Fréttablaðið - 20.02.2014, Page 50
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 34
Kvikmyndin Nebraska verður
frumsýnd á Íslandi á morgun en
Alexander Payne er leikstjóri
myndarinnar.
Myndin fjallar um Woody Grant,
sem leikinn er af gömlu kempunni
Bruce Dern. Hann er afar fyrir-
ferðarmikill maður frá Missouri
og er sannfærður um að hann hafi
unnið milljón dollara á happa-
þrennu. Svo gott er það ekki, því
vinningurinn er hluti af svikamyllu.
Sonur Woodys, David, sem leik-
inn er af Will Forte, samþykk-
ir með semingi að keyra gamla
manninn til Nebraska til að inn-
heimta vinninginn. Þá hefst þeirra
vegferð, sem reynist svo sannar-
lega lærdómsrík og ábatasöm,
þrátt fyrir að feðgarnir verði ekki
ríkari fyrir vikið.
Stórleikararnir Gene Hackman,
Robert Forster, Jack Nicholson
og Robert Duvall komu allir til
greina í aðalhlutverkið en á end-
anum hreppti Bruce Dern hnoss-
ið. Leikstjórinn Alexander Payne
sér líklega ekki eftir valinu, því
Bruce hlaut verðlaun sem besti
leikarinn á kvikmyndahátíðinni
í Cannes, þar sem myndin var
tilnefnd til Gullpálmans. Þá er
Bruce einnig tilnefndur sem besti
leikarinn á Óskarsverðlaunahátíð-
inni sem fer fram í byrjun mars.
Myndin hefur alls hlotið sex til-
nefningar til verðlaunanna, þar á
meðal sem besta myndin.
Breaking Bad-stjarnan Bryan
Cranston fór einnig í prufu fyrir
hlutverk sonar Woodys, en Alex-
ander fannst hann ekki passa í hlut-
verkið.
Alexander hefur verið tilnefnd-
ur til Óskarsverðlauna og Gol-
den Globe-verðlaunanna. Þetta
er fjórða mynd hans sem gerist í
heimaríki hans, Nebraska í Banda-
ríkjunum, en hinar þrjár eru
Citizen Ruth, Election og About
Schmidt.
liljakatrin@frettabladid.is
Fjórða myndin á heimavelli
Kvikmyndin Nebraska í leikstjórn Alexanders Payne verður frumsýnd á morgun. Þetta er fj órða myndin sem
hann gerir í heimaríki sínu Nebraska í Bandaríkjunum. Myndin fj allar um eldri mann sem lendir í svikamyllu.
FER Á KOSTUM Bruce Dern
þykir afar góður sem gamal-
mennið Woody.
Leikarinn Benecio del Toro er 47
ára í dag
Helstu myndir: The Usual Suspect, Traffic,
Snatch, Things We Lost in the Fire og 21
Grams.
AFMÆLISBARN DAGSINS
Kvikmyndin Gamlinginn sem skreið
út um gluggann og hvarf verður
frumsýnd á Íslandi á morgun en hún
er byggð á samnefndri skáldsögu
sænska rithöfundarins Jonas Jonas-
son. Bókin sló óvænt í gegn og hefur
verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál.
Myndin hefur ekki hlotið síðri við-
tökur og sló aðsóknarmet þegar hún
var frumsýnd í Svíþjóð á jóladag.
Myndin fjallar um Allan Karls-
son, sem leikinn er af Robert Gust-
afsson, sem vaknar að morgni
hundrað ára afmælis síns og
ákveður að stinga af frá elliheim-
ilinu í staðinn fyrir að mæta í
afmælisveisluna. Hann lendir í
ýmsum ævintýrum og í leiðinni er
fortíð hans rifjuð upp. Í ljós kemur
að Allan á enga venjulega ævi að
baki og hefur haft áhrif á marga
helstu lykilmenn heimsins, til
dæmis Franco, Stalín, Albert Ein-
stein og Mao Tse Tung.
Við Íslendingar eigum líka
okkar part í myndinni þar sem Sig-
urjón Sighvatsson er einn af aðal-
framleiðendum hennar. - lkg
Setti aðsóknarmet í Svíþjóð
Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf frumsýnd á morgun.
★★★★★ Svenska Dagbladet
★★★★★ Expressen
★★★★★ Aftenbladet
★★★★★ Göteborgposten
★★★★★ Sveriges Radio
➜ Dómar
HUNDRAÐ ÁRA Robert Gustafsson
leikur gamlingjann.
Ride Along
gamanmynd
AÐALLEIKARAR: Ice Cube, Kevin Hart,
John Leguizamo og Bryan Callen.
6,4/10
17/100
41/100
Bönnuð innan 12 ára.
I, Frankenstein
spenna
AÐALLEIKARAR: Aaron Eckhart,
Bill Nighy, Miranda Otto, Yvonne
Strahovsky, Jai Courtney, Socratis Otto
og Aden Young.
5,5/10
4/100
30/100
Bönnuð innan
14 ára.
FRUMSÝNINGAR
Fjör á föstudegi
MYNDIR ALEXANDERS PAYNE Leikstjóri
Handrits-
höfundur
Fram-
leiðandi
Citizen Ruth 1996
Election 1999
Jurassic Park III 2001
About Schmidt 2002
Sideways 2004
The Assasination of Richard Nixon 2004
I Now Pronounce You Chuck and Larry 2007
King of California 2007
The Savages 2007
Cedar Rapids 2011
The Descendants 2011
8,0/10
92/100
86/100
➜ Stórleikararnir
Gene Hackman,
Robert Forster,
Jack Nicholson
og Robert Duvall
komu allir til greina
í hlutverk Woody en
á endanum hreppti
Bruce Dern hnossið.
Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn.
Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
NÝ OG BE
TRI
HÖNNUN
!
TANNBURSTAR OG
TANNKREM FYRIR
VIÐKVÆM SVÆÐI