Fréttablaðið - 20.02.2014, Side 34

Fréttablaðið - 20.02.2014, Side 34
KYNNING − AUGLÝSINGKonudagur FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 20144 FRÁ HJARTANU Margir karlmenn leggja sig fram um að gleðja konurnar í lífi sínu á konu- daginn. Þar sem við lifum í neyslusamfélagi fara flestir þeirra út í búð og kaupa eitthvað sniðugt til að gefa. Það gæti verið skemmtilegt að breyta til í ár og gera eitthvað heimatilbúið. Það liggur beinast við að sýna smá takta í eldhúsinu og elda eitthvað gott í stað þess að kaupa skyndibita. Heimagert konfekt fellur eflaust vel í kramið enda vita allir að konur elska súkkulaði. Vel undirbúið nudd með heimagerðum skrúbbum og kremum kæmi mörgum konum skemmtilega á óvart. Morgunmatur í rúmið er klassískt bragð og yfirleitt vel metið. Passið bara að haga því þannig að mylsnan fari ekki í rúmið. Ýmislegt fleira má láta sér detta í hug og um að gera að vera frumlegur. ÁVALLT Á FYRSTA DEGI GÓU Konudagurinn er ávallt haldinn á sunnudegi á fyrsta degi góumánaðar. Elstu bókfestu dæmi um að heitið konudagur sé notað um þennan dag eru frá því um miðja 19. öld, en það gæti verið langtum eldra í talmáli. Góa er næst- seinasti mánuður vetrar- misseris samkvæmt hinu forníslenska tímatali. Líklegt er að menn hafi í heiðnum sið haldið ein- hverja smáveislu í upphafi hinna gömlu vetrarmánaða. Með tilkomu kristnitökunnar hefur það sennilega horfið úr opinberu lífi en viðhaldist í einhverjum heimahúsum. Svo virðist sem þorrafagn- aður í heimahúsum hafi verið hálfgert feimnismál á öldum hins kristilega strang- trúnaðar. Síður er talað um góufagnað. Tvennt kemur til. Í fyrsta lagi byrjar góa alltaf á sunnudegi og því hvort sem er skárri matur þá á borðum. Þá lenti góukoma oftast inni í langaföstu og því ekki við hæfi að hafa gleðskap. Heitið konudagur á fyrsta degi góu fer að breiðast út eftir miðja 19. öld, ef til vill frá Þingeyingum. Elsta dæmið er frá Ingibjörgu Schulesen sýslumannsfrú á Húsavík og nokkrum áratugum síðar kemur það fyrir í sögum eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi í Aðaldal. Um 1900 er það orðið þekkt um allt land og árið 1927 hlýtur það þá opinberu viðurkenningu að vera tekið upp í Almanak Þjóðvinafélagsins. Á fjórða áratug síðustu aldar taka kaupmenn að auglýsa sérstakan mat fyrir konudaginn og sumar stúkur Góðtemplarareglunnar auglýsa kvöldskemmtanir á þessum degi um 1940. Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar taka blómasal- ar að auglýsa konudagsblóm. Upphafsmaður þess mun hafa verið Þórður á Sæbóli í Kópavogi, en fyrsta blaða- auglýsing sem fundist hefur frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá 1957. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands Burt’s Bees vörurnar fást t.d. í Lyfjum & heilsu Kringlunni og í Fríhöfninni. náttúran og ég N Á T T Ú R U L E G F E G U R Ð „UPPÁHALDS SNYRTIVARAN MÍN ER LITAÐUR VARASALVI FRÁ BURT’S BEES“ PATTRA SRIYANONGE TÍSKUBLOGGARI MÆLIR MEÐ TINTED LIP BALM FRÁ BURT´S BEES „Uppáhalds snyrtivaran mín er litaður varasalvi frá Burt’s Bees í litnum rose. Ég varð ástfangin af honum síðasta sumar þegar ég keypti mér einn í Leifstöð. Nú hafa fleiri Burt’s Bees elskur bæst við í snyrtibudduna. Þetta er eini var- asalvinn sem hefur virkað svona ótrúlega vel á mig og liturinn finnst mér fullkominn. 100% náttúrulegur er líka eitthvað til þess að gleðjast yfir!“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.