Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 6. mars 2014 | SKOÐUN | 21 Reglulega hafa birst fréttir af þróun yfirdráttarlána heimila í fjölmiðlum á undanförnum árum þar sem fjallað er um hversu mikið þessi lán hafa aukist frá falli fjármálakerf- isins. Jafnvel hefur borið við að ályktað sé að aukningin skýri stóran hluta af einka- neyslu landsmanna og þar með hagvaxtar. Rétt er að tölur um yfirdráttarlán inn- lánsstofnana til heimila hafa hækkað. Þannig var bókfært virði stofnsins tæplega 37 ma.kr. meira að meðaltali á árinu 2013 miðað við meðalstöðu ársins 2009 og um 27 ma.kr. meira að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Meginhluti aukningarinnar er hins vegar til kominn vegna bókhalds- legrar endurflokkunar þessara lána í bókum lánastofnana og því ekki um raunverulega aukningu yfir- dráttarlána að ræða. Bókhaldsleg endurflokkun yfirdráttarlána Haustið 2009 setti Seðlabanki Íslands nýjar reglur, nr. 849/2009, um greiðsluuppgjör kortaviðskipta. Var það gert m.a. til að draga úr uppgjörsáhættu og tryggja öryggi greiðslna kortaútgefanda til færslu- hirðis og áfram til söluaðila. Sam- kvæmt reglunum ber að varðveita með sem minnstri áhættu greiðslur sem færsluhirðar fá frá kortaútgefendum og greiðast ekki strax til söluaðila, til að mynda sem innlán. Samhliða var sú breyting gerð að korta- útgefendur gera örar upp við færsluhirða en áður. Í kjölfar reglusetningarinn- ar breyttu innlánsstofn- anir uppgjörsaðferðum sínum við kreditkorta- fyrirtæki þannig að dag- legar kreditkortaúttektir viðskiptavina voru færðar sem yfirdráttarlán. Yfir- dráttarlán viðskiptavinar hlaðast þannig upp samhliða kortanotk- un þar til reikningur hefur verið greiddur. Hin mikla aukning sem varð á yfirdráttarlánum til heimila undir lok árs 2009, um 20,3 ma.kr., er nánast að öllu leyti afleiðing þess- arar bókhaldslegu endurflokkunar á uppgjöri kortaviðskipta og er þar með ekki raunveruleg aukning. Þróun yfirdráttarlána hefur einn- ig litast af sameiningu fjármála- fyrirtækja. Þannig jukust lánin við sameiningu Íslandsbanka hf. og Byrs hf. vegna mismunandi aðferða við flokkun útlána sem þessi fjár- málafyrirtæki beittu. Að auki voru greiðslukortaskuldir endurflokk- aðar sem yfirdráttarlán við sam- einingu Kreditkorta hf. og Íslands- banka hf. á vormánuðum 2012. Þróun yfirdráttarlána að teknu tilliti til endurflokkana Að teknu tilliti til ofangreindra end- urflokkana er raunveruleg þróun yfirdráttarlána talsvert frábrugðin þeim tölum sem koma beint upp úr bókhaldinu. Í stað tæplega 37 ma.kr. aukningar á meðalstöðu stofns yfir- dráttarlána innlánsstofnana hefur stofninn aukist um 10,5 ma.kr. frá 2009 til 2013. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga er aukningin hins vegar tæplega 1 ma.kr. eða um 1,4%. Á sama tímabili hefur einka- neysla landsmanna aukist um 196 ma.kr. að nafnvirði en rúmlega 45 ma.kr. að raunvirði.¹ Bókhaldsleg endurflokkun skýr- ir þar með langstærstan hluta af aukningu í heildarstofni yfirdrátt- arlána innlánsstofnana til heimila á undanförnum árum. Raunveruleg breyting lánanna er mun minni og eingöngu brot af vexti einkaneysl- unnar. Að halda því fram að einka- neysla landsmanna undanfarin ár hafi að stórum hluta verið fjár- mögnuð með yfirdrætti stenst því ekki skoðun. ¹Áætlun Seðlabankans fyrir 4. árs- fjórðung 2013. Umfjöllun um yfi rdráttarlán heimila á villigötum FJÁRMÁL Kristófer Gunnlaugsson hagfræðingur á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabankans 150.000 120.000 90.000 60.000 30.000 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 ➜ Bókfærður stofn yfirdráttarlána innláns- stofnana til heimila á föstu verðlagi Yfirdráttarlán Yfirdráttarlán– leiðrétt fyrir endurflokkunum Fasta er töfraorð í samtím- anum. Allt árið er fastað til að koma skikki á líkams- þyngd, blóðsykur og mitt- ismál. Sum okkar fasta á hveiti eða sykur, á kjöt, áfengi eða nammi. Mark- miðið er að hnika hegðun og venjum sem gera okkur ekki gott. Fastan á sér trúarlegar rætur. Við lesum um föst- ur í Gamla og Nýja testa- mentinu. Jesús fastaði í fjörutíu daga í eyðimörk- inni og kirkjan heldur föstu í aðdraganda jóla og páska. Múslímar fasta frá sólarupprás til sólarlags í Ramadanmánuði. Mark- mið hinnar trúarlegu föstu er að rækta andann og efla trúræknina með því að leggja líkamlegar þarfir eða hvatir til hliðar. Aðferðafræði föstunnar virkar líka í öðru samhengi og þarf ekki að takmarkast við að halda sig frá mat. Við getum fastað til góðs fyrir samfélagið okkar hér og nú, með því að leggja af hegð- un og venjur sem draga okkur öll niður. Óvægin orð, illt umtal og upp- nefni eitra andrúmsloft og menga sameiginleg rými okkar. Sam- hengi slíkra orða getur verið pólitískt eða persónulegt, þau eru sögð í fúlustu alvöru eða undir formerkjum húmors. Óháð samhenginu er slík umræða íþyngj- andi. Hún getur orðið eins og illkynja æxli þegar hún grefur sig inn í þjóð- arlíkamann. Hún stendur í vegi fyrir því að við þroskumst sem einstakling- ar og samfélag og getum orðið besta útgáfan af okkur sjálfum. Á þessari föstu skulum við fasta á stóryrtar yfirlýsingar um annað fólk, hvort sem er í persónuleg- um samskiptum, á ræðustóli, í fjölmiðlum eða á netinu. Mark- miðið með föstu er nefnilega að verða betri manneskja í betra samfélagi. Föstum á stóru orðin og sjáum hvort við njótum ekki öll góðs af. Fastað á stóru orðin ➜Bókhaldsleg endurfl okkun skýrir þar með langstærstan hluta af aukningu í heildarstofni yfi rdráttarlána innláns- stofnana til heimila á undanförnum árum. Raunveruleg breyting lánanna er mun minni og eingöngu brot af vexti einkaneyslunnar. Að halda því fram að einkaneysla lands- manna undanfarin ár hafi að stórum hluta verið fjármögn- uð með yfi rdrætti stenst því ekki skoðun. ➜ Við getum fastað til góðs fyrir sam- félagið okkar hér og nú, með því að leggja af hegðun og venjur sem draga okkur öll niður. SAMFÉLAG Árni Svanur Daníelsson Kristín Þórunn Tómasdóttir prestar Save the Children á Íslandi Aðalfundur N1 hf. verður haldinn fimmtudaginn 27. mars 2014 klukkan 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 2. Skýrsla forstjóra og ársreikningur kynntur. 3. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins. 4. Ákvörðun tekin um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2013. 5. Stjórnarkjör. 6. Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfirma. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar. 8. Tillaga að starfskjarastefnu félagsins. 9. Tillaga um að heimila félaginu kaup á eigin hlutabréfum. 10. Önnur mál löglega upp borin. Tillögur: A) Ársreikningur (liður 3) Stjórn leggur til að ársreikningur fyrir árið 2013 verði samþykktur. B) Arðgreiðsla (liður 4) Stjórn leggur til að arður verði greiddur til hluthafa að fjárhæð kr. 1.650.000.000 vegna rekstrarársins 2013 og fyrri ára, eða kr. 1,65 fyrir hverja eina krónu af nafnverði hlutafjár í félaginu. Arðurinn verður greiddur til hluthafa 28. apríl 2014. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 27. mars 2014 og arðleysisdagur því 28. mars 2014. Arðsréttindadagur er 1. apríl 2014, sem þýðir að arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá N1 hf. hjá Verðbréfaskráningu Íslands í lok dags 1. apríl 2014. C) Kjör endurskoðanda (liður 6) Stjórn leggur til að endurskoðunarfirmað Ernst & Young sjái áfram um endurskoðun á ársreikningi félagsins vegna rekstrarársins 2014. D) Þóknun til stjórnar (liður 7) Stjórn leggur til að þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar verði óbreytt frá fyrra ári. E) Starfskjarastefna (liður 8) Stjórn leggur til að starfskjarastefna frá fyrra ári verði óbreytt. F) Kaup á eigin bréfum (liður 9) Stjórn leggur til að félagið fái heimild til kaupa á eigin hlutum allt að 10% af heildar- hlutafé félagsins í samræmi við 55 gr. hlutafélagalaga. Kaupverð skal vera á gengi sem ekki er hærra en 10% yfir og ekki lægra en 10% undir skráðu meðalgengi hlutabréfa félagsins tveimur vikum á undan kaupunum. Heimildin standi til fimm ára. Aðrar upplýsingar: Öll skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir aðalfund verður að finna á vefsíðu félagsins www.n1.is/fjarfestatengsl. Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi, virka daga milli klukkan 9:00-16:00. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 ber að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega með minnst fimm sólarhringa fyrirvara fyrir aðalfund, eða fyrir kl. 16:00 laugardaginn 22. mars 2014. Framboðum skal skila á skrifstofu N1 hf., Dalvegi 10-14, Kópavogi eða á netfangið hluthafar@n1.is. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá klukkan 15:30 á aðalfundardegi. Stjórn N1 hf. Aðalfundur N1 hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.