Hann er blaðamaður og skilur það hlutverk betur en margir yfirmenn þeirra fjölmiðla sem ég hef starfað á,“ segir Helgi Seljan, fréttamaður í Kastljósinu. „Þó ég hafi gagnrýnt þær uppsagnir sem hér urðu, hafi talið og telji enn að þær hafi verið illa framkvæmdar, þá var staðan sem hann var settur í ekki auðveld. Það hlakkar eflaust í mörgum við þessi tíðindi, enda hafa ótrúlegustu hópar náð saman í að gera Pál að einhvers lags holdgervingi þessara súrrealísku tíma.“ STARFSMENN RÚV UM BROTTHVARF PÁLS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.