Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 54
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 34 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 12.00 Kammerkórinn Schola cantorum heldur síðustu hádegistónleika sína á aðventunni með jólatónleikum. 20.00 Ólafur Arnalds heldur tónleika í Kaldalónssal Hörpu í kvöld. Hann kemur fram ásamt svokölluðu trói sínu. 20.00 Sigríður Thorlacius heldur útgáfu- tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. 20.00 Tónleikaröðin Eitthvað fallegt heldur til Akureyrar. Tónleikarnir fara fram í Akureyrarkirkju. 20.30 Hljómsveitin Brother Grass heldur tónleika á veitingastaðnum Café Flóra í Laugardal. 21.00 Borgardætur halda jólatónleika sína á Café Rosenberg. 21.30 Trúbadorinn hr. Halli heldur tón- leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Leiklist 19.30 Leikverkið Þingkonurnar verður forsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 20.00 Nóttin var sú ágæt ein verður sýnd í Tjarnarbíói. 20.00 Leiksýningin Jeppi á fjalli verður sýnd á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Sýningar 20.00 Breska sýningin STOMP er komin til Íslands. Sýnt verður í Eld- borgarsal Hörpu í kvöld. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Kári Tulinius stendur fyrir ljóða- kvöldi á Stofunni í kvöld. Ljóða- kvöldið hefur alþjóðlegt yfirbragð, því þar lesa upp ljóðskáld frá Finn- landi, Kanada, Líbanon og Íslandi. „Ljóð eru alltaf fréttir af innra lífi fólks og það er gaman að fá fréttir úr innra lífi fólks alls staðar að úr heiminum,“ segir Kári. „Ég er að hugsa um að flytja sjálfur nýtt ljóð sem ég hef verið í mánuð að semja. Upphaflega fjallaði það um valdhafa og hvernig þeir fara með vald sitt, en ljóð taka breytingum á meðan maður semur þau og ég þori ekki að fara með það um hvað það á eftir að fjalla á mið- vikudaginn.“ Tvö af útlensku skáldunum hafa búið í Reykjavík heillengi. „Þau eru eiginlega orðin Reykvíkingar. Það eru þau Angela Rawlings, sem hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir ljóðlist í heimalandi sínu Kanada, og síðan Mazeen Marouf, sem hefur komið sér inn að hjarta íslenskra ljóðaunnenda með nýj- ustu bókinni sinni, Ekkert nema strokleður, sem Dimma gaf út. Svo kemur fram finnsk skáldkona sem heitir Vilja-Tuulia Huotarinen. Hún kemur fram með þýðandanum sínum, Mörtu Guðrúnu Jóhannes- dóttur.“ Þær Marta og Vilja kynnt- ust á alþjóðlegri ljóðahátíð Nýhils árið 2007 og Marta hefur þýtt ljóð- in hennar síðan yfir á íslensku. „Auk okkar fjögurra verður Krist- ín Svava Tómasdóttir með okkur, sem ég held að ætli að flytja ný ljóð. Þetta verður svona rólegheita- kvöld á myrkasta tíma ársins. Þá er alltaf ágætt að hittast og hlusta á ljóð.“ -ue Ljóð eru fréttir af innra lífi fólks Ljóðskáld frá Finnlandi, Kanada, Líbanon og Íslandi lesa upp ljóð sín á sérstöku ljóðakvöldi á Stofunni. MYRKUR TÍMI Kári Tulinius og Vilja bjóða upp á rólegheita- kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Það verður öllu tjaldað til í Eld- borgarsalnum í mars,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. Meistaraverk hljómsveitarinnar Pink Floyd, The Wall, verður 35 ára á næsta ári og af því tilefni ætla Dúndur- fréttir að flytja verkið í heild sinni í Eldborgarsal Hörpu þann 12. og 13. mars. „Ásamt Dúndurfréttum kemur fram 35 manna sinfóníuhljóm- sveit og kór. Einnig stefnum við á að hafa eitt flottasta ljósasjóv sem sést hefur í Eldborginni,“ útskýrir Guðbjartur. Dúndurfréttir spiluðu á þrenn- um tónleikum sem seldist upp á í Eldborg fyrr á árinu, þar sem sveitin lék annað meistaraverk Pink Floyd, Dark Side of the Moon. Gera má ráð fyrir mikilli stemn- ingu á tónleikunum enda fag- maður í hverri stöðu í herbúðum Dúndurfrétta. Miðasala hefst í dag klukkan 12.00 á midi.is. - glp Pink Floyd í Eldborg Dúndurfréttir fl ytja meistaraverkið The Wall í Hörpu. HEIÐURSTÓNLEIKAR Dúndurfréttir leika meistaraverk Pink Floyd, The Wall, í mars. MYND/GASSI OG ÓLÖF ERLA EINARSDÓTTIR „Jólafílingurinn kemur yfir mann á fyrstu æfingunni fyrir tónleikana á hverju ári,“ segir Andrea Gylfadóttir, ein þriggja söngkvenna í Borgardætrum, en sveitin er tvítug á þessu ári. „Við byrjuðum sumardaginn fyrsta 1993, þannig að við erum rúm- lega tvítugar.“ Sveitin er nú mikið tengd við jólin, hjá mörgum er ferð á tónleika Borgardætra part- ur af jólaundirbúningnum. „Ég myndi giska á að helming- ur gesta okkar væri fastagestir sem koma ár eftir. Við þekkjum andlit í hópnum,“ segir Andr- ea en þessi hefð skapar ákveðið vandamál fyrir sveitina. „Á hverju ári flytjum við ný lög. En það þýðir að við þurfum að sleppa öðrum eldri lögum. Undantekningarlaust kemur fólk til okkar sem vildi heyra eitthvað af þeim lögum sem við tókum ekki. En þetta er nauðsyn- legt, ef við slepptum ekki eldri lögum yrðu tónleikarnir örugg- lega fimm klukkutímar að lengd,“ segir Andrea glettin. Sveitin varð svona nátengd jólunum árið 2000 þegar Jólaplata Borgardætra kom út. „Síðustu þrettán ár höfum við verið með jólatónleika. Það er mikill undirbúningur að baki svona tónleikum. Svona þríradda söng þarf að æfa vel ef hann á að hljóma fallega.“ Andrea segir að það hafi staðið til að gefa eitthvað út vegna tíma- mótanna en ekki gengið eftir. „Við vorum öll mjög upptekin í ár. Við gerum vonandi eitthvað á næsta ári.“ Borgardætur eiga eftir að halda þrenna tónleika fram að jólum á Café Rosenberg og upp- selt er á þá alla. Með sveitinni leika Þorpsbúarnir: Eyþór Gunn- arsson á píanó, Birgir Bragason á kontrabassa og Magnús Trygva- son Eliassen á trommur. Tón- leikar sveitarinnar hefjast klukk- an 21 í kvöld. kjartanatli@frettabladid.is Uppselt á tónleika tvítugra Borgardætra Borgardætur hafa verið að síðan árið 1993. Andrea Gylfadóttir segir þær farnar að þekkja ákveðin andlit í salnum, sem sjáist aft ur ár eft ir ár. 13 JÓL Borgardætur gáfu út Jólaplötuna árið 2000 og eru nú stór hluti af jólaupplifun margra. Ef við slepptum ekki eldri lögum yrðu tónleik- arnir örugglega fimm klukkutímar að lengd. Andrea Gylfadóttir - örugg bifreiðaskoðun um allt land Þú gætir eignast nýjan Spark ef þú drífur bílinn í skoðun! Þeir sem koma með bílinn í skoðun fyrir lok dags þ. 22. des. eiga möguleika að eignast stórglæsilegan Chevrolet Spark sem verður dreginn út þ. 23. des. 2013. Aðal iv inn ngur er s lp u kn unýr Chevr lo et Spark árg. 20 14 HAPPDRÆTTI GÓÐ ÞJÓNUSTA OG HAGSTÆÐKJÖR Á SKOÐUNUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.