Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 58
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50 KÖRFUBOLTI Craig Pedersen, 48 ára Kanadamaður, mun þjálfa íslenska karlalandsliðið í körfubolta í sumar en hann tekur við liðinu af Svíanum Peter Öqvist. Aðstoðarmenn Pedersens verða þeir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari toppliðs KR í Dominos-deildinni, og Arnar Guðjónsson sem er einnig aðstoðarmaður Pedersens hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. Finnur mun einnig þjálfa 20 ára landslið Íslands. Þeir Craig Pedersen og Arnar gerðu Svendborg Rabbits að dönskum bikarmeisturum á dögunum eftir magnaðan endurkomusigur á Bakken Bears sem var meðal annars 23 stigum yfir í hálfleik. Strákarnir hans Craigs gerðu hið ómögulega í seinni hálfleiknum á móti toppliði deildarinnar, unnu hann 57-31 og þar með leikinn 87-84. Það var í þriðja sinn sem Pedersen gerir Svendborg-liðið að dönskum bikarmeisturum (líka 2007 og 2011) en liðið vann danska meistaratitilinn undir hans stjórn vorið 2001. Liðið hefur hins vegar tapað í lokaúrslitunum undanfarin þrjú ár og alls sex sinnum síðan Pedersen tók við liðinu 2003. Íslenska liðið tekur þátt í undankeppni Evrópukeppninnar í ágúst þar sem liðið er í riðli með Bretlandi og Bosníu. Liðið mun hefja æfingar í júlí og mun leika æfingaleiki í lok júlímánaðar áður en Bretar mæta í Laugardalshöllina 10. ágúst. - óój Þjálfari dönsku bikarmeistaranna tekur við landsliðinu FJÓRIR TITLAR Craig Pedersen hefur gert Svendborg Rabbits að dönskum meisturum (2010) og bikarmeisturum (2007, 2011, 2013). MYND/LINDA SÖRENSEN SPORT Nýkrýndir bikarmeistarar Hauka fá stórt verkefni í kvöld í fyrsta leik sínum eftir bikarsigurinn í Höllinni þegar þeir taka á móti nágrönnum sínum í FH í Schenker-höllinni á Ásvöllum í 16. umferð Olís-deildar karla. Haukar hafa unnið alla fjóra leiki sína á móti FH í vetur og vinni þeir einnig í kvöld verður það í fyrsta sinn síðan tímabilið 2005-2006 þar sem annað Hafnarfjarðarliðið vinnur alla deildarleiki þessara erkifjenda á sama tímabilinu. FH hefur aftur á móti haft betur í deildar- leikjum Hafnarfjarðarliðanna undanfarin þrjú tímabil (2-1 í öll skiptin). Síðasta Hafnarfjarðar-„sópið“ var þegar Haukar unnu báða deildarleiki liðanna leiktíðina 2005- 2006. Leikur Hauka og FH hefst klukkan 20.00 en í kvöld mætast einnig Akureyri-ÍR (19.00), ÍBV-Fram (19.30) og Valur-HK (20.15). Fyrsta Hafnarfj arðar-„sópið“ í átta ár? KÖRFUBOLTI „Það er ekkert gaman að vera í vinnunni á hverjum einasta degi með í magan- um út af peningamálum,“ segir Hannes S. Jóns- son, formaður og framkvæmdastjóri Körfu- knattleikssambands Íslands, en samband hans skuldar í dag um 20 milljónir króna. Reksturinn er erfiður og KKÍ hefur aðeins bolmagn til þess að halda úti þremur stöðugild- um. Það er ekki mikið fyrir stórt samband eins og KKÍ. „Hér þyrftu að vera að lágmarki fimm til sex stöðugildi svo eðlilegt væri. Ég veit að sama staða er uppi hjá fleiri sérsamböndum. Stærri sérsamböndin eru undirmönnuð og það er mikið álag allan sólarhringinn á öllum starfs- mönnum.“ Formaðurinn hefur í gegnum tíðina verið ötull við að gagnrýna hvernig staðið er að íþróttamálum á Íslandi. Hann segir stjórnvöld alls ekki styðja nógu vel við bakið á íslensku íþróttalífi. Betra á hinum Norðurlöndunum „Ríkisvaldið sýnir íþróttahreyfingunni ekki nægan skilning. Bæði hvað varðar að reka sér- samböndin sem og að reka afreksstarf. Við þurfum að sækja peninga til félaganna til að standa undir tekjum starfsmanna. Við fáum ríkisstyrk upp á 3 milljónir króna á ári til þess að reka skrifstofu. Þær duga engan veginn til hjá eins stóru sambandi og okkar.“ Hannes segir vinsælt á Íslandi að bera sig saman við nágrannaþjóðirnar. Hann hefur kynnt sér hvernig staðið er að málum þar. „Þar er ríkisvaldið að setja mun meira í pró- sentum talið inn í samböndin en á Íslandi.“ Þessi barátta Hannesar og íþróttaforkólfa á Íslandi er langt frá því að vera ný af nálinni og árangurinn undanfarin ár hefur ekki verið mikill. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, semur við ríkisvaldið en hvernig finnst Hannesi ÍSÍ standa sig í þeirri baráttu? „Ég held að allir séu að gera sitt besta. Mér persónulega finnst að ÍSÍ mætti standa sig betur í þessum málum. Að vera meira þrýstiafl fyrir okkur hin. Það hefur verið rætt hér inn- andyra að það þurfi að beita ríkisvaldið meiri þrýstingi,“ segir Hannes en er hann bjartsýnn á að eitthvað breytist í náinni framtíð? „Nei, það er ég ekki. Ég er svartsýnn því það virðist alveg vera sama hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd í þessu landi. Það er alltaf lofað öllu fögru og allir stjórnmálamenn tala um hvað íþróttir skipti miklu máli á góðri stundu. Þegar á hólminn er komið hafa allir stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir eru, ekki kjarkinn til þess að fara í þetta af fullu afli.“ Vantar miklu meiri pening Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa komið með smá hækkanir í íþróttastarfið en Hannes segir að þær séu allt of litlar og enn sé langt í land. „Þetta eru litlar hækkanir í heildina. Aðeins nokkrar milljónir á nokkrum árum. Það vantar miklu meira fjármagn. Þá segja margir að það vanti líka pening í hitt og þetta. Það er aftur á móti staðreynd að íþróttir eru ein besta for- vörnin. Við munum hafa færra fólk sem þarf að fara í gegnum heilbrigðiskerfið ef við getum haft íþróttastarfið enn öflugra en það er.“ Ísland hefur framleitt marga afreksmenn í gegnum tíðina og Hannes segir það vera ótrúlegt miðað við þann litla stuðning sem afreksfólkið og íþróttastarfið fær. „Það er fólk að vinna ótrúlegt starf út um allt land við lítinn skilning stjórnmálamanna nema þegar árangur næst. Þetta er að mörgu leyti brandari. Afrekssjóður þarf að vera að lágmarki 200 til 250 milljónir króna. Ríkis- valdið kemur aftur á móti með 70 milljónir,“ segir Hannes og bendir á að afreksstarfið skili miklum tekjum til landsins. Íþróttafólk komi á mót til Íslands. Fljúgi með íslenskum flug- félögum, gisti á hótelum, kaupi mat og varning. „Afrekssjóðurinn þyrfti með réttu að vera í kringum 400 milljónir en 200 er algjört lág- mark. Það er magnað að við getum framleitt afreksmenn yfirhöfuð miðað við þennan litla stuðning. Fólk úti í heimi skilur ekki hvernig við förum að þessu.“ henry@frettabladid.is ÍSÍ mætti standa sig betur Formaður Körfuknattleikssambands Íslands, Hannes S. Jónsson, gagnrýnir stjórnvöld fyrir að sýna íþrótta- starfi nu á Íslandi lítinn stuðning. Hann gagnrýnir einnig ÍSÍ fyrir að beita stjórnvöld ekki nægum þrýstingi. ÞETTA ER BRANDARI Hannes segir að það vanti rúmar 300 milljónir króna í afrekssjóð ÍSÍ svo hægt sé að styðja almenni- lega við íslenskt afreksfólk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI KR-ingar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í kvöld þegar þeir fá Skallagrím í heimsókn í DHL-höllina. KR er með fjögurra stiga for- skot á Keflavík þegar sex stig eru eftir í pottinum og verður alltaf ofar á innbyrðisleikjum. Á sama tíma tekur Grindavík (3. sæti) á móti Keflavík (2. sæti) þar sem Keflvíkingar tryggja sér annað sætið með sigri. Grindavík er 4 stigum á eftir Keflavík en þarf að vinna með 15 stigum til að vera með betri innbyrðisárangur. ÍR tekur á móti Njarðvík í þriðja leik kvöldsins þar sem Nigel Moore mætir sínum gömlu félögum. Njarðvíkingar hafa tapað þremur leikjum í röð í deildinni og eiga á hættu að missa heimavallarrétt í fyrstu umferð. ÍR er í baráttu við Stjörnuna og Snæfell um tvö laus sæti í úrslitakeppninni en öll liðin eru með 16 stig. - óój Klára KR-ingar titilinn í kvöld? ÞRENNA ÞRIÐJA LEIKINN Í RÖÐ? KR- ingurinn Pavel Ermolinskij hefur verið öflugur undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Vináttulandsleikir á erlendri grundu - UNDIR STJÓRN LARS LAGERBÄCK 24. febrúar 2012 - Japan 1-3 tap 29. febrúar 2012 - Svartfjallaland 1-2 tap 27. maí 2012 - Frakkland 2-3 tap 30. maí 2012 - Svíþjóð 2-3 tap 14. nóvember 2012 - Andorra 2-0 sigur 6. febrúar 2013 - Rússland 0-2 tap 21. janúar 2014 - Svíþjóð 0-2 tap 5. mars 2014 - Wales 1-3 tap FÓTBOLTI Íslenska 21 árs landsliðið kemur stigalaust heim frá Kasakstan eftir 2-3 tap en íslenska liðið fékk úrslitamarkið á sig á 89. mín. og þá manni fleiri. Kasakar komust í 2-0 á fyrstu 17 mínútunum en Hólmbert Friðjónsson (60. mín.) og Hjörtur Hermannsson (67. mín.) jöfnuðu metin. Mark var síðan dæmt af Hólmberti áður en Kasakar skoruðu sigurmarkið í blálokin. Íslenska liðið vann fjóra fyrstu leiki sína í riðlinum en hefur nú tapað tveimur í röð. Liðið hefur þremur stigum meira en Kasakst- an og á leik inni og á því enn mjög góða mögu- leika á að ná inn í umspilið um sæti á EM. - óój Grátlegt tap í Kasakstan HÓLMBERT FRIÐJÓNS FÓTBOLTI „Tilfinningarnar eru blendnar eftir þennan leik,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir 5-0 tap gegn Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik liðsins á Algarve- mótinu í gær. „Maður er svekktur með 5-0 tap, sérstaklega þar sem við vorum 3-0 undir í hálfleik. En skipu- lagið sem lagt var upp með tókst vel. Leikmenn voru kraftmiklir og ákveðnir í návígi eins og lagt var upp með. Við náðum að vernda miðjuna og miðverðina ágætlega,“ sagði Freyr. Lagt var upp með varnarleik gegn Þýskaland og spiluðu stúlk- urnar lágpressu. Þrátt fyrir það komust Evrópumeistararnir yfir með marki Dzsenifer Marozsán á 8. mínútu. Hún bætti svo við öðru marki fimmtán mínútum síðar og Celia Sasic skoraði það þriðja rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. „Við fengum á okkur þrjú mörk í fjórum marktilraunum sem er bara of mikið. Ég get samt ekk- ert sett út á Guðbjörgu í markinu. Þjóðverjar kláruðu færin sín bara vel. Það voru bara barnaleg mistök okkar sem gáfu þeim þessi færi og þýska liðið er alltof gott. Það bara refsar ef maður gerir svona mis- tök,“ sagði Freyr sem ætlar að gefa óreyndari leikmönnum tæki- færi á mótinu og leyfa þeim að taka út sín mistök. „Þessi barnalegu mistök eru að gerast í kringum nýliða og óreynd- ari leikmenn. En við verðum bara gefa þeim tíma til að gera sín mis- tök. Ég var samt sem áður mjög ánægður með frammistöðu þeirra þrátt fyrir mistökin. Allar fóru þær eftir skipulaginu og lögðu sig fram. Við verðum bara passa okkur að staldra ekki of lengi við þetta og fara að hugsa um næsta leik,“ sagði Freyr Alexandersson. Ísland mætir næst Noregi á morg- un. - tom Refsuðu fyrir barnaleg mistök Kvennalandsliðið tapaði stórt fyrir Evrópumeisturum Þýskalands í Algarve. ERFITT Harpa Þorsteinsdóttir í baráttu í leiknum í gær. MYND/KSÍ FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið tapaði 1-3 á móti Wales í vináttu- landsleik í Cardiff í gærkvöldi. Árið 2014 byrjar því ekki vel. Gareth Bale, dýrasti knatt- spyrnumaður í heimi, gerði útslagið en hann skoraði eitt mark sjálfur og lagði síðan upp hin mörkin fyrir félaga sína. Jóhann Berg Guðmundsson jafnaði metin í 1–1 á 26. mínútu eftir sendingu Alfreðs Finnboga- sonar. Allt um leikinn má finna inn á visir.is. -óój Bale afgreiddi íslenska liðið FRÁBÆR Gareth Bale var illviðráðan- legur fyrir íslenska liðið í gær. MYND/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.