Fréttablaðið - 27.02.2014, Síða 20
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Tillaga ríkisstjórnarinnar um afturköllun
aðildarviðræðna við ESB er óþörf og fer
í bága við loforð beggja stjórnarflokka
fyrir kosningar. Stjórnarflokkarnir gerðu
sér fulla grein fyrir því í aðdraganda síð-
ustu kosninga að þjóðin vildi ekki slíta
aðildarviðræðum, þótt hún teldi þær ekki
mikilvægasta kosningamálið. Þess vegna
lögðu báðir stjórnarflokkarnir til að þjóð-
in myndi ákveða framhaldið. Hvorugur
stjórnarflokkurinn nefndi nokkru sinni
þann möguleika að þeir myndu slíta aðild-
arviðræðum, án þess að spyrja þjóðina.
Formanni Sjálfstæðisflokksins verður
nú tíðrætt um þann „ómöguleika“ að ríkis-
stjórn fari að fyrirmælum þjóðar sinnar í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar ljóst var að
stjórnarflokkarnir myndu ná meirihluta á
Alþingi var hann spurður í Fréttablaðinu,
24. apríl, um hvort ekki yrði erfitt fyrir
flokka sem væru á móti aðild að stjórna
lokaspretti aðildarviðræðna. Þá stóð ekki
á svari: „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar
að við eigum ekki að ganga í Evrópu-
sambandið og greiddi atkvæði gegn
umsókn,“ sagði hann. „En við höfum
haft það sem hluta af okkar stefnu að
opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að
útkljá þetta mál og við munum standa
við það.“
Sumir halda nú í það hálmstrá að þar
sem aðildarumsókn var ekki borin undir
þjóðaratkvæði sé á einhvern hátt rétt-
lætanlegt að taka af þjóðinni réttinn
til að ákveða um framhaldið nú. Það er
alröng ályktun.
Stefna síðustu ríkisstjórnar var að
ljúka viðræðum og bera endanlegan
samning undir þjóðina. Sú stefna byggð-
ist á sömu aðferðafræði og Bjarni Bene-
diktsson og Illugi Gunnarsson lögðu til í
árslok 2008, þegar þeir lögðu til umsókn
um aðild að ESB. Kosningaloforð núver-
andi stjórnarflokka var að bera áfram-
hald viðræðna undir þjóðina. Hvor
tveggja leiðin gengur lýðræðislega upp.
Ákvörðun núverandi ríkisstjórnar er
allt annars eðlis. Hún felst í að slíta við-
ræðum án alls samráðs við þjóðina og
meina kjósendum að taka ákvörðun sem
allir flokkar hafa hingað til lofað að þeir
fái að taka.
Þjóðin á að ráða
EVRÓPUMÁL
Árni Páll
Árnason
formaður
Samfylkingarinnar
➜ Sumir halda nú í það hálmstrá
að þar sem aðildarumsókn var ekki
borin undir þjóðaratkvæði sé á
einhvern hátt réttlætanlegt að taka
af þjóðinni réttinn til að ákveða
um framhaldið nú. Það er alröng
ályktun.
S
jálfstæðisflokkurinn býr sig nú undir að stíga lokaskrefið
í átt að markmiðinu um að festast í rúmlega fjórðungs-
fylgi. Með þeirri stefnu að neita þjóðinni um að greiða
atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið – og
nú með því að svíkja kosningaloforðið um að þjóðar-
atkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna yrði haldin á
kjörtímabilinu – hefur forysta flokksins fælt frá honum stóran
hóp kjósenda. Það er fólk sem telur að Ísland eigi heima í ESB –
eða hefur jafnvel ekki gert upp
hug sinn, en vill fá að sjá aðildar-
samninginn og kjósa um hann.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
sérstöðu meðal hófsamra
hægriflokka í Evrópu, sem lang-
flestir eru hlynntir ESB-aðild á
forsendum frjálsra viðskipta og
vestrænnar samvinnu. Flokkur-
inn vill ekki eiga heima í þeirra hópi; árið 2011 yfirgaf hann sam-
tök þeirra, EPP, og þar með til dæmis norrænu íhaldsflokkana. Í
staðinn gekk hann í AECR, samtök hægriflokka með efasemdir
um Evrópusamstarfið, en þar eru brezki Íhaldsflokkurinn og
ýmsir (aðallega smærri) flokkar sem sumir hafa heldur ógeð-
fellda stefnu, til dæmis í málum innflytjenda og samkynhneigðra.
Forystu flokksins hefur orðið tíðrætt um að afstaða hans sé
byggð á mati á hagsmunum Íslands. Það mat virðist bæði þröngt
og mótsagnakennt. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar á hags-
munasamtök gömlu undirstöðuatvinnugreinanna, sjávarútvegs
og landbúnaðar. Hún hlustar hins vegar ekki á heildarsamtök
atvinnulífsins, SA eða Viðskiptaráð, og ekki heldur á ASÍ, en þessi
þrenn samtök vilja öll ljúka aðildarviðræðunum við ESB.
Flokksforystan hlustar alls ekki á fulltrúa nýrra atvinnugreina
sem byggja á þekkingu og hugviti og kalla eftir stöðugum gjald-
miðli og fjárfestingarumhverfi, sem fengist með inngöngu í ESB.
Þó eru þetta vaxtarbroddar atvinnulífsins, sem með réttu ættu að
skapa þjóðinni mest verðmæti í framtíðinni af því að þeir eru ekki
háðir takmörkuðum náttúruauðlindum.
Forystan hlustar ekki einu sinni á þann part af landsfundar-
ályktunum flokksins sem kveða á um að krónan geti ekki orðið
framtíðargjaldmiðill Íslands og „kanna eigi til þrautar alla mögu-
leika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið
upptöku alþjóðlegrar myntar“. Þess í stað rýkur hún til og útilokar
eina raunhæfa kostinn á öðrum gjaldmiðli en krónunni.
Matið virðist því fremur sérhagsmunamat en mat á heildar-
hagsmunum þjóðarinnar og hvernig Ísland haldi sem flestum
möguleikum opnum. Það er breyting frá því sem einu sinni var.
Og þrátt fyrir allt talið um fullveldi, sættir forysta Sjálfstæðis-
flokksins sig glöð við þá fullveldisskerðingu sem felst í að fá
stóran hluta löggjafar landsins sendan beint frá Brussel, án þess
að hafa nokkra möguleika á að hafa áhrif á hana.
Sumir hafa spáð klofningi Sjálfstæðisflokksins vegna væntan-
legra slita á viðræðunum við ESB. Sá klofningur hefur í rauninni
átt sér stað. Evrópusinnarnir voru flestir farnir annað. Nú er ljóst
að þeir hafa ekki ástæðu til að koma nokkurn tímann aftur. Ein-
hverjir til viðbótar munu svo fara sömu leið.
Það er heldur ekki líklegt að alveg á næstunni verði til nýr
Evrópusinnaður mið-hægriflokkur eins og kjósendur eiga val
um í flestum nágrannalöndum okkar. Til þess er of langt í næstu
þingkosningar. Hitt er deginum ljósara að forysta Sjálfstæðis-
flokksins hefur búið til gott pláss fyrir slíkan flokk.
Evrópusinnar koma ekki aftur til Sjálfstæðisflokksins:
Sérhagsmunamatið
Helvítis dóni
Alþingismenn virðast vera að ná
sögulegum lægðum í samskiptum
hver við annan þessa dagana. Oft
hefur landanum blöskrað sandkassa-
slagurinn sem á sér stað í ræðustól
Alþingis en gærdagurinn hlýtur að hafa
verið einhvers konar met. Meðal þess
sem birtist okkur í þingsal í gær voru
samskipti Bjarna Benediktssonar fjár-
málaráðherra og Katrínar Júlíusdóttur,
varaformanns Samfylkingarinnar, þar
sem Katrín kallaði Bjarna helvítis
dóna. Aðdragandinn var sá að
Bjarni gekk upp að Katrínu,
þar sem hún stóð í pontu í
miðri ræðu, og lagði blað
á ræðupúltið. Síðar þegar
Bjarni fór í ræðustól náðu
Katrín Júlíusdóttir og
Svandís Svavarsdóttir
fram hefndum með því að leggja blöð
á ræðupúltið meðan á ræðu hans stóð.
Já, þetta gerðist í alvöru.
Kvenfyrirlitning
Dramatíkin á Alþingi er ekki þar með
upp talin. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
þingkona Samfylkingarinnar, sakaði fjár-
málaráðherra síðar um kvenfyrirlitningu
þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur að
róa sig eftir að hún kallaði hann helvítis
dóna. Sigríður sagði Bjarna hafa
leyft sér það bragð, sem
þekkt sé gagnvart konum,
að segja við þær þegar
þær séu ósáttar að róa
sig. Það lýsi kvenfyrir-
litningu og virðingarleysi
fyrir almennum
þingmönn-
um.
Hroðbjóður
Katrín Júlíusdóttir tók einnig upp
nýyrðasmíð í gær þegar hún lét út úr
sér orðið hroðbjóður, sem mun líklegast
vera í fyrsta sinn sem það er notað í
ræðu þingmanns. Katrín sagði utan-
ríkisráðherra eiga að sjá sóma sinn í
að biðja þingheim afsökunar á þessum
„hroðbjóði“ og átti þá við umdeilda
þingsályktunartillögu hans þess efnis að
draga skuli aðildarumsókn Íslands í ESB
til baka. Mörður Árnason, flokks-
bróðir Katrínar í Samfylkingunni,
sem einnig er íslenskufræðingur
og höfundur slangurorðabókar-
innar, sagði í samtali við Vísi í gær
að líklegast væri orðið samsett úr
orðunum hroðalegt og viðbjóður
og sagði ummælin svolítið
„Vigdísar Hauksdótturleg“.
fanney@frettabladid.is
Ingigerður Guðmundsdóttir
Sjúkraþjálfari BSc
Hefur hafið störf hjá
Sjúkraþjálfuninni í Mjódd.
Fyrir vinna á stofunni:
Héðinn Svavarsson
sjúkraþjálfari MT, BSc
Berglind Pétursdót tir
sjúkraþjálfari BSc
Jakobína Edda Sigurðardót tir
sjúkraþjálfari BSc
Við fögnum 21 árs starfsafmæli
í Mjóddinni og bjóðum Ingigerði
velkomna í hópinn.
Álfabakka 14, 109 Reykjavík
Tímapantanir í síma 587 0122
sjumjodd@simnet.is