Fréttablaðið - 27.02.2014, Síða 1

Fréttablaðið - 27.02.2014, Síða 1
FRÉTTIR A ð dvelja á Heilsuhóteli Íslands er það besta sem hægt er að gera fyrir sjálfan sig, segir Alda Jóns-dóttir, kaffihúsaeigandi, leiðsögumaður og fararstjóri. Fólk leitar þangað út af margvíslegum ástæðum en sjálf hefur hún glímt við meltingarvandamál um tíma. „Dvölin gaf mér gríðarlega mikið. Ég hef tvisvar dvalið á Heilsuhótelinu, fyrst í tvær vikur og síðar í níu daga. Maður kúplar sig algjörlega út úr öllu stressi og endurnærir sjálfan sig full-komlega. Þarna er maður líka algjörlega á eigin forsendum og kynnist frábæru starfsfólki og skemmtilegum gestum.“Gestir Heilsuhótelsins stýra dag-skránni sinni alveg sjálfir og gera í raun það sem þeim sýnist. „Það er fjölmargt skemmtilegt og fróðlegt í boði. Ég sótti sjálf leikfimi, hlustaði á fyrirlestra, sótti frábærar nuddmeðferðir og ekki má gleyma uppáhaldinu; heita pottinum og infrarauða klefanum. Gestir Heilsu-hótelsins fara flestir daglega í stór-skemmtilega göngutúra víða á Reykja-nesi sem eru einstaklega hressandi og í gullfallegu umhverfi og svo höfum við skemmtikvöld með alls konar up ákomum “ gengur út af Heilsuhótelinu tveimur vikum síðar, sumir verkjalausir, aðrir mörgum áhyggjukílóum léttari og um leið unglegri og frísklegri, tilbúið til aðtakast á við ný HLEGIÐ HÁTT Á HEILSUHÓTELINUHEILSUHÓTEL ÍSLANDS KYNNIR Góður aðbúnaður og frábært starfsfólk ein- kennir Heilsuhótel Íslands. Gestir endurnæra sig á skömmum tíma. EINTÓM GLEÐIAlda Jónsdóttir mælir með dvöl á HeilsuhóteliÍsland f PARÍSARTÍSKANTískuvika stendur nú yfir í borg ástarinnar. Á tískupöll- um má sjá margar af vinsælustu fyrirsætum heims, eins og ensku ofurfyrirsætuna Cöru Delevingne. Cara frumsýndi eigin töskuhönnun fyrir tískurisann Mulberry í nýliðinni tískuviku Lundúna og segir að beikonát geri hana sæta. Ný skósending! Nýjar vörur að berast í hús! Allt fyrir vorið, fallegir litir .Bæði sport og sparilegur klæðnaður. Skipholti 29b • S. 551 0770 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 20 SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 27. febrúar 2014 49. tölublað 14. árgangur Búningar á þúsund krónur Hægt er að fá grímubúninga fyrir börn frá 990 krónum og upp í tíu þúsund. Oftast er ódýrara að kaupa búninga en leigja þá. 16 Þenslan á leiðinni Offramboð nýbygginga eftir hrun er horfið. Slaki sem verið hefur í hagkerfinu hverfur á næsta ári gangi spár eftir. Útlit fyrir þenslu á næsta ári og þar næsta. 6 Frjáls för og gjald Laga prófessor segir að þótt meginreglan sé óheft aðgengi almennings að óræktuðu landi geti landeigendur verið í rétti innheimti þeir gjald til að standa straum af kostnaði. 10 Tvöfalda hagnaðinn Forstjóri Vodafone segir að fyrirtækið standi sterkara eftir tíðindamikið ár. Hagnaðurinn tvöfaldaðist milli ára.18 SKOÐUN Skólafólk er lykil- fólk, skrifar Friðrik Rafns- son. 22 MENNING Harpa og Hall dóra standa fyrir ör- myndahátíð í Paradís. 30 LÍFIÐ Kristinn Óli Hrólfsson opnar hárgreiðslustofu í Kaupmannahöfn. 50 SPORT Undanúrslitin í bikarkeppni kvenna í hand- bolta fara fram í dag. 46 ht.is ÞVOTTAVÉLAR Kringlan / Smáralind VILA OPNAR Í DAG KL. 11 NÝJA OG GLÆSILEGA VERSLUN Á 2. HÆÐ Í SMÁRALIND Facebook og Instagram: vilaiceland RIKKA kvenfataverslun Full verslun af spennandi kvenfatnaði Vorum að taka upp flottar vörur Rikka Amaro húsinu í göngugötunni á Akureyri sími 451-3400 STJÓRNMÁL Ríkisendurskoðun er ekki sátt við vinnubrögð for- sætisráðuneytisins við umdeilda úthlutun á 205 milljónum króna til verkefna víða um land sem lúta að húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. „Það hefur löngum verið okkar afstaða varðandi svona styrki og úthlutanir úr þeim að allir sjóðir sem eru með sama hætti á vegum stofnana ríkisins eða ráðuneyta eigi að sæta sömu meðferð. Það þarf að gæta jafnræðis,“ segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi aðspurður. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að tæplega helmingur hinna 205 milljóna, eða 97 milljónir, fer til verkefna í kjördæmi forsætisráð- herrans Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, Norðausturkjördæmi. Styrkirnir voru ekki auglýstir til umsóknar. Brynhildur Pétursdóttir, þing- maður Bjartrar framtíðar, sem bar fram fyrirspurn um úthlutunina á Alþingi, segist ekki hafa fengið svör við því hvort gætt hafi verið jafn- ræðis. Hún hefur óskað eftir sér- stakri umræðu um málið á þingi. Sveinn segir að allir eigi rétt á því að sækja um styrki úr sjóðum sem þessum. „Það á að vera fag- nefnd sem metur umsóknirnar og setur verkefnin í þá röð sem hún telur vera æskilegasta og brýn- asta. Ef nefndin tekur ekki sjálf endanlega ákvörðun, heldur ráð- herra, þá á það að gerast á grund- velli slíkrar niðurröðunar. Öll frá- vik frá svona regluverki erum við mjög ósáttir við,“ segir hann. Spurður hvort Ríkisendurskoð- un ætli að skoða málið nánar segir Sveinn stofnunina skoða allar fjár- reiður ríkisstofnana eftir því sem hægt sé. „Þegar við verðum varir við svona hluti, þegar menn eru að fara fram hjá þessum hefðbundnu leikreglum, er eðlilegt að við horf- um til þess. Væntanlega munum við grípa til einhverra fyrirspurna og ályktana í framhaldi af því, að gefnum svörum.“ Sveinn segir vinnubrögðin vera öðruvísi en hann hafi áður vanist. „En við höfum samt í gegnum tíð- ina verið að finna að því að menn séu að úthluta úr svona fjárveit- ingu ríkisins þar sem menn sitja ekki við sama borð. Það hefur áður komið fram í athugasemdum okkar við ráðuneytin.“ - fb Ríkisendurskoðun ósátt við úthlutun forsætisráðherra Ríkisendurskoðun er ósátt við vinnubrögð forsætisráðuneytisins við úthlutun á 205 milljónum króna. Gæta þurfi jafnræðis. Búast megi við að kallað verði eftir upplýsingum. Óskað hefur verið eftir umræðu á Alþingi. IÐNAÐUR Með samþykkt Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) á ríkis- aðstoð vegna uppbyggingar iðnað- arsvæðis í landi Bakka við Húsavík greiðist leið fyrir kísilver PCC inn í þýska banka. Með samþykki ESA hefur annað af tveimur skilyrðum þýskra fjár- málastofnana fyrir fjármögnun kísilvers PCC verið uppfyllt. Talið er víst að ESA samþykki innan skamms fjárfestingarsamning rík- isins og PCC vegna byggingar og reksturs kísilversins. Þá er fjár- mögnun verkefnisins tryggð sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ríkisaðstoðin snýst um 3,4 millj- arða króna meðgjöf. Annars vegar vegna uppbyggingar innviða; hafn- argerðar á Húsavík, lóðarfram- kvæmda á Bakka og vegtengingar milli lóðar og hafnar. Hins vegar það sem snýr beint að kísilverinu sjálfu, í formi skattaívilnana til þýska fyrirtækisins sem metnar eru á 100 til 150 milljónir króna á ári. - shá / sjá síðu 4 Samþykki ESA fyrir ríkisstyrkjum til iðnaðaruppbyggingar á Bakka opnar dyr: Leiðin opnast inn í þýska banka Bolungarvík 1° NA 16 Akureyri 1° NA 4 Egilsstaðir 3° NA 5 Kirkjubæjarkl. 4° ANA 7 Reykjavík 3° ANA 6 Nokkuð hvasst NV-lands en hægari vindur víða annars staðar. Úrkoma norðanlands en bjart eða bjart með köflum sunnan til. 4 RÓAÐU ÞIG Bjarni Benediktsson bað Katrínu Júlíusdóttur, þingmann Samfylkingar, að róa sig í umræðum á Alþingi í gær. Skömmu áður hafði Katrín kallað Bjarna „helvítis dóna“ eftir að hann lagði dagskrá þingsins á púltið þegar hún var í ræðustól. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI. Öll frávik frá svona reglu- verki erum við mjög ósáttir við. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Bergur Elís Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings. ALÞINGI Þingmenn héldu áfam að ræða skýrslu Hagfræðistofn- unar um um aðildarviðræður við Evrópusambandið í gærkvöldi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, ætlar ekki að styðja þingsályktunartillögu utanríkis- ráðherra um að slíta aðildarvið- ræðum við Evrópusambandið, þrátt fyrir breytingar ráðherra á greinargerð með tillögunni. Hún segir stjórnarandstöðuna ekki vera í málþófi. Ólíklegt er að þingsályktunar- tillaga ríkisstjórnarinnar um að umsókn Íslands um aðild að Evr- ópusambandinu verði dregin til baka komist á dagskrá fyrr en í fyrsta lagi 10. mars. Hátt í 34 þúsund undirskrift- ir gegn viðræðuslitunum höfðu safnast á thjod.is í gærkvöldi. - jme / sjá síðu 2 og 8 Langir kvöldfundir á Alþingi: ESB-málið ekki enn á dagskrá

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.