Fréttablaðið - 27.02.2014, Page 10
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR |
Landeigendur víða um land hafa
nú ýmist boðað gjaldtöku af ferða-
mönnum fyrir aðgang að náttúru-
perlum, eða eru að íhuga vandlega
hvort slík gjaldtaka sé réttlætanleg.
Andstæðingar slíkrar gjaldtöku af
ferðamönnum benda á ákvæði nátt-
úruverndarlaga þar sem segir að
gangandi sé heimilt að fara um
óræktað land að vild.
Lögin virðast fremur skýr. Í nátt-
úruverndarlögum er kveðið á um
að heimilt sé að fara fótgangandi
„um óræktað land og dveljast þar“.
Þar segir þó ennfremur að á eign-
arlandi í byggð sé heimilt að „tak-
marka eða banna með merking-
um við hlið og göngustíga umferð
manna og dvöl á afgirtu óræktuðu
landi“. Í náttúruverndarlögum sem
samþykkt voru á Alþingi í fyrra en
hafa ekki tekið gildi, eru sambæri-
leg ákvæði, þó orðalagi hafi verið
hnikað örlítið til.
Talsmenn landeigenda hafa á
móti bent á að ekkert mæli á móti
gjaldtöku í lögunum. Þá hafa þeir
bent á að álagið á land þeirra sé
mikið vegna mikils fjölda ferða-
manna og rétt sé að þeir sem skoði
þessa vinsælu staði greiði fyrir við-
hald þeirra og eftirlit.
Lögmenn sem Fréttablaðið hefur
rætt við eru á einu máli um að báðir
aðilar hafi talsvert til síns máls og
erfitt sé að skera úr um það með
vísunum í lög hvort réttur landeig-
enda til að verja eign sína ágangi
eða réttur almennings til að fara um
landið óhindrað sé sterkari.
Í málinu togast á tvenns konar
hagsmunir. Annars vegar hagsmun-
ir þeirra sem eiga land með nátt-
úruperlum sem ferðamenn sækja
heim. Fjöldi ferðamanna hefur auk-
ist gríðarlega á síðustu árum og fátt
sem bendir til að sú þróun breytist.
Það þýðir að álagið á landið hefur
aukist mikið og mun halda áfram
að aukast. Það kallar á uppbygg-
ingu stíga, salerna og ýmiss konar
aðstöðu fyrir allt þetta fólk.
Á móti koma hagsmunir ferða-
mannanna sjálfra, innlendra jafnt
sem erlendra, en ekki síður þeirra
sem hafa af því tekjur að selja þeim
flugmiða til landsins, bílaleigubíla
og ferðir til að skoða náttúruna.
Þeirra hagsmunir eru þeir að þurfa
ekki að borga landeigendum fyrir
að skoða landið, þó auðvitað séu
það þeirra hagsmunir líka að land-
ið í kringum fallegar náttúruperlur
drabbist ekki niður.
Í lögum frá árinu 1281
Sú meginregla að fótgangandi megi
fara um óræktað land hefur verið
í íslenskum lögum í það minnsta
frá því Jónsbók var skrifuð árið
1281. Á þeim rúmu 700 árum sem
liðin eru síðan hefur margt breyst.
Fjöldi Íslendinga hefur margfald-
ast og möguleikarnir til að ferðast
um landið eru allt aðrir en þeir voru
fyrr á öldum.
Þrátt fyrir þetta segir Sigurð-
ur Líndal lagaprófessor að þetta
ákvæði sé síður en svo úrelt. Þetta
sé meginreglan, en hún sætir tak-
mörkunum á ýmsan hátt. Til dæmis
eru ákvæði um friðun lands, vernd
náttúru og annað sem takmarkar
þann rétt.
Sigurður segir það skýrt í sínum
huga að þrátt fyrir ákvæðið um
frjálsa för um landið geti landeig-
endur gripið til aðgerða til að verja
landið miklum ágangi. Það geti þeir
gert til dæmis með því að setja upp
girðingar og hlið og með því að
beina gestum á stíga.
Hann segir jafnframt eðlilegt að
landeigendur geti innheimt gjald
af þeim sem fari um landið til að
standa straum af kostnaði við að
verja það ágangi.
Gjaldtaka fer saman við frjálsa för
Áform um gjaldtöku á ferðamannastöðum mæta harðri andstöðu þeirra sem vilja áfram frjálsa för almennings um óræktað land. Laga-
prófessor segir að þótt meginreglan sé óheft aðgengi geti landeigendur verið í rétti innheimti þeir gjald til að standa straum af kostnaði.
Landeigendur víða um land eru
ýmist byrjaðir eða komnir í start-
holurnar með að rukka aðgangseyri
af ferðamönnum sem vilja skoða
náttúruperlur á landareign þeirra.
Þar sem þegar hefur verið ákveðið
að rukka inn er í öllum tilvikum
innheimt fullt gjald af fullorðnum
óháð þjóðerni, en ekkert rukkað
fyrir börn undir 16 ára aldri.
Gjaldtaka hófst af þeim sem
skoða Kerið í Grímsnesi í fyrra, og
10. mars ætlar hluti landeigenda á
Geysissvæðinu að hefja gjald-
heimtu. Í sumar bætist svo við
gjaldtaka af þeim sem vilja skoða
Leirhnjúk, Námaskarð og mögulega
Dettifoss, á vegum landeigenda í
Reykjahlíð.
➜ Ókeypis aðgangur
fyrir börn undir 16
Áform um náttúrupassa sem og gjaldtöku við einstaka staði vega stórlega að almannarétti um frjálsa för um óræktað
land, segir í sameiginlegri yfirlýsingu fimm samtaka náttúruverndar- og ferðafélaga.
Samtökin vara við hugmyndum um að girða af náttúruperlur í þeim tilgangi að taka gjald af svæðum, og hefta þannig
för almennings, segir í yfirlýsingunni, sem er frá Landvernd, Ferðafélagi Íslands, Ferðaklúbbnum 4x4, Samtökum útivistar-
félaga (SAMÚT) og Útivist.
„Samtökin telja að fara beri leiðir sem ekki brjóta á almannaréttinum, til dæmis blandaða leið hóflegs komu- eða brott-
farargjalds og breytinga á gistináttagjaldi og/eða virðisaukaskatti,“ segir í yfirlýsingunni.
➜ Segja vegið að rétti um frjálsa för
Um 781 þúsund erlendir ferðamenn komu til Íslands á síðasta ári, sam-
kvæmt talningu á Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn hefur rúmlega tvöfaldast frá
árinu 2004, þegar 349 þúsund sóttu landið heim.
Fjöldi ferðamanna tvöfaldast á tíu árum*
GJALDTAKA Landeigendur á Geysissvæðinu, að ríkinu undanskildu, ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem fara um
svæðið frá 10. mars næstkomandi. Aðrir eru í startholunum eða bíða átekta eftir frumvarpi iðnaðarráðherra um náttúrupassa.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GJALDTAKA HAFIN EÐA BOÐUÐ Á FIMM STÖÐUM Á LANDINU
Námaskarð
800 krónur*
Dettifoss
800 krónur*
Leirhnjúkur
800 krónur*
Geysir í Haukadal
600 krónur
Kerið í Grímsnesi
350 krónur
*Afsláttur verður veittur fyrir þá sem vilja skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk.
800
700
600
500
400
300
200
100
0
*Aðeins þeir sem fara um Kefl avíkurfl ugvöll Heimild: Ferðamálastofa
2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Fjöldi í þúsundum
AUKIÐ ÁLAG Ólíklegt er að höfundur Jónsbókar
hafi gert ráð fyrir því að tæplega 800 þúsund
ferðamenn ættu tilkall til frjálsrar farar um landið
þegar forveri þessa lagaákvæðis varð til árið 1281.
349 361
399
459 473 465 459
541
647
781
Fimm ferðaskrifstofur sem skipuleggja ferðir um Ísland skora á stjórnvöld að
stöðva fyrirætlanir landeigenda um að innheimta gjald af ferðamönnum á
landareignum sínum. Talsmaður þeirra segir að verði af áformum um gjald-
töku muni það kosta stór ferðaþjónustufyrirtæki tugi milljóna, enda löngu
búið að bóka og borga fjölmargar ferðir í sumar.
„Við erum ekki að taka afstöðu til þess hvort það eigi að innheimta gjald
af ferðamönnum fyrir að skoða náttúruperlur, heldur að segja að þetta þurfi
að gera af mikilli yfirvegun og móta þurfi heildarstefnu, sem er verið að vinna
að í augnablikinu,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Katla DMI
ferðaskrifstofu, sem er í forsvari fyrir hópinn.
„Okkur finnst þessi framganga og offors landeigenda algerlega út í hött.
Sérstaklega að það sé svona lítill fyrirvari. Það er algerlega óviðunandi fyrir
fyrirtæki sem eru að reka ferðaþjónustu í þessu landi,“ segir Bjarnheiður. Hún
segir að breytingar á borð við þessa þurfi að liggja fyrir að lágmarki ári áður
en þær taki gildi, og helst einu og hálfu ári fyrr.
Ferðaskrifstofurnar krefjast þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að stöðva
tafarlaust áformaða gjaldtöku landeigenda.
Kostar ferðaþjónustuna tugi milljóna
Brjánn
Jónasson
brjann@frettabladid.is
ASKÝRING | 10
ERU LÖG SEM HEIMILA ALMENNINGI ÓHINDRAÐA UMFERÐ UM ÓRÆKTAÐ LAND BARN SÍNS TÍMA?
LANGAR ÞIG AÐ LÆRA AÐ BÚA TIL NÆRINGARRÍKA OG FLJÓTLEGA FÆÐU?
HEILSUHÚSIÐ LÁGMÚLA 5, KL. 18:30-21:00
„Fróðlegt og skemmtilegt námskeið sem sýnir manni að það þarf alls ekki að vera flókið eða
tímafrekt að útbúa hollan og bragðgóðan mat og millimál.“
– Karen Lilja Sigurbergsdóttir
Fimmtudagurinn
6. mars
7.600 kr.
Hráfæði – Þeytingar – Ofurfæði
Lærðu að búa til kraftmikinn
morgunmat, millimál, þeytinga,
mjólkurlausa mjólk, hráfæði,
aðalrétti, eftirrétti og ís.
Sýnikennsla og fræðsla.
Eingöngu er notast við algeng
eldhúsáhöld, matvinnsluvél og
blandara við matseldina.
Allir fara saddir og sælir heim
með glænýtt uppskriftasafn
auk þess sem Facebook-hópur
verður stofnaður þar sem hægt
er að spyrja spurninga og deila
reynslu eftir námskeiðið.
SIF GARÐARSDÓTTIR
Sif Garðarsdóttir er heilsu-
mark þjálfi og einka þjálfari
með yfir 15 ára reynslu.
Nánari upplýsingar
og skráning:
sifg@hotmail.com
www.sifgardars.is