Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2014, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 20.02.2014, Qupperneq 34
KYNNING − AUGLÝSINGKonudagur FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 20144 FRÁ HJARTANU Margir karlmenn leggja sig fram um að gleðja konurnar í lífi sínu á konu- daginn. Þar sem við lifum í neyslusamfélagi fara flestir þeirra út í búð og kaupa eitthvað sniðugt til að gefa. Það gæti verið skemmtilegt að breyta til í ár og gera eitthvað heimatilbúið. Það liggur beinast við að sýna smá takta í eldhúsinu og elda eitthvað gott í stað þess að kaupa skyndibita. Heimagert konfekt fellur eflaust vel í kramið enda vita allir að konur elska súkkulaði. Vel undirbúið nudd með heimagerðum skrúbbum og kremum kæmi mörgum konum skemmtilega á óvart. Morgunmatur í rúmið er klassískt bragð og yfirleitt vel metið. Passið bara að haga því þannig að mylsnan fari ekki í rúmið. Ýmislegt fleira má láta sér detta í hug og um að gera að vera frumlegur. ÁVALLT Á FYRSTA DEGI GÓU Konudagurinn er ávallt haldinn á sunnudegi á fyrsta degi góumánaðar. Elstu bókfestu dæmi um að heitið konudagur sé notað um þennan dag eru frá því um miðja 19. öld, en það gæti verið langtum eldra í talmáli. Góa er næst- seinasti mánuður vetrar- misseris samkvæmt hinu forníslenska tímatali. Líklegt er að menn hafi í heiðnum sið haldið ein- hverja smáveislu í upphafi hinna gömlu vetrarmánaða. Með tilkomu kristnitökunnar hefur það sennilega horfið úr opinberu lífi en viðhaldist í einhverjum heimahúsum. Svo virðist sem þorrafagn- aður í heimahúsum hafi verið hálfgert feimnismál á öldum hins kristilega strang- trúnaðar. Síður er talað um góufagnað. Tvennt kemur til. Í fyrsta lagi byrjar góa alltaf á sunnudegi og því hvort sem er skárri matur þá á borðum. Þá lenti góukoma oftast inni í langaföstu og því ekki við hæfi að hafa gleðskap. Heitið konudagur á fyrsta degi góu fer að breiðast út eftir miðja 19. öld, ef til vill frá Þingeyingum. Elsta dæmið er frá Ingibjörgu Schulesen sýslumannsfrú á Húsavík og nokkrum áratugum síðar kemur það fyrir í sögum eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi í Aðaldal. Um 1900 er það orðið þekkt um allt land og árið 1927 hlýtur það þá opinberu viðurkenningu að vera tekið upp í Almanak Þjóðvinafélagsins. Á fjórða áratug síðustu aldar taka kaupmenn að auglýsa sérstakan mat fyrir konudaginn og sumar stúkur Góðtemplarareglunnar auglýsa kvöldskemmtanir á þessum degi um 1940. Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar taka blómasal- ar að auglýsa konudagsblóm. Upphafsmaður þess mun hafa verið Þórður á Sæbóli í Kópavogi, en fyrsta blaða- auglýsing sem fundist hefur frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá 1957. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands Burt’s Bees vörurnar fást t.d. í Lyfjum & heilsu Kringlunni og í Fríhöfninni. náttúran og ég N Á T T Ú R U L E G F E G U R Ð „UPPÁHALDS SNYRTIVARAN MÍN ER LITAÐUR VARASALVI FRÁ BURT’S BEES“ PATTRA SRIYANONGE TÍSKUBLOGGARI MÆLIR MEÐ TINTED LIP BALM FRÁ BURT´S BEES „Uppáhalds snyrtivaran mín er litaður varasalvi frá Burt’s Bees í litnum rose. Ég varð ástfangin af honum síðasta sumar þegar ég keypti mér einn í Leifstöð. Nú hafa fleiri Burt’s Bees elskur bæst við í snyrtibudduna. Þetta er eini var- asalvinn sem hefur virkað svona ótrúlega vel á mig og liturinn finnst mér fullkominn. 100% náttúrulegur er líka eitthvað til þess að gleðjast yfir!“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.