Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 30
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Justin Timberlake er dansari af Guðs náð og ein fárra stórstjarna með meðfædda danshæfileika á við Michael Jackson,“ segir Nanna Ósk Jónsdóttir, danskennari og eigandi dansskólans DanceCenter Reykjavík. Skólinn hefur frá upphafi haft dans- stíl Timberlakes í öndvegi. „Blæbrigði DanceCenter eru öll í anda Timberlakes og frá fyrstu tíð höfum við fengið danshöfunda Justins til að kenna við skólann,“ segir Nanna og nefnir sem dæmi danshöfundana Darrin Henson og Dan Karaty sem einnig sat í dómarasæti í dansþáttun- um So You Think You Can Dance? „Sem dansari er Justin undir mikl- um áhrifum frá Michael Jackson og sækir sér innblástur þangað. Michael þróaði sinn eigin dansstíl sem margar poppstjörnur hafa tileinkað sér síðan en dansstíll Justins er líka blandaður hipp hopp-áhrifum og götudansi frá New York.“ Nanna Ósk segir fáa vita að Timber- lake hafi ætlað sér að gerast dansari að atvinnu hefði hann ekki slegið í gegn sem tónlistarmaður. „Öll up-beat-lög Justins (með hrað- ari takti) eru mjög dansvæn og samin með það í huga að fólk skelli sér á dans- gólfið og fái útrás. Lagasmíðarnar eru kraftmiklar, fela í sér dansvæna stemn- ingu og ekki spillir fyrir að textarnir eru innihaldsríkir og sungnir af frábærri rödd Justins,“ segir Nanna Ósk, sem búin er að tryggja sér miða á tónleikana sem fram fara í íþróttahöllinni Kórnum að kvöldi 24. ágúst í sumar. „Það er alkunna að tónleikagestir taka sporið á tónleikum Justins Timberlake og ekki hægt annað en að verða fyrir áhrifum og dilla sér með stórstjörnunni. Hægt er að læra flóknari útgáfu af dönsum Justins, sem er meira fyrir þá sem hafa eitthvað stundað dans áður, en einnig er hægt að tileinka sér sáraeinföld spor fyrir þá sem vilja tileinka sér „svægið“, svona helstu mjaðmahnykki og dans- takta Justins.“ Í tilefni komu Justins Timberlake, einnar stærstu poppstjörnu veraldar, mun DanceCenter Reykjavík hita ræki- lega upp fyrir tónleikana með fjögurra vikna námskeiði í anda goðsins. „Á námskeiðinu verður létt yfirbragð og partístemning í anda Justins Timberlake og dansgleðin í fyrir- rúmi. Danskennarar skólans, Júlí, Nína og ég sjálf, eru vel inni í dansbakgrunni poppstjörnunnar og kenna sjóð- heitar rút- ínur fyrir 16 ára og eldri og svo yngri hópa. Það eina sem þarf að gera er að hnýta á sig strigaskóna og mæta í partíið,“ segir Nanna Ósk, full tilhlökkunar. „Við ætlum að skemmta okkur vel með þeim vinahópum sem ætla á tónleikana en einnig hverjum þeim sem vill læra að dansa í anda Justins Timber- lake. Við förum hægt í dans- sporin til að byrja með en færum okkur svo yfir í flóknari dans- spor fyrir þá sem vilja og skiptum í hópa eftir getustigi.“ Fyrsta námskeið hefst 11. mars og nám- skeiðum verður bætt við eftir þörfum. Skráning fer fram á dancecenter.is og upplýsingar um námskeið- ið er að finna á Facebook undir dancecenter.reykja- vik. Einnig er hægt að senda tölvupóst á dance- center@dancecenter.is og fá nánari upp- lýsingar í síma 7773658 hjá DanceCenter Reykjavík. ■ thordis@365.is FETAÐ Í DANSSPOR TIMBERLAKES DANSTÍSKA Þegar sumri hallar lofar poppgoðið Justin Timberlake þokkafull- um mjaðmahnykkjum og seiðandi danstöktum í Kórnum. Til að taka snúning með Justin gefst Íslendingum heillandi tækifæri á að læra sporin hans. DANSARAR Nanna Ósk Jónsdóttir hefur frá stofnun DanceCenter Reykjavík fengið fjölmarga af danshöfundum Justins Timberlake til gestakennslu í skólanum. Hér er hún ásamt dóttur sinni, Maríu Kristínu L. Jónsdóttur, 6 ára. MYND/DANÍEL DANSFÍFL Justin Timberlake hlaut danshæfileikana í vöggugjöf og segist örugglega hafa gert dans að ævistarfi hefði hann ekki slegið í gegn sem tónlistarmaður. Flott vesti ( pleður ) Str. 40-56/58 Litir: svart, raut t, blát t , ljósbrúnt, perlugrát t Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is Við erum á Facebook Skipholti 29b • S. 551 0770 Minnum á afmælisleikinn www.facebook.com/Parisartizkan Erum með afsláttarhorn í boði á afmælisdögum. Afmælisveisla og glaðningar laugardaginn 8. mars. 11:00-16:00 Hlökkum til að sjá þig Opið virka daga kl . 11–18. Opið laugardaga k l. 11–16. Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 rð 34 - 50 svart og -blátt. 14.900 kr. gallablátt. 15.900 kr. m út á land og ef flíkin kki þá endurgreiðum við. Stæ Litur kakí Verð Litur Verð Sendu passar e
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.