Fréttablaðið - 27.02.2014, Side 42
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30
„Við erum tvær og búnar að vinna
saman í þrjú ár við að framleiða
örmyndir sem við höfum verið
að reyna að finna vettvang til að
sýna,“ segir Harpa Fönn Sigur-
jónsdóttir sem ásamt Halldóru
Rut Baldursdóttur stendur fyrir
Örvarpinu, fyrstu örmyndahátíð
á Íslandi. „Hér heima var hæg-
ara sagt en gert að finna slíkan
vettvang þannig að við fórum
að leita fyrir okkur erlend-
is og þar reyndist vera mikil
gróska í framleiðslu og sýningu
örmynda.“
Þessi uppgötvun gaf Hörpu og
Halldóru byr undir báða vængi og
í framhaldinu fengu þær þá hug-
mynd að halda örmyndahátíð þar
sem fólk gæti sent inn myndir, þær
bestu yrðu valdar úr og myndu
keppa til verðlauna. „Við fórum
með þessa hugmynd til RÚV
fyrir um ári og þar var fólk mjög
spennt fyrir þessu. Það var ákveð-
ið að við gerðum þetta í samstarfi
og örmyndahátíðin var formlega
opnuð á vef RÚV hinn 19. septem-
ber í fyrra og stóð í þrettán vikur.“
Fyrirkomulagið var þannig að
úr 62 innsendum myndum var
valin ein mynd á viku og sýnd
á vefnum. Ísold Uggadóttir og
Haukur Ingvarsson völdu mynd-
irnar og á laugardaginn verða
þær sýndar í Bíói Paradís ásamt
ellefu myndum sem ekki voru í
keppninni en hafa vakið sérstaka
athygli Örvarpsins. Dómnefnd,
skipuð þeim Baldvin Z, Marsibil
Sæmundardóttur og Jóni Proppé,
mun velja bestu myndina og hlýt-
ur hún vegleg verðlaun. „Þetta er
svona uppskeruhátíð,“ útskýrir
Harpa. „Flestir listamannanna
sem sendu inn myndir hafa aldrei
séð verkin sín á breiðskjá í alvöru
bíóhúsi og þykir þetta hrikalega
spennandi.“
Hátíðin hefst klukkan 18 á
laugardaginn, kynnir er Gunnar
Sigurðsson og sérstakur gestur
hátíðarinnar er Ragnar Braga-
son leikstjóri sem halda mun stutt
erindi um eigin reynslu af kvik-
myndagerð. „Svo vonandi heldur
Örvarpið áfram á hverju ári héðan
af,“ segir Harpa vongóð.
fridrikab@frettabladid.is
Uppskeruhátíð Örvarpsins
Örvarpið nefnist kvikmyndahátíð sem haldin verður í Bíói Paradís á laugardaginn. Þar verða sýndar þrettán myndir
sem sendar voru inn í keppni Örvarpsins og eru aðgengilegar á vef RÚV. Besta myndin hlýtur vegleg verðlaun.
Tónleikar eru í dag klukkan 18
í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ
og nefnast þeir Börn spila fyrir
börn. Þar koma nemendur tón-
listarskóla bæjarins fram og
spila til ágóða fyrir börnin í Sýr-
landi. „Tónleikarnir eru á vegum
kennara og nemenda Listaskól-
ans, þeir vilja sýna börnunum í
Sýrlandi samhug í verki,“ segir
Arnhildur Valgarðsdóttir, einn
tónlistarkennaranna við skólann.
Hún tekur fram að söfnunin sé í
gegnum Unicef og starfsmaður
samtakanna muni koma og segja
frá aðstæðum í Sýrlandi og hjálp-
arstarfinu.
Aðgangseyrir er þúsund krónur
og ekki er posi á staðnum. - gun
Spila fyrir
börn í Sýrlandi
ARNHILDUR „Við viljum sýna börn-
unum í Sýrlandi samhug í verki,“ segir
hún.
➜ Örmynd er
kvikmynd sem er
undir 5 mínútum að
lengd.
➜ Myndirnar
þrettán sem keppa
um verðlaunin eru
aðgengilegar á
vefslóðinni ruv.is/
orvarpid.
➜ Höfundar hinna
myndanna sem
sýndar verða eru
m.a.: Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir, Curver
Thoroddsen, Vera
Sölvadóttir, Tinna
Hrafnsdóttir, Sigga
Björg, Kitty Von
Somtime, Helena
Jóns og Erling
Klingenberg.
FRUMKVÖÐLAR Harpa Fönn og Halldóra Rut hafa gert örmyndir saman í þrjú ár og vilja auka
útbreiðslu þess listforms. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Ég er svo fáránlega fyndinn gaur,“ segir Snorri
Ásmundsson myndlistarmaður en hann opnar sýn-
inguna I am so funny í Týsgalleríi í dag klukkan
fimm.
Sýningin er tuttugasta og fimmta einkasýning-
um sem Snorri hefur haldið undanfarin ár, en hann
hefur verið iðinn við kolann.
„Ég hef líka verið að taka þátt í fjölmörgum sam-
sýningum hér heima og erlendis,“ bætir hann við, en
hann er nýkominn heim frá Vínarborg þar sem hann
tók þátt í samsýningunni Franz Graf Programm.
„Ég náði ekki einu sinni að hengja myndirnar mínar
upp, þær voru svo fljótar að seljast,“ segir Snorri í
léttum tón.
Snorri er þekktur fyrir ýmis uppátæki þar sem
hann ögrar og stríðir ríkjandi gildum.
„Ég hef stundum verið kallaður óþekka barnið
í íslenskri myndlist en ég er auðvitað krónísk-
ur óþekktarangi,“ útskýrir hann og hlær, en hann
hefur meðal annars boðið sig fram til borgar-
stjóra, til embættis forseta Íslands og til formanns
Sjálfstæðis flokksins. „Ég er líka ofvirkur og hef
verið að leika í kvikmyndum.“ Snorri lék til dæmis
í kvikmyndinni XL eftir Martein Þórsson og þar
var Snorri fyrirmyndin að persónunni sem hann
lék. Hann var á lista Man Magazine yfir 100 áhrifa-
mestu einstaklingana, enda komið víða við.
Snorri vinnur list sína í ýmsa miðla, hann sýslar
við vídeólist og gjörninga af ýmsum stærðargráð-
um en undanfarin ár hefur málverkið verið honum
hugleikið.
„Ég tel mig vera einn af þremur bestu málurum í
Evrópu,“ segir Snorri.
olof@frettabladid.is
Óþekka barnið í íslenskri myndlist
Snorri Ásmundsson opnar sýninguna I am so funny í Týsgalleríi í dag klukkan 5.
SÝSLAR Í MÖRGU Snorri Ásmundsson telur sig vera einn af þremur bestu málurum í Evrópu. MYND/SPESSI
MENNING