Fréttablaðið - 20.02.2014, Síða 18

Fréttablaðið - 20.02.2014, Síða 18
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Grandi | Kræsingar & kostakjör 2F YR IR 1 KIRKLAND HRÍSMJÓLK Framboð á útgefnu hlutafé í Kaup- höll Íslands gæti aukist um 68 millj- arða króna á árinu ef nýskráning- ar þeirra sjö félaga sem stefna að skráningu ganga í gegn. Heildar- virði félaganna yrði um tvö hundruð milljarðar króna og nýskráningarn- ar myndu auka virði skráðra félaga á íslenskum hlutabréfamarkaði um 35-40 prósent. Þ et t a kom fram í erindi Hrafns Steinars- sonar hagfræð- ings hjá grein- ingardeild Arion banka, á morgun- fundi bankans í gær. Þar kynnti Hrafn nýja grein- ingu bankans á eftirspurn og fram- boði fjárfestingarkosta í hagkerfinu og hann gerði nýskráningarnar að sérstöku umfjöllunarefni. „Við gerum ráð fyrir þessum sjö félögum og að þau komi inn með þessa 68 milljarða þar sem stærstu seljendurnir yrðu Arion banki og Framtakssjóður Íslands (FÍ). En það er ákveðin óvissa því tilhneigingin síðustu ár hefur verið að skrán- ingar dragist yfir á næsta ár en ég er bjartsýnn á framhaldið,“ segir Hrafn. Hann bendir einnig á að FÍ og eignarhaldsfélagið Klakki eru stærstu eigendur í N1 og VÍS, félögum sem voru skráð á markað á síðasta ári, en þeir eru að hans mati ekki líklegir kjölfestueigendur til langs tíma. Hrafn áætlar að þeir selji sína hluti á næstu misserum fyrir um tólf milljarða króna. „En það er óljóst hvort það hlutafé komi á markað í ár.“ Viðskipti á hlutabréfamarkaði Hlutabréfamarkaðurinn gæti stækkað um fjörutíu prósent Nýskráningar þeirra sjö félaga sem stefna á Kauphöllina gætu aukið framboð á útgefnu hlutafé um 68 millj- arða króna. Heildarvirði þeirra yrði um 200 milljarðar króna, samkvæmt spá greiningardeildar Arion banka. HRAFN STEINARSSON KAUPHÖLLIN Félögin N1, VÍS og TM voru skráð á markað á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÉLÖGIN SJÖ SEM ERU LÍKLEG TIL SKRÁNINGAR Á MARKAÐ Á ÁRINU næstum þrefölduðust á síðasta ári miðað við árið á undan. Ársveltan 2013 var 251 milljarður króna en um 89 milljarðar í árslok 2012. Hrafn segir eftirspurnina mikla þrátt fyrir aukninguna milli ára. „Ég held að eftirspurnin eftir nýskráningum frá lífeyrissjóðum og verðbréfasjóðum sé umtalsverð. Spá okkar um nýskráningarnar er frekar bjartsýn en það er að öllum líkindum næg eftirspurn eftir þessu aukna framboði. Maður hefur séð þátttökuna í útboðum og hvernig í rauninni sparifé landsmanna hefur leitað í auknum mæli í hlutabréfa- markaðinn. Við spáum því að eftir- spurnarþrýstingurinn muni láta eitthvað undan á skuldabréfamark- aði og frekar birtast hlutabréfa- megin.“ haraldur@frettabladid.is VIÐSKIPTI Breska matvæla- vinnslufélagið Bakkavör hagnað- ist um 7,8 milljónir punda á síð- asta ári, eða sem svarar 1.469 milljónum íslenskra króna. Fram kemur í nýbirtum ársreikningi að hagnaðar aukning milli ára er nærri fjórföld, en árið 2012 nam hagnaður félags- ins 2,1 milljón punda, eða sem svarar 395 millj- ónum króna. Tap er þó af áframhaldandi starfsemi hjá félaginu, sam- kvæmt ársreikn- ingnum, upp á 11,6 milljónir punda, eða tæpa 2,2 milljarða króna. Þar vegur þungt afskrift viðskiptavildar upp á 21,2 milljónir punda (tæpa fjóra millj- arða króna). Á móti kemur svo hagnaður af aflagðri starfsemi, en í aprílbyrjun gekk í gegn sala á starfsemi félags- ins í Frakklandi og á Spáni sem samið var um seinni hluta nóvem- bermánaðar 2012. Fyrir starfsem- ina sem var seld fengust 28 milljón- ir punda, eða tæpir 5,3 milljarðar króna. Stjórn félagsins leggur ekki til arðgreiðslu vegna ársins 2013, en stærstu eigendur félagsins eru bræðurnir Lýður og Ágúst Guð- mundssynir. Í tilkynningu með ársreikningi er haft eftir Ágústi Guðmunds- syni, forstjóra Bakkavarar, að sam- stæðan hafi komist vel á veg í að ná markmiðum sínum á árinu. Lokið hafi verið farsællega við endurfjár- mögnun, eignir utan Bretlandseyja verið seldar og endurskipulagningu lokið á hluta starfseminnar sem lítið hafi gefið af sér. Þessum verkefn- um hafi verið lokið á sama tíma og tekjuaukning samstæðunnar hafi verið umfram það sem gengur og gerist á markaðnum og framlegð hafi verið varin fyrir umtalsverðri verðbólgu hráefniskostnaðar. - óká ÁGÚST GUÐ- MUNDSSON Hagnaður Bakkavarar í fyrra var nærri fjórfalt meiri en árið áður: Aflögð starfsemi skýrir hagnað Liður 2012 2013 Tap/hagnaður fyrir skatt 4,1 -17,6 Tap/hagn. af áframhaldandi starfs. 1,3 -11,6 Hagnaður af aflagðri starfs. 0,8 19,4 Hagnaður ársins 2,1 7,8 *Allar tölur eru í milljónum punda. Heimild: Ársskýrsla Bakkavarar 14. febrúar 2014. Helstu tölur úr ársuppgjöri Bakkavarar* Nýafstaðnar mælingar Hafrann- sóknastofnunar gefa ekki tilefni til að breyta ákvörðun hennar frá því í haust um 160 þúsund tonna afla- mark á loðnu. Áhöfn Árna Friðrikssonar, skips stofnunarinnar, leitaði að loðnu 14. febrúar og var lagt út frá Akureyri á Vestfjarðamið. Þar varð ekki vart við loðnu og var skipinu því siglt suður fyrir land. Þar mætti skipið hrygningar göngunni skammt vestan við Selvog. „Haldið var austur undir miðja Meðallandsbugt, en lítið fannst austast á leitarsvæðinu,“ segir í frétt á vef Hafró. - skó Breytir ekki fyrri ákvörðun: Hafró fann lítið af loðnu LOÐNA Veður kom í veg fyrir að mæl- ingar á hrygningargöngunni yrðu endur- teknar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis vegna falls sparisjóðanna er ekki enn komin fram þrátt fyrir að nefndin hafi átt að skila henni af sér í maímánuði 2012. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði í viðtali við fréttastofu 365 í janúar að skýrsla rannsóknar- nefndar um aðdraganda og orsakir falls sparisjóðanna yrði kynnt í þessum mánuði, um tuttugu mán- uðum seinna en áætlað var. Þá var kostnaður rannsóknarinnar kom- inn í 560 milljónir króna. - sáp Skýrslan um sparisjóðina: Enn beðið eftir skýrslunnni Fyrirtækið Spike Aerospace vinnur nú hörðum höndum að þróun einka- þotunnar S-512 sem stefnt er á að setja á markað í árslok 2018. Vélin verður frábrugðin öðrum farþega- vélum að því leyti að á henni verða engir gluggar. Risastórir skjáir koma í þeirra stað og sýna farþeg- um það sem gerist fyrir utan vélina í beinni útsendingu í háskerpu, en ytra byrði vélarinnar verður þakið myndavélum. Þetta fyrirkomulag er sagt auka flugöryggi þar sem vélin geti verið sterkbyggðari ef ekki þarf að gera ráð fyrir gluggum á hliðum hennar. - hva Þróun Spike Aerospace: Engir gluggar á nýrri einkaþotu Verð hlutabréfa í rafbílaframleiðandanum Tesla Motors hækkuðu um 3 prósent á mörkuðum í fyrradag eftir að orðrómur komst á kreik um mögulegan samruna fyrirtækisins og Apple. Þetta var í fyrsta sinn sem verð bréfanna fer yfir 200 dollara. Áhugi fjárfesta kviknaði eftir sögusagnir af fundi Elons Musk, annars stofnanda Tesla Motors, og Adrians Perica, formanns samruna- deildar Apple. Fundurinn fór fram í upphafi árs 2013 en kom fyrst upp á yfirborðið í vikunni í umfjöllun San Francisco Chronicle þar sem vísað var til ónafn- greindra heimildarmanna. Apple hefur þó ekki verið þekkt fyrir að reiða fram háar fjárhæðir í fjárfestingum sínum ólíkt keppinautum þeirra hjá Google og Microsoft. Markaðsvirði Tesla stendur nú í rúmlega 25 milljörðum Bandaríkjadala, ríflega 2.800 millj- örðum íslenskra króna, og því er ljóst að Apple þarf að bregða út af vananum ef af samrunanum á að verða. Líklegra verður þó að teljast að samstarf milli fyrirtækjanna sé í kortunum frekar en samruni. Musk tilkynnti fyrr í ár að Tesla hygðist byggja stærsta rafhlöðuver heims með aðkomu annarra fyrirtækja og hefur verið gert ráð fyrir því að Apple sé eitt þeirra. - sój Orðrómur um samruna tæknirisans Apple og rafbílaframleiðandans Tesla veldur hækkun: Hlutabréf í Tesla hækkuðu um 3 prósent SAMRUNI RISA Markaðsvirði Tesla stendur í rúm- lega 25 milljörðum Bandaríkjadala. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.