Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 6
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu margar íbúðir verða í nýrri byggð á Hlíðarenda í Reykjavík? 2. Hvaða Íslendingur átti stóran þátt í tæknivinnslu myndarinnar Gravity? 3. Hvernig verslanir eru að tínast úr miðborg Reykjavíkur? SVÖR: 1. 600. 2. Daði Einarsson. 3. Antikbúðir. FRÉTTASKÝRING Kemur ákvæði í stjórnarskrá í veg fyrir að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusam- bandið? Ekkert í stjórnarskránni kemur í veg fyrir að sitjandi þing bindi sig til að fara að niðurstöðu þjóðar- atkvæðagreiðslu, segir Sigurður Líndal lagaprófessor. Björg Thor- arensen lagaprófessor er honum ósammála. Álit Sigurðar stangast á við orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Í Fréttablaðinu í gær sagði Sigmundur: „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæða- greiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni.“ Sigurður, sem var skipaður for- maður stjórnarskrárnefndar sem nú er starfandi af Sigmundi Davíð, segir þetta ekki rétt. Hann segir þá leið sem Þorsteinn Pálsson, fyrrver- andi forsætisráðherra, hefur talað fyrir vel færa. Þorsteinn hefur bent á að hægt væri að bæta ákvæði inn í þings- ályktunartillögu utanríkisráðherra um að hún taki aðeins gildi stað- festi þjóðin hana í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þannig myndi sitjandi þing skuldbinda sig til að fara eftir niður- stöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Vilji þingmeirihlutinn ekki halda viðræðunum áfram geti hann sett umsóknina á ís. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þing- ið getur ákveðið það með þings- ályktun að halda bindandi þjóðar- atkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ segir Sig- urður. Björg segir þetta ekki rétt. Hún segir að þingið geti samt ákveðið að binda gildistöku laga sem það hafi sett við niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslu. Það geti ekki átt við um þingsályktun eins og stjórnarmeiri- hlutinn hefur lagt fram um að slíta viðræðunum þar sem hún sé ekki háð neinum áskilnaði um gildistöku eins og lög. „Hér er því aðeins hægt að ræða um pólitíska skuldbindingu með pólitískar afleiðingar. Telji ríkis- stjórn og meirihluti þings að baki henni ekki mögulegt að fylgja skýr- um vilja þjóðarinnar í tilteknu máli, verður að reyna á það í nýjum kosn- ingum hvort kjósendur velja nýjan pólitískan meirihluta sem er tilbú- inn að leiða samningaviðræður við ESB,“ segir Björg. Þarf ekki að kjósa á milli Sigmundur Davíð talaði í Frétta- blaðinu í gær um að stjórnarskráin heimilaði þinginu aðeins að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði ekki loku fyrir það skot- ið að gera breytingar á stjórnar- skrá til að heimila bindandi þjóðar- atkvæðagreiðslur. Breytingar á stjórnarskrá hafa hingað til þurft að fara þannig fram að eitt þing gerir breytingar sem ekki taka gildi fyrr en kosið hefur verið á ný til þings og nýtt þing hefur staðfest breytingarnar. Með tímabundnu ákvæði sem sett var inn í stjórnarskrá á síðasta kjör- tímabili var opnað fyrir möguleika á annarri leið. Þá þurfa minnst tveir þriðjuhlutar þingmanna að sam- þykkja frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Því næst þarf að bera þær breytingar upp fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú atkvæðagreiðsla á að fara fram sex til níu mánuðum eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt á Alþingi. Til að breytingarnar teljist samþykktar þarf meirihlutinn að samþykkja þær í þjóðaratkvæða- greiðslunni, og þarf minnst 40 pró- sent atkvæðisbærra manna að sam- þykkja. brjann@frettabladid.is, kjartanatli@365.is Stjórnarskrá stöðvar ekki þjóðaratkvæði Sigurður Líndal lagaprófessor er ósammála forsætisráðherra og segir vel hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Björg Thorarensen lagaprófessor segir þetta ekki geta átt við um þingsályktun. STJÓRN Gefin voru fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið fyrir kosningar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég yrði mjög ánægð ef við gerðum þessar breytingar á stjórnar- skránni sem Sigmundur Davíð [Gunn- laugsson] er að tala um, og ég skora á hann að leggja fram frumvarp strax í næstu viku,“ segir Birgitta Jóns- dóttir, kafteinn Pírata. Hún segir að verði þessi leið fyrir valinu hljóti stjórnarflokkarnir að vera tilbúnir til að bíða með að slíta viðræðunum við ESB. Þá sé augljóst að málinu verði frestað þar til búið sé að breyta stjórnarskrá og fá að því loknu niðurstöðu um ESB með þjóðaratkvæða- greiðslu. VILL GERA BREYTINGAR „Mér finnst þetta mjög undarlegt mál og sýnist að stjórnin sé fallin í einhverja biðleiki,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir vel hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu strax. „Þó niðurstaðan yrði að forminu til ráðgefandi hljótum við að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir séu svo miklir þjónar fólksins að þeir fari að vilja þjóðarinnar þegar hann kemur fram.“ Guðmundur segir stefnu Bjartrar framtíðar skýra, klára eigi aðildarviðræðurnar og kjósa um niðurstöðuna. STJÓRN VELUR BIÐLEIK „Það er rétt að lagalega er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæða- greiðslu, en þar sem spurningin er einföld og svarið annaðhvort já eða nei myndi maður halda að stjórnmálamenn gætu sæst á að hlíta niðurstöðunni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, for- maður Vinstri grænna. Katrín segir að þar sem mikill fjölda kjósenda þurfi að samþykkja breytingu á stjórnarskrá samkvæmt bráðabirgðaákvæði sé erfitt að gera slíkar breyt- ingar nema samhliða stórum kosningum á borð við sveitarstjórnarkosningar eða forsetakosningar. SPURNINGIN EINFÖLD „Það er varla hægt að taka þetta alvarlega,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, um hugmyndir forsætisráðherra um stjórnar- skrárbreytingar. „Málið snýst um hvernig þeir ætla að efna skýrt loforð sem þeir veittu kjósendum. Það loforð var aldrei skilyrt því að það væri búið að breyta stjórnarskrá,“ segir Árni. „Það er auðvitað alltaf hægt að finna einhverja nýja leiki til að tefja málið, en ef meirihluti þingsins er tilbúinn til að virða niður- stöður þjóðaratkvæðagreiðslu þarf ekki bindandi atkvæða- greiðslu.“ SNÝST UM LOFORÐIN Fæst án lyfseðils Verkir í hálsi og öxlum? VIÐSKIPTI Viðskiptaráðs Íslands telur ekki rétt að slíta aðildarvið- ræðum við ESB á þessum tíma- punkti líkt og lagt er til í fyrir- liggjandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn Við- skiptaráðs samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær. Vísað er til fyrri ályktunar stjórnarinnar frá því í nóvember 2012 þar sem stjórnin taldi brýnt að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið yrðu til lykta leiddar og að kapp yrði lagt á að ná sem allra bestum samn- ingi sem síðan yrði lagður í dóm þjóðarinnar. „Í ljósi þess að hvor- ugur núverandi stjórnarflokka er fylgjandi ESB-aðild má færa rök fyrir þeirri afstöðu að tor- velt gæti reynst að halda aðild- arviðræðum áfram á þessum tímapunkti. Þrátt fyrir það telur stjórn Viðskiptaráðs ekki rétt að slíta viðræðunum,“ segir í álykt- uninni nú. „Með slíkri ákvörðun væri lokað á mikilvægan valkost í efnahagsmálum, einkum hvað varðar framtíðarskipan peninga- mála.“ Stjórn ráðsins telur skynsam- lega sáttaleið að gera hlé á aðild- arviðræðunum til loka þessa kjörtímabilsins. „Sú leið myndi skapa grundvöll fyrir stjórn- völd til að vinna að uppbygg- ingu efnahagslífsins næstu þrjú ár í breiðari sátt við aðila vinnu- markaðarins og aðra hagsmuna- aðila en ella.“ - óká Á NÝAFSTÖÐNU VIÐSKIPTAÞINGI Hreggviður Jónsson, formaður Viðskipta- ráðs, heldur ræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Stjórn Viðskiptaráðs Íslands leggst í samhljóða ályktun gegn þingsályktunartillögu utanríkisráðherra: Leggja til hlé á aðildarviðræðum við ESB VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.