Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 20 ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ Á KEX HOSTELI Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival hefst í dag og stendur um helgina. Tónleikar verða á Kex hos- teli. Margir þekktir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni, meðal annarra Bubba Morthens, KK, Bjartmar Guðlaugsson og Snorra Helgason svo fáeinir séu nefndir. Nánar um hátíðina á folkfestival.is. ÚTSÖLUSTAÐIRLyf og heilsa, Lyfja, Garðsapótek, Lyfsalinn, Lyfjaver, Apótek Hafnar-fjarðar, Apótek Garða-bæjar, Árbæjarapótek, Apótekið, Apótekarinn, Heilsuhúsið, Lifandi markaður, Heilsuver, Heilsutorgið Blómavali. Nánari upplýsingar á:w S alcura Antiac Active Liquid Spray inniheldur einstaka náttúrulega formúlu sem hreinsar húðina innan frá og út. Spreyið fer djúpt inn í húðina, kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðar-innar og stuðlar að hreinsun hennar. Hormónabreytingar eru aðalorsakir þess að við fáum bólur. Þær gera það að verkum að fitukirtlarnir framleiða of mikið af húðfitu sem blandast við dauðar húðfrumur og myndar massa sem stíflar svitaholurnar. Allar vörur í húðlínu Salcur Ainnih ld Antiac andlitshreinsir ph hlutlaus djúp-hreinsandi andlitshreinsir. Hentar öllum húðgerðum. Antiac Daily Face Wipes djúphreinsandi hreinsiklútar. Hentar öllum húðgerðum. Tilvalið í íþróttatöskuna eða í ferða-lagið. VIRKU INNIHALDSEFNIN ERU: Tea Tree olía sem er einstaklega bakteríu- drepandi og eyðir sýkingum fljóttManuka olí BÓLURNAR BURT!GENGUR VEL KYNNIR Salcura Antiac húðvörur eru 100% náttúrulegt meðferðar- úrræði sem getur veitt langvarandi bata við bólum, fílapenslum, stífluðum fitu- kirtlum og óhreinni húð. Frábær árangur, auðvelt í notkun og engar aukaverkanir. Frábært bu Vertu vinur okkar á Facebook Laugavegi 63 • S: 551 4422 laxdal.is Vertu vinur á Facebook Skoðið /london-porto-bilbao SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 6. mars 2014 55. tölublað 14. árgangur Vilja banna sinubruna Mannvirkjastofnun vill alfarið banna bændum að brenna sinu eða herða reglur til muna. Bændasamtökin vilja halda í hefðir, en skýra lög og reglur. 8 Fá að taka fylgjur heim Ljósmæð- ur á Landspítalanum leyfa stundum mæðrum að taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni þrátt fyrir að slíkt sé ólöglegt. 2 Fækkar vegna lágra launa Hjúkr- unarfræðingar á hjúkrunarheimilum eru með lægri laun en hjúkrunar- fræðingar hjá ríkinu. Segja upp en aðrir koma ekki í staðinn. 4 Eitt skot Seðlabankastjóri segir að stjórnvöld fái einungis eitt tækifæri til að afnema höftin og þá verði sú aðgerð að heppnast. 12 MENNING Mótettukórinn fagnar 400 ára afmæli Hall- gríms Péturssonar. 34 SPORT Formaður KKÍ er ósáttur við lítinn stuðning ríkisins við íþróttastarf. 50 STJÓRNSÝSLA Grunur leikur á að þrír starfslokasamningar hafi verið gerðir án heimildar á Land- spítalanum í tíð fyrrverandi for- stjóra sjúkrahússins, Björns Zoëga. Landspítalinn hefur afhent umboðsmanni Alþingis samn- ingana til athugunar. Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir upplýsingum um starfsloka- samningana í nóvember síðast- liðnum. Svör við fyrirspurninni bárust í janúar, en afstaða til þess hvort embættið hefji formlega athugun mun liggja fyrir á næstu vikum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum voru samning- arnir gerðir árið 2009 og síðar, við þrjá fyrrverandi stjórnendur sjúkrahússins. Samningarnir eru nú til skoðunar hjá umboðsmanni þar sem metið verður hvort farið hafi verið yfir lagaleg mörk við gerð þeirra. Tveir samninganna voru gerð- ir til tíu mánaða og fylgdi öðrum þeirra ákvæði um að starfsmað- ur sinnti á tímabilinu verkefni í tengslum við nýtt sjúkrahús. Hinn samningurinn fól ekki í sér vinnu- framlag. Þriðji samningurinn var upp- haflega gerður til þriggja ára og segir yfirlögfræðingur sjúkra- hússins að til hafi staðið að finna viðkomandi starfsmanni annað starf innan stofnunarinnar. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir. Samningnum hefur verið sagt upp. Umboðsmaður Alþingis gaf út álit árið 2007 um heimildir stjórn- enda ríkisstofnana til að gera starfslokasamninga. Þar kemur fram sú afstaða fjármálaráðuneyt- isins að ekki sé unnt að gera starfs- lokasamninga við ríkisstarfsmenn án sérstakra lagaheimilda. Trausti Fannar Valsson, lekt- or við lagadeild Háskóla Íslands, segir að út frá dómafordæmum sé ekki hægt að fullyrða að óheim- ilt sé að gera starfslokasamninga. Þó sé ljóst að slíkir samningar séu háðir miklum takmörkunum, þar sem gæta þurfi jafnræðis meðal starfsmanna, fjárheimildir þurfi að vera til staðar og málsmeðferð uppsagnar að standast lög. eva@frettabladid.is Skoða lögmæti starfsloka- samninga hjá Landspítala Starfslokasamningar við þrjá fyrrverandi stjórnendur innan Landspítalans eru nú hjá umboðsmanni Alþingis sem mun leggja mat á lögmæti þeirra. Formleg athugun er ekki hafin. Einn samninganna var til þriggja ára. Fjármálaráðuneytið sendi stjórnendum ríkisstofnana eftirfarandi áréttingu árið 2007 um heimildir þeirra til að binda enda á ráðningu starfsmanns, í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis. Þær heimildir eru: 1 Lögleg uppsögn ráðningarsamnings sem ekki felur í sér neinar heimildir til launagreiðslna eftir að uppsagnarfresti lýkur. 2 Fyrirvaralaus frávikning úr starfi án frekari launa. 3 Lausn vegna heilsubrests þegar þau skilyrði eru fram komin með þriggja mánaða lausnarlaunum. 4 Niðurlagning starfs sem biðlaunaréttur er tengdur við með sex eða tólf mánaða launum samkvæmt ákvæði starfsmannalaga til bráðabirgða. Hvernig hið opinbera má segja upp fólki Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla kjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | yriAkure • Undirhlíð 2 • 430 6900 TÚTFULLUR AF SJÓÐHEITUM FERMINGARTILBOÐUM NÝR 8BLS BÆKLINGUR Rey S 8BLSBÆKLINGURMEÐ PÓSTINUM TIL ALLRA HEIMILA Á LANDINU MOTTUMARS.IS 908 1001 Svaraðu hrey kallinu & TAKTU ÞÁTT LÍFIÐ Hinn þýski Mirko Kraeft vill mynda naktar, ís- lenskar konur. 48 ROKKIÐ LIFIR Á ÖSKUDAGINN Þessir kátu krakkar klæddu sig upp á í tilefni öskudagsins sem var haldinn hátíðlegur um land allt í gær. Búningarnir voru ekki af verri endanum. Þarna voru á ferðinni meðlimir bandarísku rokkhljómsveitarinnar Kiss sem hefur gert garðinn frægan allt frá seinni hluta síðustu aldar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bolungarvík 0° SV 8 Akureyri 0° VSV 7 Egilsstaðir 0° VSV 8 Kirkjubæjarkl. 0° SV 4 Reykjavík 0° S 6 Él eða snjókoma með köflum vestan- og sunnanlands en nokkuð bjart norðaustan og austan til. Hiti kringum frostmark með ströndum. 4 SAMFÉLAGSMÁL „Við vildum rannsaka viðhorf fólks á menntaskólaaldri til femínisma og niðurstöðurnar voru nett sláandi,“ segir Egill Fannar Halldórsson, en hann og Viktor Sveinsson, báðir fyrrverandi nemendur í Menntaskólanum við Sund, unnu rannsókn á við- horfum ungs fólks til femínisma sem lokakjörsviðsverkefni á síð- asta ári. Markmið verkefnisins var að fá menntskælinga til að kynna sér femínisma og mynda sér eigin skoðun. Áður en þeir lögðu af stað í rannsóknina kynntu þeir sér efnið vel, lásu bækur, töluðu við góða kennara og sérfræðinga á borð við Hildi Lillien dahl. - glp / sjá síðu 54 Rannsaka ímynd femínismans: Femínisminn er ekki kúl SKOÐUN Jóhanna Sigurðar- dóttir skrifar um fordóma gegn samkynhneigðum. 20 EVRÓPUMÁL Peter Stano, talsmaður Štefans Füle, stækkunarstjóra Evrópu- sambandsins, segir í svari við fyrirspurn Frétta- blaðsins að þrátt fyrir að það sé hvorki Íslandi né sambandinu í hag að ákvörðun um framhald viðræðnanna dragist óendanlega hafi ESB ekki sett nein föst tímamörk í þeim efnum. Stano vísar þar til orða Füles, bæði á fundi með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra sem og þegar framvinduskýrslan um Ísland var kynnt. Við síðarnefnda tilefnið sagði Füle: „Það er undir Íslandi komið, stjórnvöldum, Alþingi og íslenskum almenningi. Við setjum engin tilbúin tíma- mörk. Ég hef gert það ljóst að ég muni virða ákvarðanir þeirra og tímasetningar.“ Stano segir að allri annarri túlkun á orðum stækkunarstjóra sé hafnað, sem og að þau séu sett í annað samhengi en það sem þau voru látin falla í. - þj / sjá síðu 12 Talsmaður stækkunarstjóra ESB um framhald aðildarviðræðna: Hafa ekki sett nein tímamörk ŠTEFAN FÜLE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.