Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 64
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 44
ÆFINGAHÓPURINN
MARKVERÐIR:
Aron Rafn Eðvarðsson Guif
Björgvin Páll Gústavsson Bergischer
AÐRIR LEIKMENN:
Arnór Atlason St. Raphael
Aron Pálmarsson Kiel
Árni Steinn Steinþórsson Haukar
Arnór Þór Gunnarsson Bergischer
Ásgeir Örn Hallgrímsson PSG
Bjarki Már Elísson Eisenach
Bjarki Már Gunnarsson Aue
Guðjón Valur Sigurðsson Kiel
Kári Kristján Kristjánsson Bjerringbro
Ólafur Guðmundsson Kristianstad
Ólafur Gústafsson Flensburg
Ólafur Bjarki Ragnarsson Emsdetten
Róbert Gunnarsson PSG
Rúnar Kárason Hannover-Burgdorf
Snorri Steinn Guðjónsson GOG
Stefán Rafn Sigurmannsson RN Löwen
Sverre Andreas Jakobsson Grosswallstadt
Vignir Svavarsson Minden
Þórir Ólafsson Kielce
ÚR EM-HÓPNUM:
Alexander Petersson RN Löwen
Atli Ævar Ingólfsson Nordsjælland
Daníel Freyr Andrésson FH
Ernir Hrafn Arnarson Emsdetten
Guðmundur Árni Ólafsson Mors-Thy
Gunnar Steinn Jónsson Nantes
Hreiðar Levý Guðmundsson Nötteröy
HANDBOLTI Aron Kristjánsson
landsliðsþjálfari valdi í gær 21
manns æfingahóp fyrir Evrópu-
mótið sem fer fram í Danmörku í
janúar. Sjö leikmenn úr uppruna-
lega hópnum eru dottnir út og
aðeins sextán munu fara til Dan-
merkur.
Stærstu tíðindin í gær voru auð-
vitað þau að stórskyttan Alexander
Petersson skyldi ekki gefa kost á
sér í hópinn vegna meiðsla. Þetta
er annað stórmótið í röð sem Alex-
ander mun missa af vegna sömu
meiðsla.
Fjarvera Alexanders er mikið
högg fyrir landsliðið enda hefur
hann verið lykilmaður á báðum
endum vallarins.
„Hann segist ekki þola álagið
sem fylgi því að spila á stórmóti
miðað við standið á honum í dag,“
segir Aron en kom ekki til greina
að taka Alexander með og reyna
að nýta hann eins og hann treysti
sér til?
Annaðhvort með á fullu eða ekki
„Við ræddum um þann mögu-
leika en hann vildi annaðhvort
vera með á fullu eða ekki,“ segir
Aron en er hann sáttur við þessa
niðurstöðu?
„Hann er að glíma við erfið
meiðsli sem ógna ferli hans. Þetta
er orðið langt ferli hjá honum og
spurning hvort hefði ekki mátt
gera þetta öðruvísi? Manni hefur
stundum fundist hann vera að
spila mikið miðað við ástandið á
honum. Sérstaklega í fyrra.
Þetta er samt alltaf ákvarð-
anataka og erfitt að segja hvort
hlutirnir hefðu verið öðru vísi ef
þetta hefði verið gert á annan hátt.
Það sem þó hefur verið gert virð-
ist ekki vera að skila tilætluðum
árangri enda hefur hann verið að
glíma við þessi meiðsli lengi. Hann
er að berjast fyrir ferli sínum.“
Það mun því koma í hlut þeirra
Rúnars Kárasonar og Ásgeirs
Arnar Hallgrímssonar að leysa
stöðu vinstri skyttu. Rúnar er til-
tölulega nýbyrjaður að spila reglu-
lega en Ásgeir Örn spilar nánast
ekkert fyrir sitt félag.
„Það er ánægjulegt að Rúnar
hafi farið til Hannover þar sem
hann fær að spila. Hann er að
standa sig vel þar. Ásgeir spilaði
vel með okkur um daginn en auð-
vitað er ókostur að hann er lítið að
spila hjá PSG.“
Ásgeir lærði af síðasta móti
Það kom í hlut Ásgeirs Arnar að
leysa þessa stöðu á HM fyrir um
ári og hann réð ekki nógu vel við
hlutverkið. Þá var ábyrgðin mikil
og hann getur deilt henni núna
með Rúnari.
„Ég tel að Ásgeir hafi lært
mikið af þessu móti síðast. Hann
var einn í stöðunni og ætlaði sér
of mikið. Nú þarf hann að mæta
afslappaðri og skila sínu sem hann
getur. Hann og Rúnar eru ólíkir
leikmenn og mynda fínt teymi.“
Aron er þegar búinn að velja
markvarðapar sitt fyrir mótið
og verður því ekki keppt um þær
stöður. Björgvin Páll og Aron Rafn
munu standa á milli stanganna rétt
eins og þeir gerðu á síðasta móti.
„Þessir tveir hafa verið að
standa sig vel í ár bæði með lands-
liðinu og félagsliðum sínum þannig
að ég ákvað að taka þá. Þeir vita
sína stöðu, að þeir eru að fara á
mótið. Hreiðar Levý verður hins
vegar klár sem þriðji markvörður
og ég mun kalla á hann inn ef þörf
krefur.“
Það eru enn mörg spurninga-
merki með ástand leikmanna
þegar tæpur mánuður er í mót.
Vignir Svavarsson er meiddur
og Arnór Þór Gunnarsson er að
koma til baka eftir meiðsli. Ólafur
Bjarki Ragnarsson er að spila mis-
mikið og Ólafur Gústafsson enn
minna. Svo er Arnór Atlason einn-
ig meiddur og Aron Pálmarsson er
að komast almennilega í gang eftir
meiðsli.
„Það verður smá púsluspil að
velja sextán manns í lokahópinn.
Það eru nokkur spurningamerki.
Menn verða því að standa sig í
þessum æfingum og æfingaleikj-
um fyrir mótið.“ henry@frettabladid.is
Ferill Alexanders er í hættu
Annað stórmótið í röð þarf Alexander Petersson að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum vegna þrálátra
axlarmeiðsla. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari segir að leikmaðurinn sé að berjast fyrir ferli sínum enda
sé hann litlu betri í dag en hann var fyrir ári. Aron valdi 21 leikmann í æfi ngahóp fyrir EM í janúar.
ÞARF HVÍLD Alexander gengur illa að ná sér góðum af axlarmeiðslum sínum og
verður því ekki með Íslandi á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HANDBOLTI Það á ekki af Akureyr-
ingnum Arnóri Atlasyni að ganga.
Óheppnin hefur elt hann undan-
farna mánuði og virðist ekki sjá
fyrir endann á því.
„Ég var að tala við Arnór í
morgun [í gær] og hann er togn-
aður á kálfa. Hann er því spurn-
ingamerki fyrir EM. Það væri
hrikalegt að missa hann líka út,“
sagði Aron Kristjánsson landsliðs-
þjálfari.
Arnór lenti í því að slíta hásin
snemma á síðasta tímabili. Var
hann eðlilega lengi að jafna sig af
þeim meiðslum. Hann var þá búinn
að semja við franska félagið St.
Raphael.
Er hann kom þangað þá putta-
brotnaði hann. Fyrir vikið missti
hann nánast af öllu undirbúnings-
tímabilinu og hefur spiltími hans
verið að aukast eftir því sem liðið
hefur á tímabilið.
Á mánudagskvöld tognaði hann
síðan og á eftir að koma í ljós
hversu alvarleg tognunin er. Þarf
vart að fjölyrða um hversu mikið
áfall það væri fyrir landsliðið að
missa Arnór ofan á allt annað. - hbg
Arnór er spurningamerki fyrir EM í janúar
Óvissa er með þátttöku Arnórs Atlasonar á EM í Danmörku eft ir að hann tognaði á kálfa á mánudag.
ÁFALL Arnór er nýfarinn af stað
aftur og Ísland má illa við því að
missa hann fyrir EM.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BOX Hnefaleikakappinn Vitali
Klitschko hefur lagt boxhansk-
ana á hilluna og gefið frá sér
heimsmeistaratitil sinn í grein-
inni. Í það minnsta í bili.
Hinn 42 ára gamli Klitschko
hefur ákveðið að einbeita sér
alfarið að stjórnmálaferli sínum í
heimalandinu en hann vill verða
forseti Úkraínu.
WBC-hnefaleikasamband-
ið segist hafa fullan skilning á
ákvörðun Klitschkos. Hann hefur
engu að síður fengið „Champion
Emeritus“-stöðu hjá sambandinu.
Það þýðir að hann má keppa við
heimsmeistara aftur um beltið ef
honum snýst hugur.
Afar fáir hnefaleikakappar
hafa fengið þessa stöðu en WBC
sagði það aldrei hafa verið spurn-
ingu með Klitschko.
„Vitali er í stærsta bardaga lífs
síns og það utan hringsins. Hann
er að sýna heiminum hvernig
hjarta meistarans er með því að
leiða sitt heimafólk í slag á götum
Úkraínu. Þar er barist fyrir
mannréttindum og friði,“ segir í
yfirlýsingu frá WBC. - hbg
Pólitík í stað
hnefaleika
NÝR SLAGUR Klitschko mun berjast
með fólkinu í Kænugarði.
NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Ítalski harðjaxlinn
Gennaro Gattuso gæti verið í
vondum málum en hann er nú
grunaður um að hafa tekið þátt
í að hagræða úrslitum knatt-
spyrnuleikja.
Rannsóknin snýst um leiki
í ítölsku úrvalsdeildinni fyrir
þremur árum. Fjórir aðrir hafa
verið handteknir í tengslum við
málið. Þar á meðal er Christian
Brocchi, leikmaður Lazio.
Saksóknari heldur því fram að
þeir hafi haft áhrif á úrslit leikja
undir lok tímabilsins 2010-11.
Hinn 35 ára gamli Gattuso
hefur lagt skóna á hilluna og var
rekinn sem þjálfari Palermo eftir
aðeins sex leiki.
Hann vann tvo Ítalíumeistara-
titla og einnig vann hann Meist-
aradeildina tvisvar á þrettán ára
ferli með AC Milan. - hbg
Gattuso sagður
hafa svindlað
GATTUSO Lætur dómarann hér heyra
það. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI André Villas-Boas var á mánudaginn rekinn sem knattspyrnustjóri Tottenham
en hann stýrði liðinu í 80 leikjum í öllum keppnum síðan hann tók við sumarið 2012.
Það er athyglisvert að sjá hvar Gylfi okkar Sigurðsson stendur þegar heildarárangur leik-
manna undir stjórn Villas-Boas er skoðaður nánar.
Gylfi tók alls þátt í 68 leikjum undir stjórn Villas-Boas og þrátt fyrir að Gylfi hafi ekki
verið með í lokaleiknum voru það aðeins Kyle Walker (71 leikur) og Jan Vertonghen (70
leikir) sem spiluðu fleiri leiki fyrir Tottenham í stjóratíð Villas-Boas. Gylfi kom inn á sem
varamaður í 33 þessara leikja og var sá leikmaður sem Villas-Boas skipti langoftast inn á.
Lewis Holtby var næstur með 19 leiki sem varamaður.
Gylfi var tekinn af velli í 21 leik en Villas-Boas kallaði aðeins Moussa Dembélé (27) og
Aaron Lennon (26) oftar af velli. Gylfi er í 4. sæti yfir flest mörk (11 mörk) í stjóratíð
André Villas-Boas en það voru bara þeir Gareth Bale (26), Jermain Defoe (24) og Clint
Dempsey (12) sem skoruðu fleiri mörk þá tæpu 18 mánuði sem Villas-Boas sat í stjór-
astólnum á White Hart Lane. Gylfi er í 2. til 3. sæti í stoðsendingum (9) ásamt Aaron
Lennon. Gareth Bale lagði upp flest eða fimmtán. Fjórtán leikmenn spiluðu meira en 30
leiki fyrir Villas-Boas og Gylfi var sá eini þeirra sem fékk ekki spjald. - óój
Bara tveir spiluðu fl eiri leiki fyrir Villas-Boas en Gylfi
11 MÖRK Í 68 LEIKJUM Gylfi
var áberandi í stjórnartíð
Villas-Boas. NORDICPHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Leikstjórnandi Nantes, Gunnar Steinn Jónsson, hefur
verið verðlaunaður fyrir frábæra frammistöðu í sigurleiknum
gegn PSG á dögunum.
Gunnar Steinn Jónsson skoraði sjö mörk úr jafnmörgum
tilraunum í góðum sigri Nantes á stórstjörnuliði PSG í
frönsku úrvalsdeildinni í handbolta.
HK-ingurinn, sem er uppalinn hjá Fjölni, var valinn í lið
umferðarinnar í Frakklandi fyrir frammistöðu sína. Gunnar
Steinn er í hlutverki leikstjórnanda og er eini fulltrúi síns
liðs í liðinu. PSG á engan fulltrúa en Alexander Lynggaard
og Miroslav Jurka, liðsfélagar Arnórs Atlasonar hjá St.
Raphael, eru í liðinu.
Viðurkenningin er vonandi smá sárabót fyrir
Gunnar Stein sem var einn af sjö leikmönnum sem
féllu úr íslenska landsliðshópnum sem skorinn var
niður í 21 leikmenn í dag. - ktd
Gunnar valinn í lið umferðarinnar
SPORT