Fréttablaðið - 27.02.2014, Side 52
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 40
IANAL I am not a lawyer
IANAL þýðri einfaldlega „ég
er ekki lögfræðingur“ og gæti
íslenska skammstöfunin því
verið ÉEEL. Þessa skamm-
stöfun er að finna út um allt
á samfélagsmiðlum en dæmi
um notkun er: „Ég held að
þetta sé ekki löglegt en ÉEEL.“
IMO In my opinion
Þessi skammstöfun mætti
þýða sem „mín skoðun“ eða
„mitt álit“. Hún er oftast
notuð í lok þráðar þar sem
einhver hefur tjáð skoðun
sína á tilteknu málefni en vill
láta það skýrt í ljós að þetta
sé bara hans skoðun.
SMH Shaking my head
Þessi skammstöfun er skemmti-
legri á íslensku þar sem shaking
my head þýðir einfaldlega „hristi
höfuðið“ og því yrði íslenska
skammstöfunin HH. Er þetta
notað til að tjá undrun. Dæmi
um notkun: „Sagði hann þetta í
alvörunni? Vá! HH.“
OOTD Outfit of the day
Outfit of the day þýðir ein-
faldlega „klæðnaður dagsins“,
KD. Þessi skammstöfun er
mikið notuð á samfélagsmiðl-
um með kassamerki á undan
og notar fólk hana til að sýna
þeim sem vilja í hverju það er
þann daginn.
TBT Throwback Thursday
Gamlar myndir sem birtar eru
á fimmtudögum eru merktar
#TBT og gætum við Íslend-
ingar kallað þetta „afturlit á
fimmtudegi“– AÁF.
Fimm skammstafanir sem tröllríða samfélagsmiðlunum
Drekktu í þig
Óskarinn
Óskarsverðlaunin verða afh ent á sunnudaginn
vestan hafs og þurfum við Íslendingar að vaka
langt fram á nótt til að horfa á herlegheitin.
Það getur verið erfi tt að halda sér vakandi
og því tilvalið að prófa þennan hressilega
drykkjuleik, hvort sem það er með áfengum
eða óáfengum drykkjum.
Taktu einn sopa ef … Taktu þrjá sopa ef …
Kláraðu drykkinn ef …Taktu tvo sopa ef …
… þú
verður vitni
að góðri
fótóbombu.
… Matthew
McConaughey
segir
„all right“.
… þú sérð
stjörnurnar
taka sjálfs-
myndir af sér.
… Jennifer
Lawrence er
sjarmerandi.
… einhver
reynir að gera
grín að 12
Years a Slave en
það mistekst.
… einhver af
kynnunum
klúðrar
textanum
sínum.
… einhver
grínast með að
hann geti ekki
gert grín að 12
Years a Slave.
… einhver er
bersýnilega
drukkinn í
salnum
… einhver
minnist á
hárgreiðslurn-
ar í American
Hustle.
… einhver
fer að gráta
á sviðinu.
… einhver
minnist á
Netfl ix.
… einhver rómar
12 Years a Slave
en þú kaupir ekki
að viðkomandi
hafi horft á hana.
… Jennifer
Lawrence
dettur.
… sigur-
vegarinn er
ekki á
staðnum.
… kynnirinn
klúðrar nafni
einhvers sem er
tilnefndur.
Chiwetel Ejiofor
er gott dæmi!
… einhver
segir brandara
um Shia
LaBeouf.
… Ellen
DeGeneres
minnist á að
athöfnin sé í
það lengsta.
… Ellen
DeGeneres
dansar.
… einhver
minnist á
foreldra sína
í þakkar-
ræðunni.
… einhver
minnist á Meryl
Streep– og
öskraðu síðan:
„The Dingo ate
my baby!“
… einhver nær
ekki að klára
þakkarræðuna
sína í tíma og
tónlistin er sett
af stað.
… sigurvegari
segist ekki
hafa
undirbúið
þakkarræðu.
… gert er grín
að einhverjum í
salnum og hann
er ekki ánægður
með það.
… einhver
dettur á leiðinni
á sviðið, líkt og
Jennifer
Lawrence.
… einhver
gerir grín að
12 Years a
Slave og það
heppnast.
… einhver
segist hafa
valið
Óskarsdressið
í fl ýti.
„Klæðanleg tækni“ er frasi ársins í Kísildalnum. Google
og Samsung riðu á vaðið með Google Glass-snjallgleraug-
unum og snjallúrinu Galaxy Gear. Talið er að Apple sé
að þróa eigið snjallúr. Það fyrirtæki sem skarar fram úr
í þessum efnum er þó lítið bandarískt sprotafyrirtæki,
Pebble Technology.
Spegilmynd snjallsímans
Fyrirtækið kynnti á dögunum uppfærða útgáfu af Pebble-
snjallúrinu, eða Pebble Steel. Úrið er í raun spegilmynd
snjallsímans en tækin eru tengd í gegnum smáforrit.
Pebble birtir skilaboð sem berast snjallsímanum en
einnig er hægt að senda smáskilaboð, skrifa tölvupóst og
fylgjast með skrefunum.
Möguleikar Pebble felast í hugbúnaðinum sem er
opinn. Nú þegar er stór hópur sjálfstæðra hugbúnaðar-
framleiðenda að þróa smáforrit fyrir úrið.
Fallegt útlit
En á endanum er það fagurfræði og útlit vörunnar sem
ræður. Pebble Steel lítur út eins og venjulegt armbandsúr
— nokkuð glæsilegt úr í raun — og ódýrt en það kostar
rúmar 28 þúsund krónur. Eins og Karl Lagerfeld sagði á
sínum tíma þá þarf lítið annað en virðulegt útlit til að
vekja áhuga á því sem leynist fyrir innan.
GRÆJAN SNJALLÚRIÐ PEBBLE STEEL
Sendu smáskilaboð og skrifaðu tölvupóst í hinu fallega snjallúri Pebble.
Rýmingarsala
5 verð í gangi
1.000-2.000 -3.000
4.000 og 5.000 Kr
Markaðstorg
Kringlunnar
3.hæð - Kringlan
➜ Nokkrir eiginleikar
úrsins
Hægt að nota sömu smáforrit
og í símanum.
Tekið á móti SMS og
tölvupósti.
Hlustað á tónlist.
Hjólreiðamenn,
hlauparar og golf-
arar geta fylgst
með hraða,
staðsetningu og
vegalendum í
úrinu.
Útlit stílhreint
og létt.
Virkar í vatni.
LÍFIÐ
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR