Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 32
KYNNING − AUGLÝSINGÖryggi barna MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, s. 512 5447, kkolbeins@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Flugeldar og smádót fyrir gamlárskvöld eru ekki leik-föng, brýnir Landsbjörg, stærsti seljandi flugelda, fyrir foreldrum. Börn yngri en 16 ára fá ekki að kaupa flugelda. Tólf ára og yngri mega ekki kaupa neinar flugeldavörur, ekki heldur þær sem notað- ar eru innandyra. Allir vita að ungir strák- ar eru afar spenntir fyrir alls k yns áramótadóti. Þess vegna þarf að fylgj- ast vel með þeim síðustu daga ársins því að slysin gera ekki boð á undan sér. Hlífð- argleraugu eru fyrir alla þá sem horfa á þegar skjóta á upp flugeldum eða halda á blysum og stjörnuljósum. Þetta veit fólk en samt eru árlega fréttir af alvarleg- um augnskaða eða bruna- slysum eftir áramót. Fólk hefur einnig orðið fyrir varanlegum heyrnar- skaða af völdum f lug- elda. Flugelda og blys þarf að geyma á öruggum, þurrum stað þar sem börn ná ekki til. Börn eiga alltaf að vera með fullorðnum í ná- vist f lugelda. Gott er að vera með skinn- eða ullarhanska þegar haldið er á blysi eða stjörnuljósi. A lvarlegustu slys- in verða vegna þess að börn fikta við að búa til sprengjur eða taka flug- elda í sundur. Reynsl- an sýnir að flestir þeirra sem verða fyrir slysum af völdum flugelda og blysa eru drengir á aldrinum 10-14 ára. Ef eitthvert flugeldadót verð- ur eftir, sem ekki hefur verið notað um áramót eða á síðasta degi jóla, á að skila því til Sorpu en starfsmenn þar taka á móti slíku dóti. Alls ekki má setja það í tunnur. Flugeldar eru hættulegir og þeir eru ekki fyrir börn. Flugeldar eru hættulegir Aldrei er eins nauðsynlegt og fyrir áramótin að fylgjast með börnum og brýna fyrir þeim skaðsemi blysa og flugelda. Mörg alvarleg brunaslys hafa orðið vegna þess að börn eru að fikta. Börn jafnt sem fullorðnir eiga að hafa hlífðargleraugu þegar kveikt er á flugeldum, blysum eða stjörnuljósum. Flestar íslenskar fjölskyld-ur eru með svokallaðar fjöl-skyldutryggingar. Hjá TM heitir sú trygging Heimatrygg- ing TM og geta viðskiptavinir valið milli fjögurra þrepa þar sem Heimatrygging TM4 er með víð- tækustu verndina. Flestir okkar viðskiptavina sem eiga börn velja Heimatryggingu TM3 en hún innifelur nokkra liði sem taka sér- staklega til barna. Heimatrygging TM3 tekur meðal annars á eftirtöldum atburðum vegna barna: • Slysatrygging í frítíma, t.d. ef barn slasast í skóla eða við íþróttaiðkun. Bætir þó ekki slys sem 16 ára og eldri verða fyrir við keppni og æfingar fyrir keppni. Barnatrygging TM er því mikilvæg börnum 16 ára og eldri sem stunda keppnisíþrótt- ir. • Umönnunartrygging vegna barna yngri en 15 ára við lengri dvöl á sjúkrahúsi. • Ábyrgðartrygging vegna tjóns sem barn veldur öðrum og er skaðabótaskylt samkvæmt lögum. Tjón fæst einnig bætt í þeim tilvikum þegar barn yngra en 10 ára veldur öðrum tjóni án þess að tjónið sé bótaskylt að lögum. •Áfallahjálp fyrir barnið ef það lendir í tjónsatviki sem leiðir til vanlíðunar eða ótta. • Þjófnaður t.d. á fatnaði og munum úr grunnskóla. • Í Heimatryggingu fást gleraugu barna bætt líkt og annarra fjölskyldumeðlima. Foreldrar sem eru sjúkdóma- tryggðir gera sér oft og tíðum ekki grein fyrir því að börn þeirra eru tryggð fyrir sömu sjúkdómum og þeir í gegnum sjúkdómatrygg- ingu foreldra. Fjárhæð trygging- ar barnsins nemur helmingi af vá- tryggingarfjárhæð foreldris. Sjúkdómatr ygging foreldra tekur meðal annars til eftirtal- inna sjúkdóma barna eða aðgerða sem þau þurfa mögulega að und- irgangast • Krabbameins. • Alvarlegra brunasára. • Heilahimnubólgu af völdum bakteríusýkingar. Barnatrygging TM tryggir fram- tíðarhagsmuni barnsins Á síðasta ári hóf TM sölu á nýrri vernd, Barnatryggingu TM. Fyrir aðeins 1.000 krónur á mánuði veitir tryggingin góða fjárhags- lega vernd vegna slysa eða sjúk- dóma barna. Tryggingin gildir frá 3 mánaða aldri barns og allt þar til viðkomandi nær 25 ára aldri. Tryggja þarf barnið áður en það nær 16 ára aldri. • Barnatrygging TM auðveldar foreldrum að annast þau börn sem þurfa á langtíma- umönnun að halda í kjölfar slysa eða sjúkdóma. • Barnatrygging TM er viðbót- arvernd fyrir börn sem stunda keppnisíþróttir og eru 16 ára og eldri, enda falla þau utan hefðbundinna fjölskyldutrygg- inga. Tryggingin veitir vernd til 18 ára aldurs vegna keppnisíþrótta. Stundi börnin keppnisíþróttir eftir þann tíma þarf að tryggja þau sérstaklega með sjúkra- og slysatryggingu. Reiknivél á vefnum Það er mikilvægast að tryggja líf og heilsu fjölskyldunnar og það er oft og tíðum ódýrara en að tryggja ökutæki. Hjón um þrítugt með tvö börn gætu til að mynda verið að greiða um 7.000 kr. á mánuði fyrir víðtæka líf- og heilsuvernd. Til þess að auðvelda fólki að skoða hversu hagkvæmur kostur góðar líf- og heilsutryggingar eru höfum við útbúið reiknivél á vefnum sem nálgast má á slóðinni www.born- ogforeldrar.tm.is. Þar má einnig sækja um líf- og heilsutryggingar fyrir fjölskylduna. Að ganga frá líf- og heilsuvernd fjölskyldunnar ætti að vera forgangsmál allra. Ragnheiður Agnarsdóttir ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR MÁ NÁLGAST Á WWW.TM.IS Hjón um þrítugt með tvö börn gætu til að mynda verið að greiða um 7.000 kr. á mánuði fyrir víðtæka líf- og heilsuvernd. HEILDSTÆÐ VERND TM býður foreldrum heildstæða vernd fyrir börn þeirra í gegnum Heimatryggingu TM, sjúkdóma- tryggingu og sérstaka barna- tryggingu. Séu fjölskyldur með þessar tryggingar njóta börnin bestu verndar sem völ er á. Hvernig er barnið þitt tryggt? Það getur verið flókið að átta sig á því hvernig börnin okkar eru tryggð og satt að segja mætti færa fyrir því rök að lausnir tryggingarfélaga á því sviði væru ekki til að einfalda fólki lífið. Ragnheiði Agnarsdóttur, framkvæmdastjóra einstaklingsþjónustu og samskipta hjá TM, langar þó að gera tilraun til að útskýra með einfölduðum hætti hvaða verndar börn geta notið hjá TM. Ragnheiður Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsþjónustu og samkskipta hjá TM, útskýrir í greininni hvaða verndar börn geta notið hjá TM.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.