Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 40
KYNNING − AUGLÝSINGÖryggi barna MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 20136 Hver ber ábyrgð á skólabörnum á skólatíma; í skólanum sjálfum, á skólalóð og utan skólalóðar þegar barn þarf á milli skóla og sundstaða eða íþróttahúss? Reykjavíkurborg ber ábyrgð á slysum/tjónum skólabarna sem eiga sér stað í húsnæði grunn- skólans og á það jafnt við hús- næði sem borgin á sjálf eða hefur á leigu undir starfsemi grunn- skólans. Þá ber Reykjavíkurborg ábyrgð á slysum/tjónum skóla- barna sem eiga sér stað innan skólalóðar á skólatíma sem utan hennar, ef um er að ræða starf- semi sem fram fer á vegum skól- ans, hvort heldur sem krafist er skyldumætingar nemenda eður ei. Skilyrði bótaábyrgðar Reykja- víkurborgar er að slys/tjón nem- enda megi sannanlega rekja til lélegs aðbúnaðar eða viðhalds skólahúsnæðis eða skorts á eftir- liti af hálfu starfsmanna Reykja- víkurborgar, það er skólastjórn- enda, kennara og skólaliða. Rétt er þó að taka fram í þessu sam- bandi að Reykjavíkurborg ber ekki ábyrgð á slysum/tjónum sem rakin verða til saknæmrar háttsemi skólabarnanna sjálfra. Því eldri sem grunnskólanemi er, þeim mun ríkari kröfur verða gerðar til háttsemi hans. Má samkvæmt lögum skilja yngra grunnskólabarn eftir eitt á skólalóð, í leiktækjum skólans eða á svelli og í snjóleikjum þegar það neitar að skila sér inn úr frí- mínútum, og má láta það vera óáreitt úti sem samsvarar heilli kennslustund þegar það á að vera í tíma? Lagaákvæði taka ekki berum orðum á aðstæðum sem þessum. Hins vegar er ljóst að almennt hlýtur að eiga við að ekkert barn á að vera skilið eitt eftir í einhverj- um þeim aðstæðum sem nefndar eru hér að framan þegar það á að vera í kennslustund. Hvernig er öryggi barna tryggt gagnvart slysahættu á skólatíma? Reykjavíkurborg leitast við að tryggja öryggi barna í skipulögðu starfi á vegum skóla eftir fremsta megni, meðal annars með því að búa þeim góðan aðbúnað í öllu skólastarfi og fela starfsmönn- um að hafa eftirlit með börnum í starfsemi sem fram fer á vegum skólans. Njóta börn tryggingaverndar þegar kemur að líkamstjóni eða tannskaða á skólatíma og sem rakin eru til vanbúnaðar skóla- húsnæðis, leiktækja, lóðar eða gá- leysis starfsmanna skólans? Í fyrsta lagi eru í gildi reglur um slysatryggingar barna í skipu- lögðu starfi á vegum Reykjavík- urborgar, sem samþykktar voru á fundi borgarráðs 10. júlí 2008. Bætur greiðast vegna slyss sem barn verður fyrir ef það leiðir til andláts eða varanlegrar læknis- fræðilegrar örorku. Í öðru lagi eru í gildi regl- ur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Reykjavíkurborgar, sem sam- þykktar voru á fundi borgarráðs 13. mars 2008. Algengustu slysin sem grunnskólabörn verða fyrir og Reykjavíkurborg bætir sam- kvæmt reglum þessum eru tann- brot. Tannviðgerðir á börnum til- komnar vegna slysa og tjóna eru endurgreiddar foreldrum/for- ráðamönnum að hluta af Trygg- ingastofnun ríkisins. Þá greiða fjölskyldutryggingar vátrygging- arfélaga almennt einnig hluta af tannviðgerðum barna. Það sem eftir stendur greiðir Reykjavík- urborg, þó ekki hærri fjárhæð en kr. 100.000 vegna einstaks slyss. Í þriðja lagi hefur Reykjavík- urborg svonefnda frjálsa ábyrgð- artryggingu atvinnurekenda, en samkvæmt skilmálum trygging- arinnar tekur hún til bótaábyrgð- ar sem fellur á vátryggingartaka (Reykjavíkurborg) eða borgar- starfsmenn (skólastjórnendur, kennara, skólaliða og fleiri) valdi þeir þriðja aðila, til dæmis barni, tjóni með saknæmum og ólög- mætum hætti. Hver ber ábyrgð á skólabörnum? Börn eru stóran hluta dagsins á ábyrgð annarra en foreldra sinna. Slysin gera ekki boð á undan sér og víst að margar hættur geta leynst á vegi barna á skólatíma. Hér er greint frá ábyrgðarhlutverki skólayfirvalda gagnvart öryggi skólabarna í grunnskólum Reykjavíkur. Reykjavíkurborg ber ekki ábyrgð á slysum eða tjóni sem rakin verða til saknæmrar háttsemi skólabarnanna sjálfra og því eldri sem grunnskólanemi er, þeim mun ríkari kröfur eru gerðar til háttsemi hans. MYND/VILHELM *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Skilyrði bótaábyrgðar Reykjavíkurborgar er að slys/tjón nemenda megi sannanlega rekja til lélegs aðbúnaðar eða viðhalds skólahúsnæðis eða skorts á eftirliti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.