Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2014, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 27.02.2014, Qupperneq 54
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 42 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 19. febrúar 2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Seltún í Krýsuvík í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meginmarkmið með tillögunni er að skilgreina aðkomu og gönguleiðir, áningarstaði, þjónustusvæði og bæta aðstöðu til útivistar á svæðinu í heild. Deiliskipulagið verður til sýnis á skipulags- og byggingar- sviði Norðurhellu 2, frá 24. febrúar – 7. apríl 2014 og þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við tillögunna innan þess tíma og skila athugasemdum á skipulags- og byggingarsvið eða á netfangið: berglindg@hafnarfjordur.is Einnig er hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna á forsíðu vefs Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is Allar upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Skipulags-og byggingarsvið Hafnarfjarðar. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Seltún í Krýsuvík. | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Grandi | Kræsingar & kostakjör ➜ Félagstýpan? Félagsvísindasviðið er langstærsta sviðið í Háskólanum en um 4.600 manns eru á félags- vísindasviði. Þar er að finna ótal námsleiðir eins og til dæmis viðskiptafræði, lögfræði, stjórn- málafræði, hagfræði og margt fleira. Félagsvísinda- og hugvísindasvið eru mjög sveigjanleg. Mann- eskja sem hefur brennandi áhuga á alþjóðasamskiptum gæti til dæmis tekið tungumál með og öfugt. Viðskiptafræðin og lögfræðin eru vinsælustu námsgreinarnar. Óafur Ragnar Gríms- son er stjórnmála- fræðingur. Dæmi um störf eftir nám af félags- vísindasviði: Lögfræðingur, stjórnmála- fræðingur, viðskipta- fræðingur, félagsfræð- ingur og félagsráðgjafi ásamt fjölda annarra starfa. ➜ Vísindatýpan? Líklegast er að verkfræði- og náttúruvísinda- svið henti þeim einstaklingum vel. Það er þó ekki eingöngu verkfræðin sem er að finna á þessu sviði því þar er til dæmis að finna jarðfræði, líffræði, stærðfræði, eðlis- fræði og efnafræði, ásamt mörgum fleiri greinum. Innan stærðfræðinnar þarf ein- staklingurinn ekki bara að taka stærðfræði- greinar því hægt er að blanda námsleiðum saman í náminu. Ef einstaklingur hefur áhuga á stærðfræði og mannlegum samskiptum gæti til dæmis stærðfræðikennsla átt vel við. Þá eru í boði kjörsvið sem opna marga möguleika. Villi er vísindamaður. Dæmi um störf eftir nám af verk- fræði- og náttúru- vísindasviðið: Stærðfræðingur, jarðfræðingur, efnafræðingur, eðlisfræðingur, byggingaverkfræð- ingur, líffræðingur og margt fleira. ➜ Heilbrigða týpan? Ef fólk hefur áhuga á læknisfræði er margt í boði. Það er árlegt inntökupróf þar sem allir eru jafnir við borðið. 70% af spurningum inntökuprófsins er efni framhaldsskólanna og 30% almenn þekking. Það eru 48 sem komast inn á ári hverju. Eftir grunnnám í læknisfræði tekur við fram- haldsnám eða sérnám. Al- gengt er að nemendur, sem lokið hafa grunnnámi eftir kandídatsprófið, byrji að vinna heima til að öðlast reynslu áður en haldið er út í sérnám. Þá er hjúkrunar- fræðin einnig vinsæl. Það geta allir hafið nám í hjúkrunarfræði en einungis 95 ein- staklingar geta haldið áfram á vormisserinu. Haukur Heiðar Hauksson er læknir. Eftir grunnnám fara kandídatar annaðhvort í skurðlækningar eða lyflækningar erlendis. ➜ Íþróttatýpan? Þá hentar menntavísindasvið þar sem íþrótta- fræðin er kennd og hins vegar heilbrigðis- vísindasvið þar sem sjúkraþjálfun og nær- ingarfræði er að finna. Þeir sem vilja læra íþróttafræði þurfa að fara á Laugarvatn og útskrifast þá sem íþróttafræðingar. Sjúkraþjálfunin og nær- ingarfræðin eru kennd í höfuðborginni. Sama inn- tökupróf er í sjúkraþjálfun og í læknisfræði. Yfirleitt hafa 25 komist að í sjúkraþjálfunarnám en í dag komast 35 inn. Jónína Benediktsdóttir er íþróttafræðingur. Dæmi um störf eftir nám af menntavísinda- sviði og íþrótta- fræði: Íþróttafræðingur, sjúkraþjálfari, nær- ingarfræðingur og margt fleira. „Þetta er fjórða árið sem Háskóla- dagurinn er haldinn og aðsóknin hefur alltaf verið mjög góð,“ segir Hildur Katrín Rafnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Háskóla Íslands, en kynningar á námsframboði háskóla- stofnana á Íslandi fara fram á laug- ardaginn og hefst dagskráin klukk- an 12. Í Háskóla Íslands eru nú um 14.000 nemendur og hefur náms- mönnum fjölgað talsvert á undan- förnum árum. Hildur Katrín segir þann hóp fólks sem sækir Háskóladaginn vera annars vegar þá sem koma til að fá staðfestingu á því sem þeir halda og hafa kynnt sér og hins vegar hópinn sem þarf aðeins meiri aðstoð til að finna áhugasvið sitt og kynna sér námsleiðirnar nánar. „Við bjóðum upp á íslenska háskólakönnun sem kallast Bendill þrjú og er þetta rafræn könnun. Hver sem hefur áhuga á að fara í háskóla getur tekið þetta,“ útskýr- ir Hildur Katrín. Fólk getur tekið könnunina í tölvuveri og tekur hún um tvo tíma. „Þetta er raf- ræn áhugakönnun sem einblínir á háskólanám og búið er að kortleggja háskólanám fyrir hana.“ Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands verða með námskynningu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Háskóli Íslands kynnir námsfram- boð sitt í Aðalbyggingu, Háskóla- torgi, Öskju og Háskólabíói. Háskól- inn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst kynna námsframboð háskól- anna í Háskólanum í Reykjavík í Nauthólsvík. Listaháskóli Íslands verður með kynningu á námsbraut- um sínum í Þverholti 11. - glp Framtíð margra einstaklinga ræðst Á laugardaginn verður Háskóladagurinn haldinn fj órða árið í röð. Um er að ræða dag þar sem háskólastofnanir landsins kynna námsleiðir sínar en á Íslandi er á sjötta hundrað námsleiða í boði, í þeim sjö háskólum sem á landinu eru. Að jafnaði heimsækja á bilinu þrjú til fi mm þúsund manns þá staði þar sem háskólakynningarnar fara fram. Fólk á öllum aldri mætir og skoðar námsúrvalið. HVAÐ GERIR?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.