Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 10
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Notaðir bílar Frábært úrval af notuðum bílum. Veldu þann sem hentar þínum þörfum best. Chevrolet Captiva LT Árgerð 2013 | Nýskr. 03 | Sjálfskiptur 2000 | Dísel | Ekinn: 39.000 km. Verð 4.990.000 kr. Bí ll í áb yr gð Chevrolet Cruze LT Árgerð 2013 | Nýskr. 05 | Beinskiptur 1800 | Bensín | Ekinn: 39.000 km. Verð 2.490.000 kr. Bí ll í áb yr gð Chevrolet Aveo LTZ Árgerð 2012 | Nýskr. 12 | Beinskiptur 1600 | Bensín | Ekinn: 47.000 km. Verð 2.090.000 kr. Bí ll í áb yr gð Notaðir bílar Þú finnur bílinn á benni.is Reykjavík Bíldshöfða 10 Sími: 590 2035 Netf: notadir@benni.is Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Netf: svavar@benni.is Opnunartími: Virkir dagar 10-18 og laugardaga 12-16 aðalfundur eimskipafélags íslands hf. Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 27. mars 2014 kl. 16:00 í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík. reglur um þátttöku og atkvæðagreiðslu á fundinum Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram ályktunartillögur og spyrja spurninga, með skriflegum eða rafrænum hætti, þar til endanleg dagskrá og tillögur birtast tveimur vikum fyrir fundinn. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins, www.eimskip.is/investors/agm Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut í félaginu að frádregnum eigin hlutum sem eru án atkvæðisréttar. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthöfum sem ekki sækja aðalfund stendur til boða að kjósa um dagskrármál með skriflegum hætti eða veita umboð. Eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund þarf beiðni hlut- hafa um að kjósa með skriflegum hætti að berast félaginu. Hluthafar geta fengið atkvæðaseðla senda til sín, en einnig má nálgast þá í höfuðstöðvum félagsins þar sem greiða má atkvæði alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:30. Atkvæðin skulu berast félaginu fyrir aðalfundinn. Hluthafar geta veitt skrifleg umboð að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Slík umboð skulu berast félaginu áður en aðalfundur hefst eða við skráningu á fundarstað. Nánari upplýsingar um atkvæðareglur og notkun umboða er að finna á vefsíðu félagsins, www.eimskip.is/investors/agm aðrar upplýsingar Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund er að finna á vefsíðu félagsins, www.eimskip.is/investors/agm Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík, virka daga milli kl. 9:00 og 16:30. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar tveimur vikum fyrir fundinn. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 má tilkynna um framboð til stjórnar skriflega minnst fimm dögum fyrir aðalfund. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 15:30 á aðalfundardegi. Reykjavík, 6. mars 2014 Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. drög að dagskrá 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári 2. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2013 4. Tillaga um breytingu á samþykktum er veiti stjórn heimild til hækkunar hlutafjár félagsins 5. Tillaga um breytingu á 11. gr. samþykkta félagsins 6. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu 7. Kosning stjórnar félagsins 8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varamanna og undirnefnda stjórnar 9. Kosning endurskoðenda 10. Önnur mál, löglega upp borin Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is BANDARÍKIN Uppljóstr- arinn Edward Snowden verður einn af fyrirlesur- um á South by Southwest Interactive-hátíðinni sem hefst á föstudaginn í Austin í Texas. Snowden verður þó ekki á bandarískri grundu heldur talar hann frá Rússlandi um það hvernig tæknisamfélagið þarf að verja sig gegn stórum eftirlits- kerfum. Snowden mun ræða við tæknisérfræðinginn Christopher Soghoina um áhrif Þjóðar- öryggisstofnunar Banda- ríkjanna, NSA, á tækni- samfélagið og hvernig tæknin getur verndað okkur frá stórum eftirlits- kerfum,“ sagði í tilkynn- ingu frá SXSW. Gestir í salnum geta spurt spurninga á fyrir- lestrinum, auk þess sem fjölmiðillinn The Texas Tribune sendir beint frá honum á netinu. Snowden er fyrrverandi starfs- maður bandarísku leyniþjónust- unnar, CIA, og verktaki hjá NSA sem flúði frá Bandaríkjunum eftir að hann lak njósnaupplýs- ingum frá bandarískum stjórn- völdum. Hann fékk tímabundið hæli í Rússlandi í fyrra. Hann á yfir sér ákærur fyrir njósnir og þjófnað á bandarískum eigum í Bandaríkjunum. Á meðal annarra fyrirlesara á SXSW-hátíðinni verða mann- réttindalögfræðingurinn Glenn Greenwald og Julian Assange, stofnandi WikiLeaks. - fb Frægur bandarískur uppljóstrari talar frá Rússlandi á SXSW-hátíðinni: Snowden á ráðstefnu í Texas EDWARD SNOWDEN FRAKKLAND,AP Sergei Lavrov, utan- ríkisráðherra Rússa, fundaði í París í gær með John Kerry, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, og kollegum sínum frá stærstu ríkjum Evrópusambandsins. ESB hefur boðið Úkraínu fimmtán milljarða evra björgunarpakka en Úkraínu- menn segjast þurfa 35 milljarða evra til að komast hjá gjaldþroti. Samkvæmt upplýsingum frá háttsettum frönskum samninga- manni vildi Lavrov ekki hitta úkra- ínska kollega sína í gær. Lavrov sagði Rússa vera opna fyrir samn- ingaumleitunum en vandamálið væri að þeir þverneituðu að viður- kenna nýja ríkisstjórn Úkraínu og hvað þá að sitja með henni til borðs og ræða málin. Herlið Rússa er enn á Krímskaga og virðist ekki vera á leið þaðan í bráð. Lavrov sagði á fundinum í París að Vesturlönd hefðu stutt atburði í Úkraínu sem Rússar litu á sem valdarán. Um leið hefðu þau með stuðningi sínum sett slæmt fordæmi fyrir þá sem hyggi á valdarán í öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er byrjuð að styrkja varnir banda- manna sinna í Evrópu vegna ástandsins á Krímskaga. Að sögn Chucks Hagel, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, eru sameig- inlegar flugæfingar hafnar með pólska lofthernum. Varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna ætlar einnig að taka meiri þátt en áður í herflugi NATO-ríkjanna innan Eystrasaltsríkjanna. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra átti fund með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, í Tallinn í gær. Þeir ræddu fram- vindu mála í Úkraínu síðustu daga og með hvaða hætti alþjóðasamfé- lagið gæti brugðist við hernaðarað- gerðum Rússa á Krímskaga. Gunnar Bragi ítrekaði fordæm- ingu Íslands á framferði Rússa. Hann sagði aðgerðir þeirra á Krím- skaga brot á alþjóðalögum og und- irstrikaði að rússneskur liðsafli yrði að hverfa aftur til bækistöðva sinna svo hægt verði að leita sátta með friðsamlegum hætti. freyr@frettabladid.is Hundsaði úkraínska kollega sína Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, vildi ekki ræða við kollega sína frá Úkraínu á fundi í París í gær. ESB hefur boðið Úkraínu fimmtán milljarða evra. LAVROV Í PARÍS Utanríkisráðherra Rússlands tekur í höndina á François Hollande, forseta Frakklands, í gær. NORDICPHOTOS/AFP Natalia Rumba fæddist í Sevastopol á Krímskaga og bjó þar þangað til hún flutti til Íslands fyrir sex árum. Fjölskylda hennar og vinir búa þar enn og talar hún við þau daglega. Hún segir fjölmiðla draga taum Vestur-Úkraínumanna sem dreifi hatursáróðri um Rússa, sem séu ekki að hernema Krím heldur verja íbúana. Vísar hún í net- upptökur frá Krím frá 23. febrúar þegar 25 þúsund manns hafi komið þar saman og kallað eftir aðstoð Rússa. Hún segir að eftir upplausn Sovétríkjanna hafi verið óljóst hverjum Krím tilheyrði og allt í einu hafi svæðið heyrt til Úkraínu án þess að íbúarnir væru spurðir álits. - hþ Óttast um líf foreldra sinna og vina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.