Fréttablaðið - 27.02.2014, Síða 48

Fréttablaðið - 27.02.2014, Síða 48
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN 13.2.2014 ➜ 19.2.2014 1 Ýmsir Söngvakeppnin 2014 2 Kaleo Kaleo 3 Skálmöld og Sinfó Skálmöld og Sinfó 4 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music 5 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 6 Ýmsir Pottþétt 61 7 Björgvin Halldórsson Duet III 8 Baggalútur Mamma þarf að djamma 9 Samaris Samaris 10 Mammút Komdu til mín svarta systir 1 Pharrell Happy 2 Ed Sheeran I See Fire 3 Gary Barlow Let Me Go 4 Pollapönk Enga fordóma 5 Björgvin Halldórsson / Jón Jónsson Kæri vinur 6 Mammút Blóðberg 7 U2 Ordinary Love 8 Ellie Goulding How Long Will I Love You 9 Mono Town Peacemaker 10 Kaleo Automobile Beck - Morning Phase Guðbjörg Magnúsdóttir - Vindurinn veit Mono Town - In The Eye Of The Storm Í spilaranum „Við erum að flytja til Sønderborg í Danmörku í næsta mánuði. Þetta er miðsvæðis og það er stutt í allt,“ segir Óskar Logi Ágústsson, gítar- leikari og söngvari hljómsveitarinn- ar Vintage Caravan, en sveitin ætlar að flytja til Danmerkur til elta rokk- stjörnudrauminn. Ástæða flutninganna er sú að sveitin vill vera nær meginlandi Evrópu vegna þess að möguleikarn- ir eru töluvert fleiri úti en á Íslandi. „Það er bara fjögurra tíma akstur til Hollands og líka stutt til Þýska- lands og svona. Við erum allir barn- lausir og því kjörið að láta verða af þessu núna,“ bætir Óskar við. Það getur verið dýrt að fara út í tónleikaferðlag og því aðgengilegra að ferðast þegar á meginlandið er komið. „Þetta er fyrsta tónleika- ferðalagið sem við förum í og við erum að hita upp fyrir þrjú önnur bönd. Þetta er frábært tækifæri og verður geggjuð kynning. Túrinn hefur verið auglýstur víða,“ útskýr- ir Óskar. Búferlaflutningar sveitarinnar eru þó ekki það eina sem er í gangi hjá þeim félögum. „Við gerðum útgáfusamning við Nuclearblast í Þýskalandi, sem er stærsta þunga- rokksútgáfufyrirtæki í heimi og nú er platan okkar, Voyage, komin út í Bandaríkjunum og í Evrópu,“ útskýrir Óskar. Platan hefur feng- ið frábærar viðtökur og gaf til að mynda hið virta þungarokkstíma- rit Kerrang! plötunni fjórar stjörn- ur af fimm mögulegum. „Kerrang! sendi meira að segja ljósmyndara til landsins og við fengum heilsíðu í tímaritinu.“ Sveitin hefur einnig gert samning við bókunarfyrirtækið Rock The Nation sem hefur skipulagt þriggja vikna tónleikaferðalag fyrir sveit- ina og hefst hún um miðjan mars- mánuð og farið verður um Evrópu. „Við förum til Bretlands, Írlands, Frakklands, Sviss, Austurríkis, og Hollands.“ Sveitin spilaði einnig á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi fyrir skömmu. Hljómsveitin er bókuð á eina stærstu þungarokkshátíð í heimi, Wacken Open Air, sem er 90.000 manna hátíð sem haldin er í Þýskalandi í sumar. Í tilefni flutninganna til Dan- merkur ætlar sveitin að halda veg- legt kveðjupartí á Gauknum þann 7. mars og kostar 1.500 krónur inn. „Við ætlum að kveðja landann vel, þetta verður mikil veisla.“ Hljóm- sveitin ONI sér um upphitun en tón- leikarnir hefjast klukkan 22.00. gunnarleo@frettabladid.is Elta rokkstjörnu- drauminn erlendis Hljómsveitin Vintage Caravan fl ytur til Danmerkur í næsta mánuði til að elta drauminn. Önnur breiðskífa sveitarinnar, Voyage, er komin út víða um heim. KVEÐJA ÍSLAND Í BILI Hljómsveitina Vintage Caravan skipa f.v. Guðjón Reynisson trommuleikari, Óskar Logi Ágústsson gítar- leikari og söngvari og Alexander Örn Númason bassaleikari. Þeir ætla að flytja til Danmerkur í leit að tækifærum. MYND/BOWEN STAINES Við erum allir barn- lausir og því kjörið að láta verða af þessu núna. Óskar Logi Ágústsson Fyrir skömmu var margrómaður orðrómur um komu tónlistarmannsins Justins Timberlake til Íslands staðfestur. Ég verð að viðurkenna að hjarta mitt sló örar þegar ég sá staðfestinguna á þessu fyrir framan mig og þá sló ég mig utan undir til að ganga úr skugga um að ekki væri um draum að ræða. Ég er kannski ekki mesti Justin Timberlake aðdáandi í heimi en ég er samt ótrúlega hrifin af honum sem listamanni, persónu og tónlistinni hans. Hann er líka svo sannarlega á toppnum í dag og ekki útbrunninn jaskur sem má muna fífil sinn fegri, líkt og sumir tónlistarmenn mega gera sem hafa sótt okkur heim undanfarin ár. Við Íslendingar erum líklega að fá eitt heitasta nafnið í tónlistarbransanum á alheimsvísu til okkar og tel ég að þetta séu líklega stærstu tónleikar sem farið hafa fram á Íslandi, miðað við umfang og annað slíkt. Það er þó ekki bara heimsókn Justins sem hækkaði spennustigið og líkamshita minn verulega, það var líka koma hljómsveitarinnar sem kemur með honum hingað, The Tennessee Kids. Um er að ræða hljómsveit skipaða þvílíkum fagmönnum að það hálfa væri nóg og einhverjum fremstu hljóðfæraleikurum heimsins í dag í popptónlist. Hljómsveitar- og tónlistarstjóri Justins Timberlake er bassaleikarinn Adam Blackstone en hann hefur útsett og stjórnað hljómsveitum og tónlistinni hjá listamönnum á borð við Jay Z, Kanye West, Eminem, Janet Jackson, Dr. Dre, Rihönnu, Maroon 5, The Roots og mörgum fleirum. Þarna erum við að tala um mann sem hefur svo mikla þekkingu á tónlist að það er eiginlega bara fyndið. Útsetningarnar á lögum Justins Timberlake er hreint út sagt stórkost- legar og mæli ég með að fólki kynni sér frammistöðu hans og The Tennessee Kids á tónleikum upp á síðkastið og á síðasta ári, á Youtube. Ef þú fílar ekki plöturnar hans JT þá áttu samt eftir að fíla hann og hljóm- sveitina hans við lifandi flutning. Ég get ekki beðið eftir tónleikunum og mun okkar allra besta menningarnótt svo sannarlega falla í skuggann af þessum stórfenglegu tónleikum sem fara fram daginn eftir hana. Í raun ættu vinnu- staðir og yfirvöld að gefa frí mánudaginn 25. ágúst til að leyfa fólki að jafna sig eftir þessi stórfenglegu tónleika. Justin Timberlake, við sjáumst eft ir smá TÓNNINN GEFINN Gunnar Leó Pálsson

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.