Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 28
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Snjóbretti með kraftdrekum sameina heillandi töfra vatna-, snjó- og vind-sports. Maður nýtur frelsis í víðáttu náttúrunnar um leið og maður glímir við náttúruöflin og kemst jafn vítt og breitt og á vélsleða,“ segir Geir sem kolféll fyrir sportinu þegar vinur hans gaf honum kraftdreka. „Ég hafði alltaf verið iðinn í snjó- og vindsporti þegar vinur minn sagðist hafa fundið íþrótt sem hentaði mér fullkom- lega. Mörgum kraftdrekum seinna er ég orðinn forfallinn iðkandi og stunda þetta helst tvisvar í viku þótt þessi góði vinur minn hafi ekki farið með mér nema í eitt einasta skipti,“ segir Geir og hlær. Geir á litla og stóra kraftdreka sem hann notar jafnt á skíðum, snjóbrettum og svo sjóbrettum yfir sumartímann. „Öryggis vegna er nauðsynlegt að sýna skynsemi við notkun drekanna og velja rétta stærð miðað við vindhraða. Þá útilokar maður hættu á að lenda í upp- streymi og fara of hátt, en auðvitað gerir maður sér leik að því að stökkva aðeins upp af jörðinni til að komast í nokkurra metra hæð og lenda í flugi sem getur orð- ið býsna langt,“ útskýrir Geir sem stundar kraftdrekasportið mestmegnis á jafnsléttu en í uppáhaldi eru Mosfellsheiði, Hellis- heiði og svæðið að baki Bláfjalla. „Það er hægt að ná yfir hundrað kíló- metra hraða á kraftdrekum en sjálfur hef ég mest mælt mig á sextíu kílómetra hraða. Drekanum er stjórnað eins og segl- skútu, þvert á vindinn, því þannig nær maður að haga seglum eftir vindi og stýra drekanum til hægri, vinstri, upp í mót og niður eftir þörfum,“ segir Geir en þeir fé- lagar, hann og Hjörtur Eiríksson, eru með þeim duglegri að stunda sportið. „Kraftdrekasport er jaðaríþrótt og það eru að hámarki tíu manns sem stunda þetta hér á landi enn sem komið er. Það tekur dálítinn tíma að læra réttu tökin en það er ekki líkamlega erfitt og mikilvæg- ast er að gæta fyllsta öryggis,“ segir Geir og tekur fram að vetrarsport með kraft- drekum sé fullorðinsíþrótt fyrir lögráða einstaklinga. „Allt þarf þetta að lærast undir verndar- væng þaulreyndra aðila þar sem kraft- drekar eru ekki alveg hættulausir en þó ekki hættulegir ef farið er varlega. Maður þarf alltaf að vera varkár, virða vindinn og búast við hinu versta því aðstæður geta breyst skyndilega, ellegar eykst hætta á kæruleysismistökum. Það lærist fljótt að lesa í veðrið og með réttri kunnáttu og undirbúningi verður þetta öruggt og stór- skemmtilegt vetrarsport.” Þeim sem hafa áhuga á að prófa kraft- drekasport er velkomið að setja sig í sam- band við Geir og Hjört á Facebook undir Kite Grúbban. Þá vill Geir benda á Kite- tilkynningaskylduna (http://asp.internet. is/kitesurf) þar sem finna má upplýsingar um aðstæður og fróðleik og sjá hvert menn hyggjast fara. ■ thordis@365.is KRAFTDREKAR FYRIR FULLORÐNA VETRARSPORT Íþrótta- og tölvukennarinn Geir Sverrisson nýtur þess að þjóta um heiðar landsins á snjóbretti sem hann knýr áfram með öflugum kraftdreka. Læra þarf sportið undir verndarvæng þaulreyndra aðila og virða dyntótta hegðan vindsins. REYNSLUBOLTAR Geir Sverrisson og Hjörtur Eiríksson eru þaulreyndir í iðkun vetrarsports með kraftdrekum. Þeir lýsa eftir góðu, íslensku orði yfir „power glide“-sportið. MYND/STEFÁN KRAFTUR Geir segir byrjendur ekki fara á kraftdreka ef vindhraði er meiri en 6 m/s. MYND/ÚR EINKASAFNI AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM TIL JÓLA 20 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.