Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 62
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54 „Besti sjónvarpsþátturinn þessa dagana er klárlega RuPaul‘s Drag Race. Ég er fullkomlega háð honum.“ Mr. Silla (Sigurlaug Gísladóttir), tónlistarkona. BESTI SJÓNVARPSÞÁTTURINN Hugleikur Dagsson heldur á þriðju- daginn ásamt frænda sínum, Ara Eldjárn, í uppistandsferðalag um Finnland. „Þeir kalla túrinn okkar Icelandic Comedy Invasion,“ segir Hugleikur, en þeir Ari skemmta í bæjunum Turku, Tampere, Oulu, Jyväskylä, og loks í Hels- inki. „Þetta kom til eftir að Ari og félagar hans í Mið-Íslandi fengu André Wickström, sem er finnsk- ur uppistandari, sem gestauppist- andara á sýningu hjá Mið-Íslandi.“ „Ég dró Ara og André í eftirpartí eftir uppistand. Síðan þá höfum við verið Facebook-vinir. Ég spurði hann hvort það væri ekki möguleiki á því að ég gæti verið með uppi- stand í Finnlandi. Hann stakk upp á að við Ari kæmum saman, en Ari hafði farið áður til Finnlands með uppistand. Það endaði með því að okkur var skellt á grínhátíð í Turku síðastliðið haust. Á þessari grín- hátíð vöktum við svo mikla lukku að við vorum beðnir um að koma aftur. Þess vegna erum við að fara í þennan túr núna. Svo förum við enn og aftur á einhverja grínhátíð í Finnlandi í sumar í bæ sem heitir Kuopio,“ segir Hugleikur. Bækur Hugleiks hafa notið mik- illa vinsælda í Finnlandi. „Ég er einmitt að svara hér viðtali á net- inu við finnskan vefmiðil sem spyr meðal annars hvort Íslendingar og Finnar séu sálufélagar,“ segir Hugleikur. - ue Frændur vinsælir í Finnlandi Hugleikur Dagsson og Ari Eldjárn fara til Finnlands á þriðjudaginn með uppi- stand. Þeir skemmta í fj órum bæjum í þetta sinn og fara þangað aft ur í sumar. GRÍN Hugleikur og félagar eru byrjaðir að skrifa nýja seríu af Hulla. „Þetta er allt á algjöru byrjunarstigi, en það skortir hvorki kímni né kerskni í nýja efninu,“ segir Hugleikur. „Við vildum rannsaka viðhorf fólks á menntaskólaaldri til femín- isma og niðurstöðurnar voru nett sláandi,“ segir Egill Fannar Hall- dórsson en hann og Viktor Sveins- son, báðir fyrrverandi nemendur í Menntaskólanum við Sund, unnu rannsókn á viðhorfum ungs fólks til femínisma sem lokakjörsviðs- verkefni á síðasta ári. Markmið verkefnisins var að láta fólk kynna sér femínisma og mynda sér sína eigin skoðun. Þeir skiluðu niðurstöðu verkefn- isins í formi fyrirlestra sem þeir fluttu fyrir nokkra bekki skólans en niðurstöðurnar voru sláandi. Þeir lögðu rafræna könnun fyrir tvö hundruð nemendur á mennta- skólaaldri og kom í ljós að mikil fáfræði var um femínisma og jafnréttisbaráttu hjá unga fólkinu. „Við töldum að það væri engin fræðsla um jafnréttisbaráttu kynjanna af viti í skólum, að fræðslan komi aðallega frá fjöl- miðlum og að skilaboðin séu því oft röng. Niðurstaðan varð sú að krakkar hafa fordóma gegn femín- ismanum. Krökkum finnst ekki kúl að vera femínisti því þeir fá svo röng skilaboð í hendurnar,“ útskýrir Egill Fannar. Áður en þeir lögðu af stað í rannsóknina kynntu þeir sér efnið mjög vel, lásu bækur og töluðu við góða kennara. „Ofan á það þá hittum við sérfræðinga, eins og Hildi Lilliendahl, við erum svolítið að tala hennar máli,“ bætir Egill Fannar við. Báðir eru þeir útskrifaðir úr MS en þó hafði skólinn samband við þá félaga um að flytja erindi sitt í jafnréttisviku þar fyrir skömmu. Einnig hafði Mennta- skólinn í Kópavogi samband við þá og fluttu þeir erindi í jafnrétt- isviku þar. „Við fengum frábær viðbrögð við fyrirlestrunum. Við sáum hvað það var mikið hlustað á okkur, bæði nemendur og kenn- arar voru ánægðir með þetta.“ Egil Fannar og Viktor langar að flytja fyrirlestur sinn víðar og telja að allt ungt fólk hafi gott af því að fá fræðslu. „Okkar lang- ar mikið að fara í fleiri skóla og fræða fólk.“ Þeir félagar leggja mikið upp úr því að gera efnið skemmtilegt og auðskiljanlegt. „Við förum yfir allan pakkann í fyrirlestrinum. Í upphafi var ég alltaf meiri femín- isti en Viktor, og má segja að hann hafi verið akkúrat andstæðan við mig og kallaði hann femínista til dæmis flíspeysumömmur. Fyrir- lesturinn er alveg dónalegur á köflum og við erum að sjokkera. Hins vegar hafa viðbrögðin verið frábær.“ Þeir hafa báðir meðal annars fengið Facebook-skilaboð frá ánægðum nemendum. gunnarleo@frettabladid.is Femínismi er ekki kúl Egill Fannar Halldórsson og Viktor Sveinsson fræða nemendur um femínisma. Þeir unnu verkefni í framhaldsskóla um femínisma og álit nemenda á femínisma. Í undirbúningsvinnunni hittu þeir sérfræðinga, þar á meðal Hildi Lilliendahl. FRÆÐA FÓLK UM FEMÍNISMA Egill Fannar Halldórsson og Viktor Sveins- son hafa mikinn áhuga á að fræða fólk um femínisma og eru báðir mikli femínistar. FRÉTTABLAIÐ/VALLI ➜ Ein spurning úr könnun piltanna: Hvað er að vera öfgafemínisti? „Við fengum skemmtileg svör við þessari spurningu. Þarna sýndi það sig skýrt að margir hafa ekki hugmynd um hvað femín- ismi snýst. Til að mynda voru margir sem skrifuðu Hildur Lilliendahl sem svar við þessari spurn- ingu.“ „Ég hafði aldrei komið út fyrir Evrópu fyrr en í janúar þegar ég fór út að skoða aðstæð- ur,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem leikstýr- ir söngleik í New York í sumar. „Fjölskyldan kemur með mér. Þær verða allar að lifa ein- hvern New York-draum, og ég leikhúsdraum,“ segir Bergur. „Ég hef ekki reynt að komast á skrá hjá umboðsskrifstofu erlendis áður, en nú fer ég að skoða það mál,“ segir Bergur, en þetta tækifæri kom upp í hendurnar á honum eftir að hann leikstýrði Mary Poppins. „Höf- undurinn og framleiðandinn, Karl Pétur Jónsson, fengu mig í þetta eftir að hafa séð Mary Poppins,“ segir Bergur. Verkefnið er fjármagnað af Mostly Human Entertainment og Theater Mogul. „Þetta verður sýnt í leikhúsi sem heitir Minetta Lane og er nálægt Washington Square. Leikmynda- hönnuðurinn Petr Hlousek og danshöf- undurinn Lee Proud úr Mary Poppins koma með,“ segir Bergur Þór. Leikritið verður alheimsfrumsýning á nýju verki eftir Ívar Pál Jónsson. „Sýningin heitir Revolution Inside the Elbow of Ragn- ar Agnarsson the Furniture Painter.“ Bergur fer út um páskana að halda leikaraprufur. „Um leið og leikárið klárast hérna í júní hoppa ég svo upp í flugvél og fer og leikstýri þessu þarna úti,“ segir Bergur Þór. - ue New York-draumur í sumar Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir eft ir Ívar Pál Jónsson söngleik í New York. BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.