Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 70
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 50 „Auðvitað eru það forréttindi að fá að stíga á svið með börnunum sínum,“ segir Sigurbjörn Daði Dag- bjartsson sem heldur jólatónleika á skemmtistaðnum Bryggjunni í Grindavík á sunnudaginn. Sigur- björn mun þar koma fram ásamt tveimur dætrum sínum og stjúp- dóttur, auk þess sem bræður hans og frændur munu mæta á sviðið. Sannkölluð fjölskylduhátíð. „Undanfarin ár höfum við farið á elliheimilið í bænum og báða leikskólana fyrir jólin og spilað og sungið. Það hefur fært manni jólaandann beint í æð. En í ár datt okkur í hug að stækka við okkur og ákváðum að halda bara tónleika,“ segir Sigurbjörn Daði en bætir því við að fjölskyldan ætli samt sem áður að heimsækja elliheimilið og leikskólana þetta árið. Dætur hans eru níu, fimmtán og nítján ára. Hann segir þær afar góða söngv- ara. „Þær syngja allar dásamlega. Þær radda mikið og gera það ótrú- lega vel. Ég er meira bara partíspil- ari, þær eru miklu betri en ég,“ segir hann stoltur. Aðalstarf Sig- urbjörns er sjómennska en hann notar tómstundir sínar í gítarspil. „Ég er í tveimur hljómsveit- um, Backstabbing Beatles ásamt bræðrum mínum og frændum, og Geimförunum, sem munu einmitt halda ball á milli jóla og nýárs í Salthúsinu í Grindavík. Það ball er vel sótt, þetta verður sextánda skiptið sem við höldum þessa tón- leika,“ útskýrir Sigurbjörn. Bræð- ur hans úr Backstabbing Beatles, þeir Gauti og Einar, munu stíga á svið á jólatónleikunum og taka lag sem þeir sömdu fyrir síðustu jól og var spilað á Rás 2. Sigurbjörn segir að þrátt fyrir að allir þessir fjöl- skyldumeðlimir og ættingjar séu í tónlist hafi ekki verið lögð nein sér- stök áhersla á það í uppeldinu. „Mamma og pabbi spila til dæmis ekki á hljóðfæri. En þau eru reyndar mikið söngfólk. Þetta gæti komið út frá því. Ég byrjaði bara að syngja með plötum þegar ég var ungur og svo fór maður að prófa sig áfram á gítarnum. Þetta er auðvitað bara áhugamál,“ segir sjómaðurinn Sigurbjörn sem er einmitt á sjó um þessar mundir og kemur heim rétt fyrir tónleikana. „Við erum öll að æfa okkur hvert í sínu lagi núna og svo fáum við einhverja tvo daga til æfa okkur saman þegar ég kem í land,“ útskýrir Sigurbjörn. Tónleikarn- ir fara fram sunnudaginn 22. des- ember á skemmtistaðnum Bryggj- unni í Grindavík klukkan 21. kjartanatli@frettabladid.is Öll fj ölskyldan á sviði Sigurbjörn Daði Dagbjartsson heldur jólatónleika í Grindavík ásamt þremur dætrum sínum. Hann segir það forréttindi að stíga á svið með dætrunum. „Við hjónin vinnum mjög vel saman í öllu sem við gerum saman, sem er í raun allt,“ segir listakonan Margrét Þórhildur Jóelsdóttir. Eiginmaður hennar, listamaður- inn Stephen Alan Fairbairn, hann- aði nýja tíu þúsund króna seðilinn ásamt Kristínu Þorkelsdóttur en einnig hannar hann allar bókar- kápur á bókum konu sinnar, sér um alla uppsetningu og teiknar allar myndir. Margrét gaf nýverið út bókina Með hættuna á hælunum en það er þriðja barnabók henn- ar. Fyrir hafði hún gefið út barna- bækurnar Úti í myrkrinu og Nonni- konni og kúlurnar. „Þetta er flóknasti seðillinn, sér- staklega upp á öll öryggisatriði,“ segir Stephen aðspurður um tíu þús- und króna seðilinn. „Okkur Kristínu gekk mjög vel að vinna saman þegar beiðni kom inn frá Seðlabankanum árið 1980 um að hanna nýja pen- ingaseðla. Mörg skemmtileg smáat- riði er að finna í hönnun tíu þúsund króna seðilsins. Þar má til dæmis nefna að við ákváðum að búa til heilt fjall úr nýyrðum. Á framhlið seð- ilsins, í fjallinu bak við letrið TÍU ÞÚSUND KRÓNUR, má greina með stækkunargleri úrval þeirra nýyrða sem Jónas Hallgrímsson bjó til.“ Hjónin kynntust í myndlistarhá- skóla í Bretlandi og eru saman með vinnustofu í Kópavogi. „Við erum að vinna mikið saman þessa dag- ana og stefnum á að halda mynd- listarsýningu á næstunni,“ bætir Margrét við. - glp Hannaði bókarkápu konunnar og alla peningaseðlana síðan 1980 Listrænu hjónin Margrét Jóelsdóttir og Stephen Fairbairn vinna mikið saman. LISTAMENN Margrét Þórhildur Jóelsdóttir og Stephen Alan Fairbairn með verkin tvö. MYND/SANDRA FAIRBAIRN „Dagbók Berts, fyrsta bókin. Þessi með bláu kápunni og hauskúpunni. Þetta varð aldrei jafn gott eftir það.“ Bergur Ebbi Benediktsson, grínisti. BESTA BÓKIN Þær syngja allar dásamlega. Þær radda mikið og gera það ótrúlega vel. Ég er meira bara partíspilari, þær eru miklu betri en ég. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson Jólaundirbúningur Berglindar Pétursdóttur hefur ekki gengið stóráfallalaust fyrir sig. „Bíllinn minn er ónýtur, þannig að við kom- umst ekki langt að kaupa jólagjaf- ir eða jólagardínur. Jólagjafirnar í ár verða eimaðar af kærastanum mínum, heklaðar af mér, eða skap- aðar af Kára syni mínum, 3 ára, en hann hefur þegar sýnt mikla list- ræna hæfileika, þrátt fyrir að vera ungur að árum,“ segir Berglind, sem er textahöfundur, dansari og GIF-drottning. Berglind fór á Jólagesti Björg- vins um síðustu helgi, en hún hafði hlakkað mikið til tónleikanna. „Bíllinn gaf upp öndina á bílastæð- inu á Jólagestunum, ég held hann hafi verið leiður að fá ekki að koma með inn, hann er þar ennþá,“ segir Berglind. „Ég óska hér með eftir bíl í jólagjöf.“ En Berglind er ekki af baki dott- in. „Það er mikil jólastemning í vinnunni hjá mér. Við erum nýbú- in að halda jólapartí með Bahama- þema þar sem ég gæddi mér á jóla- legum ananas og vann sparibauk í jólagjafaleik,“ segir Berglind og segist þrátt fyrir allt vera mikið jólabarn. „Ég fór til mömmu og pabba að baka smákökur því þau eiga sprautulakkað eldhús en eld- húsið mitt er í smærri kantinum. Ég skildi samt kökurnar eftir hjá þeim því að ég er algjör óhemja þegar kemur að smákökum og þarf að halda mér í formi út af ferli mínum sem dansari,“ segir Berg- lind. - ósk Óskar eft ir nýjum bíl í jólagjöf Berglind Pétursdóttir gefur frumlegar jólagjafi r í ár, eimaðar eða heklaðar. ÚR BAHAMA-JÓLAPARTÍI Berglind gæddi sér á jólalegum ananas og vann sparibauk í jólagjafaleik. MYND/ÚR EINKASAFNI ÁSAMT DÆTRUM SÍNUM „Þær syngja allar dásamlega,“ segir Sigurbjörn Daði um dæturnar. SÖNGELSK FJÖLSKYLDA Foreldrar Sigurbjarnar eru mikið söngfólk að hans sögn. Fjölskyldan er mikið í tónlist. , hægindastóll með skemli Jólatilboð kr. 175.840 Fullt verð kr. 219.800 Til í rauðu, svörtu og hvítu leðri. V A X T A LA U SA R AFBORGANIR Í 1 2 M Á N * Aðeins 15.331 kr. á mán. AFSLÁTTUR 20% LEVANTO hægindastóll með skemli Jólatilboð kr. 119.840 Fullt verð kr. 149.800 Til í svörtu, gráu, brúnu, hvítu og rauðu leðri. V A X T A LA U SA R AFBORGANIR Í 1 2 M Á N * Aðeins 10.501 kr. á mán. AFSLÁTTUR 20% MAINE hægindastóll með skemli Jólatilboð kr. 155.840 Fullt verð kr. 194.800 Til í svörtu og rauðu leðri. V A X T A LA U SA R AFBORGANIR Í 1 2 M Á N * Aðeins 13.606 kr. á mán. AFSLÁTTUR 20% ÞÍN STUND ÞINN STAÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.