Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 12
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | EFNAHAGSMÁL Stjórnvöld eiga ekki að birta endurskoðaða og tímasetta áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrr en niðurstaða um uppgjör á búum föllnu bankanna liggur fyrir. Innihald áætlunarinnar veltur á uppgjörinu og birting hennar kynni að gagnast kröfuhöfum bankanna. Þetta sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær þegar hann svaraði spurningum Guðmundar Steingrímssonar, þing- manns og formanns Bjartrar fram- tíðar. Guðmundur hafði þá meðal annars spurt hvort Seðlabankinn teldi að vinna samkvæmt áætlunum um afnám gjaldeyrishafta gengi vel. „Ég held að það sé mikilvægt að allir hafi það í huga að þetta er mjög stórt og flókið mál og öfugt við það sem við vorum að ræða hér varð- andi peningastefnuna. Ef við gerum einhver smá mistök þar þá er hægt að leiðrétta þau á næsta fundi, en þarna fáum við bara eitt skot og það verður að heppnast,“ sagði Már. Hann sagði ákveðinn „strúktúr í gangi“ varðandi afnám haftanna, bæði innan stjórnsýslunnar og í samvinnu hennar og Seðlabankans. „Þetta er að mínu mati allt í mjög eðlilegum gangi,“ sagði Már. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstri grænna, spurði á fundinum hversu lengi væri hægt að búa við það að aðgerðaáætlun um losun gjaldeyrishafta „væri haldið leyndri“. Steingrímur vísaði þar í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjár- mála- og efnahagsráðherra, í Val- höll þann 25. febrúar síðastliðinn, þar sem ráðherra sagði að áætlun um afnám gjaldeyrishafta hefði verið virkjuð í haust. „Ég býst við því að fjármálaráð- herra, þó ég þurfi ekki að tala fyrir hans hönd, hafi meint það að þessi strúktúr, sem er að vinna í þessu, hann var settur á fót í haust en það eru engar framkvæmdir sem hafa átt sér stað ennþá, sem betur fer því þetta verður allt að vera mjög vel undirbúið,“ sagði Már. „Það er líka mikilvægt varðandi það hvernig þessi bú verða gerð upp og hvaða áhrif það hefur á höftin, það er þess eðlis að ég hef ekki séð það fyrir mér að það sé hægt að birta um það einhverja nákvæma áætlun, svipað eins og bandamenn hefðu birt í BBC áætlun sína um innrás sína í Normandí,“ sagði Már. haraldur@frettabladid.is Áætlun um afnám hafta ekki tímabær Seðlabankastjóri segir innihald endurskoðaðrar áætl- unar um afnám gjaldeyrishafta velta á uppgjöri föllnu bankanna. Stjórnvöld fái einungis eitt tækifæri til að afnema höftin og þá verði sú aðgerð að heppnast. Á FUNDINUM Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Katrín Ólafsdóttir, nefndar- maður í peningastefnunefnd bankans, sátu fyrir svörum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ólafur Jóhannsson 534 1020 TIL LEIGU GLÆSILEGT HÚSNÆÐI Matthias Brinkmann, sendiherra Evrópusambandsins (ESB) á Íslandi, hafnar því að ESB þrýsti á um að ríkisstjórn Íslands ákveði hvort hún vilji halda áfram aðildarvið- ræðum eða slíta. Í viðtali við frétta- stofu RÚV í gær sagði hann fordæmi fyrir því að aðildarumsóknir væru settar á bið um ótiltekinn tíma, líkt og í dæmi Möltu. Aldrei væri þrýst á umsóknarríki að taka ákvörðun. Brinkmann sagði að í tilfelli Íslands hefði komið á óvart að hlé hefði verið gert á aðildarviðræð- unum og hefði sambandið viljað fá skýrari línur um ýmis atriði í samn- ingaviðræðunum. Á fundi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráð- herra með Jose Manue Barroso, for- seta framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, um miðjan júlí í fyrra kom fram í máli Barrosos að sam- bandið biði svara um næstu skref frá Íslandi. „Klukkan tifar og það eru líka sameiginlegir hagsmunir okkar allra að ákvörðun verði tekin án frekari tafar,“ sagði Barroso þá. Heimildir blaðsins meðal emb- ættismanna Evrópusambandsins herma að oflestur væri að draga þá ályktun af orðum Barrosos að Ísland ætti að gera í snatri upp við sig hvort landið vildi halda viðræðum áfram. Fremur hafi verið um að ræða beiðni um skýrari línur varðandi næstu skref, enda nokkuð undir og hópar starfsfólks sem skipað hafi verið til verka í tengslum við aðildarumsókn Íslands. Því þyrfti að skýrast hvað væri fram undan. Hlé á viðræðum gæti vel verið einn af þeim kostum. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðs- ins áréttaði Brinkmann að ákvörðun um hvað gerðist varðandi framhald viðræðna Íslands og Evrópusam- bandsins væri algerlega Íslands. „Evrópusambandið verður tilbúið til að halda aðildarviðræðunum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörð- un um það, en viðurkennir hvaða ákvörðun sem Ísland kann að taka,“ segir hann. Í ályktun Evrópuþingsins frá því í byrjun janúar er bent á að skoðana- kannanir á Íslandi bendi til þess að meirihluti landsmanna vilji ljúka aðildarviðræðunum og að Ísland haldi stöðu sinni sem umsóknar- ríki. Beðið sé ákvörðunar þingsins um hvort halda eigi þjóðaratkvæða- greiðslu um framhald aðildarvið- ræðnanna. Þingið kveðst í álykt- un sinni líka vonast til þess að slík atkvæðagreiðsla fari fram í fyrir- séðri framtíð. Í umræðum um framvinduskýrslu vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið á Evrópuþing- inu 15. janúar síðastliðinn kvaðst Göran Färm, fulltrúi jafnaðar- manna, harma stefnu nýrrar ríkis- stjórnar á Íslandi, en áréttaði um leið mikilvægi þess að virða stefnu íslenskra stjórnvalda. Hann kvað mikilvægt að skilja svo við að ljóst væri að Evrópusambandið hefði ekki skellt hurðinni á Ísland, heldur væri reiðubúið að halda viðræðum áfram. „Sem ætti raunar að vera auðveld- ara núna eftir að ESB hefur fengið endurbætta fiskveiðistjórnarstefnu,“ sagði hann. Štefan Füle, stækkunarstjóri Evr- ópu, varð til svars í þinginu. „Við ættum að halda dyrum opnum fyrir ríkisstjórn Íslands og íslensku þjóð- ina, kjósi hún að hefja aðildarvið- ræður á ný,“ sagði hann. „Liggi á einhverjum tíma fyrir ákvörðun um að halda áfram leiðina í átt að aðild að Evrópusambandinu, þá ættum við að vera reiðubúin að hjálpa Íslend- ingum í þeirri vegferð.“ Skilaboð Füles til þingsins voru nokkurn veginn samhljóða ræðu sem hann flutti fyrir utanríkismála- nefnd Evrópuþingsins 16. október í fyrra. „Við höfum ekki, af okkar hálfu, horfið frá ferlinu. Hvenær sem er, og ef Ísland óskar þess nokk- urn tíma, er framkvæmdastjórnin reiðubúin að halda áfram vinnu við aðildarviðræðurnar, sem þegar eru langt komnar. Og ég er þess enn full- viss um að við getum komist að nið- urstöðu sem er jákvæð og hagfelld öllum hlutaðeigandi,“ sagði Füle þá. olikr@frettabladid.is ŠTEFAN FÜLE MATTHIAS BRINKMANN Dyrnar virðast standa opnar Evrópusambandið bíður ákvörðunar Íslands um framhald aðildarviðræðna. Stækkunarstjóri sambandsins hefur ítrekað sagt, nú síðast í janúar, að ESB sé tilbúið til að halda áfram samningaviðræðum hvenær sem Íslendingar kjósi, kjósi þeir nokkurn tímann að gera það. ASKÝRING | 12 Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.