Fréttablaðið - 27.02.2014, Page 62
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 50
„Ég söng Það er draumur að vera
með dáta því mér finnst það mjög
skemmtilegt lag. Ég tók útgáfuna
sem Móeiður Júníusdóttir söng í
þætti Hemma Gunn árið 1991 því
mér finnst það mjög flott útgáfa,“
segir Dagrún Þórný Marínar-
dóttir. Hún bar sigur úr býtum í
söngkeppni Fjölbrautaskólans við
Ármúla og verður fulltrúi skólans
í söngkeppni framhaldsskólanna í
Hofi á Akureyri 5. apríl. Ef Dagrún
vinnur þá keppni fetur hún ekki ein-
ungis í fótspor söngkvenna á borð
við Emilíönu Torrini og Margréti
Eir Hjartardóttur heldur verður hún
einnig elsti keppandinn til að vinna
keppnina en Dagrún varð nýlega 37
ára.
„Söngurinn er bara áhugamál,
ég er alltaf syngjandi í bílnum. Mér
finnst mjög gaman að syngja. Þetta
er í þriðja sinn sem ég tek þátt í
söngkeppninni í FÁ en ég bjóst ekki
við því að vinna. Ég held að ég hafi
aldrei verið jafn róleg á sviðinu og
núna. Ég var mjög afslöppuð en
þetta var rosalega gaman,“ segir
Dagrún sem hélt ekki sérstaklega
upp á sigurinn.
„Ég var komin heim um 23-leytið
og hafði voðalega lítinn tíma til að
halda upp á þetta. Ég átti að mæta
í skólann klukkan 9 daginn eftir
þannig að ég fór bara heim að sofa,“
segir Dagrún. Hún er á læknarit-
ara- og heilbrigðisritarabraut og
útskrifast næstu jól.
„Ætli ég vinni ekki sem lækna-
ritari í einhvern tíma en ég stefni
á að fara í háskólanám og klára það
fyrir fimmtugt,“ segir Dagrún glöð
í bragði. Hún útilokar ekki söngnám
í framtíðinni.
„Mig hefur alltaf langað til að
læra söng en ekki komist í það.
Kannski læt ég verða af því á næstu
árum.“
Dagrún er spennt fyrir söng-
keppni framhaldsskólanna á Akur-
eyri í apríl.
„Ég ætla að fara þangað og hafa
gaman af þessu. Ætli ég reyni ekki
að vera jafn afslöppuð og í keppn-
➜ Ekkert
aldurstakmark
„Ban Thai er ávallt besti bitinn í
bænum. Bæði fyrir kryddsjúklinga
og aðstandendur þeirra. Ég mæli
með massaman-karríi, ég gæti
borðað það á hverju kvöldi.“
Valgerður Þóroddsdóttir skáld.
BESTI BITINN
„Þetta er sambland af nöfnunum
okkar beggja. Nafnið var eigin-
lega bara spaug til að byrja með
en við fengum svo góð viðbrögð
og í dag erum við alveg ástfang-
in af því,“ útskýrir Kristinn Óli
Hrólfsson hárgreiðslumeistari
þegar talið berst að nafninu á hár-
greiðslustofunni, Kimoli. Stofuna
opnar hann á Vesterbro í Kaup-
mannahöfn um helgina, ásamt
Naja Kim. Áður rak Kristinn Óli
hárgreiðslustofuna Mugshot Hair,
en taldi tímabært að opna stærri
stofu með nýju samstarfsfólki.
„Það er búið að ganga svo sjúk-
lega vel og við höfum fengið tæki-
færi til að starfa að mjög góðum
verkefnum. Það er kominn tími til
að breyta til og opna nýja stofu í
„metropolitan“-umhverfi. Hverfið
er fjölbreytt með mikið af metn-
aðarfullu fólk,“ segir hann.
Kristinn Óli hefur fundið sína
hillu í borginni og getið sér gott
orð innan tískubransans. Hann sá
meðal annars um útlitsbreytingu
fyrirsætanna í raunveruleika-
þættinum Danmarks Next Top
Model í tvö misseri og var einnig
gestadómari í einum þættinum.
Kristinn Óli er ekki á heimleið
eftir ellefu ára búsetu og segist
hvorki upplifa sig sem Íslending
né Dana, heldur sé hann einungis
Kaupmannhafnarbúi.
Dafnar vel í hárgreiðslubransanum
Kristinn Óli Hrólfsson opnar hárgreiðslustofuna Kimoli í Kaupmannahöfn.
VINSÆLL Kristinn Óli hefur nóg fyrir
stafni þessa dagana. MYND/EINKASAFN
Það er búið að ganga
svo sjúklega vel og við
höfum fengið tækifæri til
að starfa að mjög góðum
verkefnum.
Kristinn Óli Hrólfsson
Syngur alltaf í bílnum
Dagrún Þórný Marínardóttir bar sigur úr býtum í söngkeppni Fjölbrautaskólans
við Ármúla og verður fulltrúi skólans í söngkeppni framhaldsskólanna á Akur-
eyri. Ef hún vinnur þá keppni líka verður hún elsti keppandinn til að hrósa sigri.
SPENNT Dagrún stefnir á að hafa gaman þegar hún keppir í söngkeppni framhaldsskólanna í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Ég átti að mæta í
skólann klukkan níu
daginn eftir þannig að ég
fór bara heim að sofa.
Dagrún Þórný Marínardóttir
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS
Ekkert aldurstakmark er í söng-
keppni framhaldsskólanna og
ekki heldur í MORFÍS, mælsku-
og rökræðukeppni framhalds-
skóla Íslands.
Í Gettu betur, spurningakeppni
framhaldsskólanna, mega kepp-
endur hins vegar ekki hafa náð
24 ára aldri síðasta keppnisdag,
sem í ár er 15. mars.
„Síðasta platan okkar lagðist vel í
tónlistarunnendur í Póllandi, þannig
að það má segja að við eigum vin-
sældum að fagna þar,“ segir Ryan
Karazija, höfuðpaur hljómsveitar-
innar Low Roar, sem hyggur á tón-
leikaferðalag til Póllands og Þýska-
lands í mars. „Við höfum aldrei
komið til Póllands áður, og vissum
fyrst ekki hvað við vorum að fara
út í, en það er uppselt á helminginn
af tónleikunum nú þegar.“ Tónleik-
arnir í Póllandi verða níu talsins.
„Minnstu tónleikarnir eru fyrir um
200-300 manns. Þar sem við fljúg-
um í gegnum Berlín ákváðum við að
halda tónleika þar í leiðinni.“
Með Ryan í hljómsveitinni eru
tveir Íslendingar, þeir Logi Guð-
mundsson og Leifur Björnsson.
„Ég kynntist Leifi í gegnum Mike
Lindsay, sem er líka í hljómsveit-
inni, og Loga í gegnum sameigin-
lega vini.“ Ryan flutti til Íslands frá
San Francisco fyrir þremur árum.
„Low Roar hefur gefið út eina plötu
og önnur platan bíður útgáfu. Sigur-
laug Gísladóttir spilar á nýju plöt-
unni og stelpurnar í Amiinu líka.“
Low Roar heldur tónleika í Mengi
á laugardaginn klukkan 21, áður en
haldið er út í heim. Aðgangseyrir á
tónleikana eru 2.000 krónur.
- ue
Low Roar vinsæl í Póllandi
Hálfíslenska hljómsveitin Low Roar fer í tónleikaferðalag til Póllands og
Þýskalands í mars og heldur tónleika í Mengi á laugardag.
LOW ROAR Ryan Karazija og Logi Guð-
mundsson. MYND/EDIT ÓMARSDÓTTIR
inni í síðustu viku en þetta er líka
þannig lag að það er varla hægt að
vera stressaður þegar maður syng-
ur það.“ liljakatrin@frettabladid.is