Fréttablaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 50
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 34 Kvikmyndin Nebraska verður frumsýnd á Íslandi á morgun en Alexander Payne er leikstjóri myndarinnar. Myndin fjallar um Woody Grant, sem leikinn er af gömlu kempunni Bruce Dern. Hann er afar fyrir- ferðarmikill maður frá Missouri og er sannfærður um að hann hafi unnið milljón dollara á happa- þrennu. Svo gott er það ekki, því vinningurinn er hluti af svikamyllu. Sonur Woodys, David, sem leik- inn er af Will Forte, samþykk- ir með semingi að keyra gamla manninn til Nebraska til að inn- heimta vinninginn. Þá hefst þeirra vegferð, sem reynist svo sannar- lega lærdómsrík og ábatasöm, þrátt fyrir að feðgarnir verði ekki ríkari fyrir vikið. Stórleikararnir Gene Hackman, Robert Forster, Jack Nicholson og Robert Duvall komu allir til greina í aðalhlutverkið en á end- anum hreppti Bruce Dern hnoss- ið. Leikstjórinn Alexander Payne sér líklega ekki eftir valinu, því Bruce hlaut verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem myndin var tilnefnd til Gullpálmans. Þá er Bruce einnig tilnefndur sem besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíð- inni sem fer fram í byrjun mars. Myndin hefur alls hlotið sex til- nefningar til verðlaunanna, þar á meðal sem besta myndin. Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston fór einnig í prufu fyrir hlutverk sonar Woodys, en Alex- ander fannst hann ekki passa í hlut- verkið. Alexander hefur verið tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna og Gol- den Globe-verðlaunanna. Þetta er fjórða mynd hans sem gerist í heimaríki hans, Nebraska í Banda- ríkjunum, en hinar þrjár eru Citizen Ruth, Election og About Schmidt. liljakatrin@frettabladid.is Fjórða myndin á heimavelli Kvikmyndin Nebraska í leikstjórn Alexanders Payne verður frumsýnd á morgun. Þetta er fj órða myndin sem hann gerir í heimaríki sínu Nebraska í Bandaríkjunum. Myndin fj allar um eldri mann sem lendir í svikamyllu. FER Á KOSTUM Bruce Dern þykir afar góður sem gamal- mennið Woody. Leikarinn Benecio del Toro er 47 ára í dag Helstu myndir: The Usual Suspect, Traffic, Snatch, Things We Lost in the Fire og 21 Grams. AFMÆLISBARN DAGSINS Kvikmyndin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf verður frumsýnd á Íslandi á morgun en hún er byggð á samnefndri skáldsögu sænska rithöfundarins Jonas Jonas- son. Bókin sló óvænt í gegn og hefur verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál. Myndin hefur ekki hlotið síðri við- tökur og sló aðsóknarmet þegar hún var frumsýnd í Svíþjóð á jóladag. Myndin fjallar um Allan Karls- son, sem leikinn er af Robert Gust- afsson, sem vaknar að morgni hundrað ára afmælis síns og ákveður að stinga af frá elliheim- ilinu í staðinn fyrir að mæta í afmælisveisluna. Hann lendir í ýmsum ævintýrum og í leiðinni er fortíð hans rifjuð upp. Í ljós kemur að Allan á enga venjulega ævi að baki og hefur haft áhrif á marga helstu lykilmenn heimsins, til dæmis Franco, Stalín, Albert Ein- stein og Mao Tse Tung. Við Íslendingar eigum líka okkar part í myndinni þar sem Sig- urjón Sighvatsson er einn af aðal- framleiðendum hennar. - lkg Setti aðsóknarmet í Svíþjóð Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf frumsýnd á morgun. ★★★★★ Svenska Dagbladet ★★★★★ Expressen ★★★★★ Aftenbladet ★★★★★ Göteborgposten ★★★★★ Sveriges Radio ➜ Dómar HUNDRAÐ ÁRA Robert Gustafsson leikur gamlingjann. Ride Along gamanmynd AÐALLEIKARAR: Ice Cube, Kevin Hart, John Leguizamo og Bryan Callen. 6,4/10 17/100 41/100 Bönnuð innan 12 ára. I, Frankenstein spenna AÐALLEIKARAR: Aaron Eckhart, Bill Nighy, Miranda Otto, Yvonne Strahovsky, Jai Courtney, Socratis Otto og Aden Young. 5,5/10 4/100 30/100 Bönnuð innan 14 ára. FRUMSÝNINGAR Fjör á föstudegi MYNDIR ALEXANDERS PAYNE Leikstjóri Handrits- höfundur Fram- leiðandi Citizen Ruth 1996 Election 1999 Jurassic Park III 2001 About Schmidt 2002 Sideways 2004 The Assasination of Richard Nixon 2004 I Now Pronounce You Chuck and Larry 2007 King of California 2007 The Savages 2007 Cedar Rapids 2011 The Descendants 2011 8,0/10 92/100 86/100 ➜ Stórleikararnir Gene Hackman, Robert Forster, Jack Nicholson og Robert Duvall komu allir til greina í hlutverk Woody en á endanum hreppti Bruce Dern hnossið. Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.