Fréttablaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 20
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins
með glæsilegt forskot á keppinautana.
Meðallestur Fréttablaðsins í
aldurshópnum 25-54 ára er 73%
á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra
sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið
fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga
vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
M
ikið hefur verið rætt um þá byltingu sem
samfélagsmiðlarnir hafa í för með sér þegar
kemur að því að taka virkan þátt í mótmælum
og andófi gegn yfirgangi og valdníðslu
stjórnvalda víðs vegar um heiminn. Því hefur
jafnvel verið haldið fram að þeir komist næst því að geta
kallast virkt lýðræði af öllum þeim tækjum sem hinn almenni
borgari hefur haft á valdi sínu til mótmæla í gegnum söguna.
Og vissulega geta þeir verið öflug verkfæri í því að koma upp
um alls kyns svínarí og hópa fólki saman til að mótmæla því.
En virka þeir í raun til þess
að hafa hemil á stjórnvöldum
eða eru þeir einungis enn ein
dúsan sem við huggum okkur
við í stað þess að taka virkan
þátt í þjóðfélaginu?
Á hverjum einasta degi
fyllast fréttaveitur Facebook-
notenda af fréttum og greinum
um einhver umdeild mál sem hæst ber þann daginn. Fólk
deilir þessu í gríð og erg með misgáfulegum kommentum og
þykist þar með hafa lagt sitt af mörkum til þjóðfélagsumræð-
unnar. Æsingurinn stendur í mesta lagi í tvo til þrjá daga en
þá veldur offramboðið því að fólk er orðið hundleitt á viðkom-
andi umræðuefni eða æsingamáli og kapphlaupið snýst um að
finna nýtt æsingaefni til að deila. Þannig virðast Facebook,
Twitter og aðrir samfélagsmiðlar í raun oft fremur stuðla
að því að kæfa umræðuna en hvetja hana og þeir sem lifa í
þeirri sælu trú að þeir séu virkir í andófinu eru í raun aðeins
virkir á eigin lyklaborði.
Annað sem samfélagsmiðlunum hefur verið hrósað fyrir
er hversu auðvelt er að láta boð út ganga um alls kyns við-
burði og þá ekki síst mótmælaaðgerðir gegn ákveðnum
málum, stefnum og atburðum. Það er alveg rétt að með einum
smelli er hægt að senda boð á þúsundir manna og láta vita
af fyrirhuguðum aðgerðum, safna jákvæðum viðbrögðum
og fá fjölda manns til að staðfesta þátttöku í mótmælum eða
umræðufundum um umdeild mál. Neikvæða hliðin á þeirri
þróun er hins vegar sú að ansi margir virðast álíta að með því
að staðfesta þátttöku sína í viðkomandi aðgerð á Facebook sé
fólk búið að gera skyldu sína og frekari aðgerða sé ekki þörf.
Það geti hallað sér aftur í makindum og klappað sjálfu sér á
bakið fyrir að vera aktífir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar. Gott
dæmi um það eru nýleg mótmæli við innanríkisráðuneytið
þar sem um tvö hundruð manns höfðu staðfest mætingu á
Facebook-viðburðinn en einungis örfáir mættu í raun. Þar
virkaði dreifing viðburðarins á samfélagsmiðlum alveg öfugt
og það virðist verða æ algengara að fólk láti stafræna nær-
veru nægja á viðburði sem dreift er á samfélagsmiðlum. Við
lifum lífi okkar í sífellt meiri mæli í stafrænum heimi en
stafræn þátttaka í samfélaginu kemur ekki í staðinn fyrir
virka þátttöku og virkilega er ástæða til að vera vakandi
fyrir því að fylgja málum eftir í raunheimum. Að öðrum kosti
er hætta á að samfélagsmiðlarnir geri meira ógagn en gagn í
baráttunni fyrir betri heimi.
Að breyta heiminum með því að deila á Facebook.
Aðgerðasinnar á
lyklaborðunum
Fyrir skömmu sat ég ráðstefnu á vegum
Geðhjálpar sem bar yfirskriftina
„Hvers virði er frelsið“. Þar var fjallað
um sjálfræðissviptingar, nauðung og
valdbeitingu í geðheilbrigðisþjónustu.
Nokkrir þeirra sem hafa verið beittir
slíkri nauðungarvistun komu í pontu og
lýstu reynslu sinni. Í máli þeirra kom
fram hve slæmar langvarandi afleið-
ingar slík aðgerð hafði haft á þá – ekki
hjálpað heldur þvert á móti spillt fyrir
batanum.
Samkvæmt núgildandi lögræðislögum
getur læknir ákveðið að nauðungarvista
megi sjálfráða mann með svo alvarlegan
geðsjúkdóm að talið er líklegt að hann
muni vinna sjálfum sér eða öðrum mein.
Sama gildir ef maður á við alvarlega
áfengisfíkn að stríða eða ofneyslu fíkni-
efna. Oft þarf að kalla til lögreglu og er
henni þá skylt við að verða við beiðni
læknis um aðstoð við að flytja viðkom-
andi manneskju á sjúkrahús með valdi.
Má vista í 21 sólarhring
Samkvæmt núgildandi lögum má vista
sjálfráða mann gegn vilja hans á sjúkra-
húsi til meðferðar í allt að 21 sólarhring,
án þess að málið fari fyrir dóm. Það er
að mínu mati alltof langur tími. Ég tel
að frelsissvipting sem þessi eigi að fara
strax fyrir dómara og sjúklingi skipaður
skipaður réttargæslumaður, svipað og
gert er þegar krafist er gæsluvarðhalds.
Fleiri annmarkar eru á núgildandi
lögum. Í dag geta maki, ættingjar í bein-
an legg eða systkini lagt fram beiðni
um nauðungarvistun á sjúkrahúsi. Að
mínu mati hafa þessir aðilar ekki yfir
nægilegri fagþekkingu að búa til að taka
slíka ákvörðun til að meta hvort þörf
er á þessu neyðarúrræði. Á Akureyri
tíðkast það til dæmis að það er eingöngu
Félagsþjónustan sem fer fram á slíkar
frelsissviptingar því ekki þykir stætt á
því að byggja á öðru en faglegu mati sér-
fræðinga hennar.
Ég veit fyrir víst að nú er verið að
vinna að því í innanríkisráðuneytinu í
góðu samráði við Geðhjálp og fleiri aðila
að breyta þessum lögum og gera þau
faglegri og mannúðlegri. Þetta mál þarf
að skoða vel og í samvinnu og sátt, en í
mínum huga fara valdbeiting og lækn-
ingar aldrei saman.
Hvers virði er frelsið?
➜ Samkvæmt núgildandi lögum
má vista sjálfráða mann gegn vilja
hans á sjúkrahúsi til meðferðar í
allt að 21 sólarhring, án þess að
málið fari fyrir dóm. Það er að mínu
mati alltof langur tími.
SAMFÉLAG
Elín Hirst
þingmaður Sjálf-
stæðisfl okksins
Afglæpavæðing og ostar
Nokkuð merkileg umræða var á Alþingi
í gær þar sem rætt var um stefnu-
mótun í vímuefnamálum. Helgi Hrafn
Gunnarsson, þingmaður Pírata, var
málshefjandi en heilbrigðisráðherra,
Kristján Þór Júlíusson, lýsti þar þeirri
skoðun sinni að refsistefna Íslendinga
væri ekki að virka og ræða
bæri allar mögulegar
nálganir til að vinna betur
bug á þeirri ógn, þar á
meðal afglæpavæðingu. Í
fyrradag hins vegar hafnaði
Sigurður Ingi Jóhannsson
landbúnaðarráðherra
beiðni verslunar-
fyrirtækisins Haga
um viðbótartollkvóta
fyrir innflutning á
buffala-, geita- og
ærmjólkurostum, sem og á lífrænum
kjúklingi, þrátt fyrir að fyrir liggi að
skortur sé á innlendum markaði á
þessum vörum og nánast engin inn-
lend framleiðsla á þeim. Dagur B.
Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar
í Reykjavík, hitti naglann á höfuðið á
Twitter þar sem hann spurði sig hvort
hann væri að ná þessu. Ríkis-
stjórnin vilji gjarnan ræða
frjálsan innflutning fíkniefna
en er alveg á móti geitaosti
og mozzarella.
Bylting í boði ESB
Enn merkilegri
umræða varð hins
vegar aðeins síðar
í gær þegar rætt
var um aðildarvið-
ræður við Evrópu-
sambandið. Þar svaraði Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra spurningu
Guðmundar Steingrímssonar, þing-
manns Bjartrar framtíðar, um hvernig
ráðherrann héldi að ástandið í Evrópu
væri ef sambandsins nyti ekki við.
Þar leiddi Gunnar Bragi líkur að því
að ástandið í Úkraínu mætti rekja til
aðgerða Evrópusambandsins. Hann
hélt því fram að ESB hefði staðið sig
illa í aðdraganda byltingarinnar þar
með því að setja of mikinn þrýsting á
úkraínsk stjórnvöld. Það er eins gott
að ríkisstjórn Íslands er í þann
veginn að slíta þessum
blessuðu viðræðum.
Hver veit hvernig við
myndum enda hér inni
í þessu Evrópusam-
bandi?
fanney@frettabladid.is
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is