Fréttablaðið - 18.12.2013, Síða 41

Fréttablaðið - 18.12.2013, Síða 41
KYNNING − AUGLÝSING Öryggi 18. DESEMBER 2013 MIÐVIKUDAGUR 7 Þegar valinn er öryggis- og verndar-búnaður fyrir börn er mikilvægt að gefa sér góðan tíma, skoða heimasíður og kynna sér úrval verslana,“ segir Þóra og áréttar að búnaðurinn þurfi bæði að henta barninu og passa í bílinn. „Á sama hátt skiptir miklu máli að barnið noti búnaðinn rétt. Bílbelti má ekki vera snúið og það þarf að falla vel að líkama barnsins,“ segir hún. Þá megi aldrei setja belti fyrir aftan bak eða undir handlegg barns. Flokkar öryggisbúnaðar miðast í dag við þyngd, að sögn Þóru. Gott sé að láta barnið nota bílstól eins lengi og hægt er (þangað til hámarksþyngd er náð). „Mikilvægt er þó að höfuð barns nái aldrei upp fyrir brún stóls- ins, en miðað er við eyrun,“ segir hún. Rétt notkun mikilvæg „Ef keyptur er öryggisbúnaður sem fest- ur er í bílinn með bílbelti er nauðsynlegt að athuga hvort hann passi í viðkomandi bíl,“ segir Þóra og bendir á að hægt sé að fá slík- ar upplýsingar á heimasíðum framleiðenda eða í bæklingi sem fylgir búnaðinum. „Ef nota á sama búnað í fleiri en einn bíl þarf að gæta þess að hann passi í öllum tilvikum.“ Þegar öryggisbúnaður er festur í bíl er nauðsynlegt að það sé gert á réttan hátt. „Þótt barn sé í réttum búnaði getur það slas- ast alvarlega ef búnaðurinn er ekki rétt fest- ur. Mikilvægt er að lesa vandlega allar leið- beiningar sem fylgja bæði bílnum og örygg- isbúnaðinum. Þá er hægt að biðja sölumenn verslana um aðstoð við að festa búnaðinn í bílinn,“ lýsir Þóra. ISOFIX-festingar Margir bílar eru með ISOFIX-festingar í aft- ursæti. Festingarnar eru tengdar grind bíls- ins. Þóra bendir á að ef keyptur er barnabíl- stóll með ISOFIX passi hann í alla bíla sem eru með ISOFIX-festingar. Hvenær er óhætt að setja barnið í fram- vísandi barnabílstól? „Barn á að snúa baki í akstursstefnu eins lengi og hægt er þar sem höfuð þess er hlut- fallslega stórt og þungt og hálsliðir þess ekki fullþroskaðir. Með því að nota bakvís- andi barnabílstól minnka líkur á alvarleg- um áverkum á mænu og heila barnsins,“ upplýsir Þóra. Hún segir best að láta barn- ið snúa aftur til þriggja ára aldurs. Aldrei megi setja barn undir eins árs í framvísandi barnabílstól. Notaður öryggisbúnaður og endingartími stóla Hægt er að fá öryggisbúnað leigðan hér á landi, til að mynda hjá tryggingarfélögum, að sögn Þóru. Hún segir mikilvægt að at- huga aldur búnaðar en endingartími flestra barnabílstóla er 10 ár, frá þeim degi sem þeir eru teknir í notkun. „Hins vegar er miðað við að ungbarnabílstólar endist skemur, eða í fimm ár,“ segir Þóra og tiltekur að ekki sé mælt með að fleiri en tvö börn noti sama ungbarnabílstól. Ef búnaður er fenginn að láni hjá vinum eða ættingjum er áríðandi að kanna aldur stólsins og hvort hann hafi orðið fyrir hnjaski. Hvort hann hafi til dæmis verið í notkun í bíl í árekstri eða lent í öðru óhappi, til að mynda fallið úr nokkurri hæð. „Ör- yggisbúnaður getur verið ónýtur þótt ekk- ert sjáist á honum og því getur vitneskja um meðferð stólsins verið mikilvæg,“ segir Þóra. Öryggisbúnaður skiptir höfuðmáli Að mörgu er að huga þegar kemur að öryggi barna í umferðinni. Vanda þarf valið á barnabílstólum og ekki síður frágangi þeirra í bíla og önnur farartæki. Þóra Magnea Magnúsdóttir, fræðslustjóri hjá Samgöngustofu, gefur foreldrum góð ráð. Þóra Magnea Magnúsdóttir, fræðslustjóri hjá Samgöngustofu, segir höfuðmáli skipta að velja rétta öryggis- búnaðinn og nota hann á réttan máta. MYND/VALLI ÖRYGGISPÚÐAR ERU VARASAMIR Öryggispúðar í bílum eru mikill öryggisbúnaður en þessir púðar eru hættulegir ungum börnum. Hættan felst í högginu sem barnið verður fyrir þegar púðinn þenst út og lendir á höfði og efri hluta líkam- ans. Höggið getur leitt til alvarlegra áverka eða jafnvel dauða. Samkvæmt lögum mega börn undir 150 cm hæð ekki sitja í framsæti bifreiðar ef öryggispúði er fyrir framan sætið. Þetta á einnig við þótt barnið sitji í öryggisbúnaði. Flestir eru með þetta á hreinu. Annað hvert ár framkvæmir Samgöngustofa, með Slysavarnafélaginu Landsbjörg, könnun á öryggisbúnaði barna. Þá stöndum við úti fyrir framan valda leikskóla og skoðum aðbúnað barna í bílum þegar þau koma á leikskólann. Því miður fáum við í hvert sinn, sem við framkvæm- um þessa könnun, tilfelli þar sem börn sitja fyrir framan öryggispúða. Í einu tilfelli sátu tvö börn í framsætinu, í einu öryggisbelti fyrir framan öryggispúða. Ástæður sem gefnar eru upp eru oftar en ekki þær að það sé svo stutt að fara eða þetta sé „hinn bíllinn“, sem viðkomandi er yfirleitt ekki á. Þess má geta að flest slys verða nálægt upphafsstað og þeir sem eru að aka börnum sínum á leikskóla eru yfirleitt að fara stutta leið því allflestir búa nálægt leikskólanum. Högg frá loftpúða getur leitt til alvarlegra áverka eða jafnvel dauða. Myndin er sviðsett. MYND/ EINAR MAGNÚS MAGNÚSSON Flest börn nota þrjár tegundir af ör- yggisbúnaði um ævina áður en þau nota bílbelti án búnaðar. Ungbarnabílstóll Fyrsti stóllinn er oft nefndur ungbarna- bílstóll en mismunandi er hversu lengi börn nota þann stól. Flestir ungbarnabíl- stólar duga barninu þar til það hefur náð 13 kg þyngd. Þó er einnig hægt að kaupa stóla sem ná frá fæðingu og upp í 18 kg þyngd en slíka stóla er ekki hægt að nota sem burðarstóla heldur eru þeir hafð- ir fastir í bílnum. Hægt er að kaupa ung- barnabílstól með sökkli (e. base). Sökk- ullinn er festur í bílinn með bílbelti eða með ISOFIX-festingum. Stólnum er síðan smellt í sökkulinn. Barnabílstóll Þegar barnið hefur vaxið upp úr ung- barnabílstólnum þarf það stól sem ætl- aður er börnum upp í 18 eða 25 kg en þeir stólar eru festir í bílinn með bílbelti eða með ISOFIX-festingum. Barnið er fest í stólinn með fimm punkta belti. Bílpúði með baki Þegar barnið hefur náð 18 eða 25 kg er óhætt að setja það á bílpúða með baki. Ekki er mælt með notkun bílpúða án baks því bakið veitir betri vörn. Á bakinu eru lykkjur eða hök til þess að þræða bílbeltið í þannig að það falli rétt að líkama barns- ins. Því miður verða starfsmenn Sam- göngustofu varir við það í könnunum sínum að börnum er leyft of snemma að vera einungis í öryggisbelti en barn á að nota sérhæfðan öryggisbúnað sem hæfir því þar til það hefur náð 150 cm sem er oft ekki fyrr en um 10-12 ára aldur. Þrjár tegundir öryggisbúnaðar Þegar barnið hefur náð 18 eða 25 kg er óhætt að setja það á bílpúða með baki. Barn á að snúa baki í aksturs- stefnu eins lengi og hægt er þar sem höfuð þess er hlutfallslega stórt og þungt og hálsliðir þess ekki fullþrosk- aðir. Samgöngustofa varar við að keyptur sé búnaður af ókunnugum þar sem erfitt getur reynst að fá áreiðanlegar upp- lýsingar um búnaðinn. Gott er að hafa í huga að ef upprunaleiðbeiningar stólsins eru týndar má yfirleitt finna þær á netinu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.