Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 2
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 HEILBRIGÐISMÁL Mörg dæmi eru um að ljósmæður hafi orðið við beiðni nýbakaðra mæðra sem hafa viljað taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni. Þetta tíðkast þó að óheimilt sé samkvæmt reglu- gerð að fjarlægja líkamshluta eða vefi af spítalanum. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er ekki eðli- legt að afhenda líffæri og með- h ö nd l a ut a n stofnunarinnar,“ segir Hi ldur Harðardóttir, yfi rlæk nir á kvennadeild Landspítalans. Hildur segir að sóttvarnasjónar- mið vegi þar þyngst. „Það kemur til greina að setja þetta í sérstaka verklagsreglu, um hvernig fylgjan er meðhöndluð,“ segir Hildur. Undir þessi sjónarmið tekur Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Þetta hljómar ekki vel og er eitt- hvað sem þarf að skoða nánar,“ segir Haraldur. Samkvæmt verklagsreglum Landspítalans og reglugerð um meðhöndlun úrgangs eru fylgjan og aðrir líkamshlutar sem falla til jafnan brenndir. Kona, sem starfar sem dúla og vildi ekki láta nafns síns getið, segir afar sjaldgæft að mæður vilji taka fylgjuna heim af fæð- ingardeildinni. „Það er alltaf gert í samráði við starfsfólk spítalans,“ segir konan. Hún segir ólíkar ástæður geta verið fyrir því en sumar mæður vilji borða fylgjuna. „Ég hef aðstoð- að þær með að útbúa hylki með þurrkaðri fylgju,“ segir konan. Í þeim tilfellum er fylgjan þurrk- uð og mulin og sett í hylki, sem móðirin tekur síðan inn. Hún segir það gert fyrir þær mæður sem hugnist ekki að borða fylgjuna en vilji samt neyta henn- ar. Sumar borði hana þó án þurrk- unar að sögn konunnar. Á netinu má finna fjölda uppskrifta þar sem fylgjan er hluti af matreiðslunni. Konan segist ekki þiggja greiðslu fyrir þessa þjónustu. „Þetta er ekki hefðbundin dúluþjónusta.“ Hún neitar því að mæðurnar óski eftir þjónustunni vegna ráðlegginga hennar. „Það eru til rannsóknir sem að hafa sýnt fram á ávinning af þessu,“ segir konan. johanness@frettabladid.is Smygla fylgjum út af fæðingardeildinni Ljósmæður á Landspítalanum heimila stundum mæðrum að taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni. Yfirmaður fæðingardeildar og sóttvarnalæknir segja slíkt ólöglegt. Sumar mæður leita sér aðstoðar við matreiðslu fylgjunnar. „Dúlur eru konur sem aðstoða barnshafandi konur og fjölskyld- ur þeirra í, fyrir og eftir fæðingu og veita samfellda þjónustu og eru stuðningsaðilar,“ segir Soffía Bæringsdóttir dúla. „Hlutverk þeirra er ekki klínískt og við vinnum fyrir fjöl- skyldurnar á þeirra forsendum,“ bætir hún við. Soffía segir að dúlur geti meðal annars hjálpað til við að veita jákvæðari upplifun af fæðingum. Soffía segir það af og frá að matreiðsla fylgju sé hefðbundin þjónusta dúlu. Hvað er dúla? FYLGJA S umir telja neyslu fylgjunnar leið a af sér heilsufarslegan ávinning. MYND/JEREMY KEMP HILDUR HARÐARDÓTTIR REYKJAVÍK Hallfríður Tryggvadóttir, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi handmenntakennari, segir að veggjakrotarar sem kroti á eigur fólks geri sér líklegast ekki grein fyrir tjóninu sem þeir valda. „Eina ráðið er að mála fljótt yfir aftur. Nú verð ég bara að vona að þeir láti þetta vera í bili,“ segir Hallfríður, sem málaði í gær yfir veggjakrot á vegg við Suðurgötu 18 þar sem hún býr. Hún segist ekki vera að mála yfir veggjakrot á veggnum í fyrsta skiptið. „Þetta eru unglingar sem gera þetta í skjóli nætur. Sennilega vegna spennunnar,“ segir Hallfríður. - js Veggjakrotarar gera sér ekki grein fyrir tjóni sem þeir valda: Krota á veggi húsa í skjóli nætur VEGGJAKROT Hallfríður Tryggvadóttir, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi kennari, málar yfir veggjakrot á vegg við Suðurgötu í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Bryndísi Sigrúnu Richter voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdar tvær milljónir króna í skaða- bætur frá Seltjarnarnesbæ. Ástæðan er sú að bænum láð- ist að framkvæma mat á nauð- syn þess að leggja niður stöðu sem hún gegndi sem deildar- stjóri launadeildar bæjarins áður en það var gert. Að auki hefði bærinn að mati dómsins átt að kanna hvort hægt væri að veita henni nýja stöðu mannauðsstjóra áður en hún missti vinnuna hjá bænum. Bryndís fékk við starfslokin greidd mánaðarlaun í tólf mán- uði eftir að staða hennar var lögð niður. - js Láðist að framkvæma mat: Fær bætur fyrir að missa vinnu Hildur, ertu að springa? „Nei, en meirihlutinn mætti eyða talsvert meira púðri í þetta mál.“ Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, segir borgina ekki hafa brugðist við ítrekuðum kvörtunum íbúa undanfarinn mánuð vegna sprenginga á Lýsisreitnum. SPURNING DAGSINS Samfestingur Kr. 3.990.- Jakkaföt frá kr. 19.980.- NEXT • KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200 SAMGÖNGUR Bændasamtök Íslands ályktuðu á nýliðnu Bún- aðarþingi að stjórn samtakanna hefðu viðræður við innheimtu- aðila vanrækslugjalda sem eru innheimt ef bifreið undirgengst bifreiðaskoðun of seint. Í ályktuninni segir að gjaldið leggist of þungt á þá sem búa langt frá skoðunarstöðvum og vilja að þeir sem búi hvað lengst frá næstu skoðunarstöð fái und- anþágu frá tímamörkum sem eru sett um álagningu gjaldsins. Á strjálbýlustu stöðunum er að sögn samtakanna ómögulegt að láta skoða öll ökutæki. Skoð- unarmenn stoppa þar stutt við og anna ekki eftirspurn. - js Ályktun frá Búnaðarþingi: Vilja frest frá vanrækslugjaldi GARÐABÆR „Það kom verulega á óvart að heyra af þessari svo- kölluðu átta ára reglu,“ segir Páll Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Garðabæ, sem hlaut ekki brautargengi við upp- stillingu á framboðslista fyrir komandi kosningar. Ástæðan sem Páli var gefin fyrir því að hann fengi ekki sæti ofarlega á lista, eins og hann sóttist eftir, var að hann hefði verið átta ár í bæjarstjórn og að uppstillingarnefnd Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ miðaði við að enginn bæjarfulltrúi ætti að sitja lengur en tvö kjörtímabil. Páll segir regluna aldrei hafa borið á góma áður en fulltrúi nefndarinnar hafði samband við hann og bauð honum að sitja í 20. sæti listans. „Í janúar var ég boðaður í við- tal hjá nefndinni. Þar var farið yfir minn pólitíska feril og hvað ég hefði fram að færa til bæjar- búa. Þar var aldrei minnst á þessa reglu, enda hefði ég aldrei boðið mig fram ef ég hefði vitað af þessari reglu.“ Undir þessi orð tekur annar bæjarfulltrúi, Stefán Konráðsson. „Ef ég hefði vitað af þessari reglu hefði ég aldrei sóst eftir sæti á list- anum. Ég held að þetta sé fyrir- sláttur til að komast frá málinu.“ Aðeins einn af núverandi bæj- arfulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins verður á listanum, fyrir utan Erling Ásgeirsson sem er í heið- urssæti. Gunnar Einarsson bæj- arstjóri mun leiða listann. - kak Sitjandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Garðabæ óánægðir með vinnubrögð uppstillingarnefndar: Vissu ekki af reglunni um átta ára hámark Á FUNDI UPPSTILLINGARNEFNDAR Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru ósáttir við störf uppstillingarnefnd- arinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SJÁVARÚTVEGUR Samningavið- ræðum Íslands, ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni hefur verið slitið fyrir yfirstandandi ár. Samningafundur í málinu var haldinn í Edinborg í gærkvöldi en hann bar ekki tilætlaðan árangur. Á fundinum átti að reyna til þrautar að ná sátt um skiptingu veiðiheimilda í makrílstofninum. „Það er mikil synd að ekki hafi tekist að ljúka samningi, tækifærið var svo sannarlega til staðar eftir mun hærri ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins nú í haust. Hægt hefði verið að semja um veiðar innan marka ráðgjafar án þess að nokkurt ríki hefði þurft að draga úr veið- um sínum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í fréttatil- kynningu. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði því við teljum ákaflega brýnt að ná stjórn á veiðum á þess- um stofni og óttumst ofveiði á honum,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ. „Við óttumst að núna verði veitt án samninga þetta ár og það er þá ekki nema með haust- inu á næsta ári sem hægt verður að setjast að samningaborðinu að ný,“ segir Kolbeinn. Þangað til er hætt við að veitt verði umfram það sem ráðlegt þykir, sem geti bitnað á makríl- stofninum. -js Samningar strandríkjanna um makrílveiðar báru ekki tilætlaðan árangur: Viðræðunum slitið til næsta árs MAKRÍL- VINNSLA Samn- ingaviðræður um skiptingu veiðiheimilda úr makrílstofninum fóru út um þúfur í gær þannig að ljóst er að ekki mun nást sátt á þessu fiskveiðiári. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.