Fréttablaðið - 27.02.2014, Síða 34

Fréttablaðið - 27.02.2014, Síða 34
FÓLK|TÍSKA BLÓMIN BLÍVA Blómamynstur á tískusýningum haustsins. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa bak við eyrað þegar æskuárunum sleppir. KLASSÍSK FREKAR EN TÍSKUBÓLUR Vissulega er í lagi að eltast við tískubólur ef budd- an leyfir. Ef ekki er hætt við því að sitja uppi með úreltar blómabuxur eða krumpubol sem er jafnvel freistandi að ganga í allt of lengi. Betra er að veðja á klassískan fatnað. STUTT GÆTI VERIÐ BETRA EN SÍTT Margar konur tengja flaksandi síða lokka við unglegt útlit og reyna að halda í þá sem lengst. Aðrar greiðslur gætu samt hentað betur. Með aldrinum dregur úr fitufram- leiðslu húðarinnar. Andlitið missir fyllingu og getur sítt, slétt hár ýtt undir áhrif þess. Styttra hár og mótaðri greiðsla getur hins gert það að verkum að andlitið virðist fyllra og yfirbragðið unglegra. MINNA ER STUNDUM MEIRA Eldri konur bera ekki endi- lega þunga augnmálningu jafn vel og þær sem yngri eru. Húðin í kringum augun þynnist með aldrinum auk þess sem margir mynda hrukkur í kringum þau. Málningin á það þá til að festast í hrukkum og mis- fellum sem dregur athygli að þeim. Eins geta baugar undir augum virst dekkri þegar líður á daginn og málningin byrjar að smit- ast niður á baugasvæðið. Léttur augnblýantur og maskari getur í slíkum tilfellum komið betur út en þungur eyeliner og augnskuggi. Best er að sleppa því að setja maskara á neðri augnhárin. Hann á það til að smitast niður og ýta undir bauga. RÉTTUR FARÐI SKIPTIR SKÖPUM Það er freistandi að reyna að fela öldr- unareinkenni húðar- innar með þykku meiklagi en galdurinn felst ekki endilega í því. Það sem skiptir sköpum er að velja rétta farðann og verður það mikilvægara eftir því sem fleiri húðvandamál koma fram. Litur og áferð þarf að hæfa húðlit og húðgerð en hún getur breyst með aldrinum. Sé rangur farði valinn er hætt við því að útkoman verði ójöfn gríma. Best er að leita ráða fagfólks við val á farða og óska eftir prufum. GÓÐ HÚÐUMHIRÐA SJALDAN MIKILVÆGARI Húðin verður þurrari með aldrinum og finna flestir fyrir aukinni rakaþörf. Gæta þarf að því að bera rakakrem á andlit og háls, hendur og fætur. Þá þarf að gefa augnsvæðinu sérstakan gaum en það er sérstaklega viðkvæmt. Engu að síður verður það fyrir hvað mestu hnjaski. Það þarf oftar en ekki að þola mikla förðun, krem og hreinsiefni. Þegar kemur að augn- vörum ætti því að leggja áherslu á vandaðar og helst ofnæmisprófað- ar vörur og hreinsiefni sem erta húðina sem minnst. Annars er hætt við bólg- um og roða sem gera lítið fyrir útlitið og geta jafnvel valdið varan- legum skaða. SÓLBÖÐ VARASÖM SEM FYRR Þó sólbrúnka geti gert yfir- bragðið frísklegra um stund vita flestir að geislar sólar ýta undir hrukkumyndun húðarinnar þegar fram líða stundir. Því ber að varast mikla sól og nota góða sólarvörn. Ekki gleyma því að bera hana á hendur og bringu. Þessi svæði eru oft óvarin og bera þess merki með tímanum. KLASSÍKIN ELDIST BEST FÖRÐUN OG STÍLL Ráðlegt er að laga stíl að aldri enda ekki alveg víst að kolsvört augnmálning og mittissítt hár fari vel þegar aldurinn færist yfir. Á tískusýningum fyrir haustið 2014 hafa nokkrir hönnuðir nýtt gróður og blóm sér til innblásturs. Blómamynstur eru svo sem ekki ný af nálinni en nú kveður við annan tón. Hinir venju- bundnu björtu pastellitir eru hvergi sjáanlegir en dekkri, stærri, grófari og listrænni mynstur koma inn í staðinn. Hjá Dolce & Gabbana fengu blómamynstrin mikið vægi bæði í klæðum og skreytingum á sýningunni. Stella Jean blandaði saman risastórum appelsínugulum fagurfíflum og afrískum mynstrum. Hjá Marni var víður og pokalegur kjóll skreyttur hvítum blómum með skærbleiku og grænu í bland. MARNI STELLA JEAN DOLCE & GABBANA KLASSÍSKARI MEÐ ALDRINUM Þó freistandi sé að eltast við tískubólur kemur klassískur fatnaður sér yfirleitt betur. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.